Úr næstbestu deildinni í Lúxemborg og inn í besta lið NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2018 17:30 Alfonzo McKinnie. Vísir/Getty Alfonzo McKinnie er ein af óvæntustu stjörnunum í NBA-deildinni í byrjun tímabilsins en hann hefur komið skemmtilega inn í lið NBA-meistara Golden State Warriors. Það er ekki auðvelt að komast í þetta frábæra lið Golden State Warriors en Alfonzo McKinnie tókst það eftir að hafa unnið fyrir sínu sæti í æfingabúðum fyrir tímabilið. Alfonzo McKinnie er svo sannarlega að upplifa körfuboltadrauminn því fyrir aðeins tæpum þremur árum síðan þá var þessi skemmtilegi leikmaður að spila með einu lélegasta liðinu í næstbestu deildinni í Lúxemborg. Það eru ekki margir sem hafa komist svo hratt upp á toppinn á svo skömmum tíma en því náði Alfonzo McKinnie. New York Times fjallar um ævintýri þessa 26 ára gamla stráks sem fæddist í Chicago árið 1992.Not long ago, Alfonzo McKinnie of the Golden State Warriors was playing in Luxembourg. And not even in the first division. https://t.co/mwglDBpW4G — NYT Sports (@NYTSports) November 6, 2018 Vorið 2016 fylgdist Alfonzo McKinnie með Golden State Warriors spila í úrslitakeppnini en þá var hann á samningi hjá liði í Mexíkó þar sem hluti samningsins var 40 prósent afsláttur á sportbar. „Ég horfði á alla leiki og át örugglega allt sem var á matseðlinum,“ sagði Alfonzo McKinnie í léttum tón í viðtalinu.Alfonzo McKinnie sló fyrst fyrir alvöru í gegn með Golden State í sigri á Chicago Bulls eða í sama leik og Klay Thompson setti met í þriggja stiga körfum. McKinnie endaði með 19 stig og 10 fráköst í leiknum. McKinnie er 203 sentímetra framherji sem er góður íþróttamaður og hörku skytta. Hann hefur þannig skorað yfir einn þrist í leik í vetur og nýtt 60 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna. Alfonzo McKinnie er með 6,8 stig og 4,1 frákast á 14,7 mínútum í leik með Golden State Warriors í NBA í vetur. Tölur hans eru hinsvegar á uppleið því hann er með 11,0 stig og 6,0 fráköst að mðaltali í síðustu fimm leikjum. Það verður fróðlegt að sjá hvort Alfonzo McKinnie fái áfram að spila þetta hlutverk hjá hinu frábæra liði Golden State Warriors. NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
Alfonzo McKinnie er ein af óvæntustu stjörnunum í NBA-deildinni í byrjun tímabilsins en hann hefur komið skemmtilega inn í lið NBA-meistara Golden State Warriors. Það er ekki auðvelt að komast í þetta frábæra lið Golden State Warriors en Alfonzo McKinnie tókst það eftir að hafa unnið fyrir sínu sæti í æfingabúðum fyrir tímabilið. Alfonzo McKinnie er svo sannarlega að upplifa körfuboltadrauminn því fyrir aðeins tæpum þremur árum síðan þá var þessi skemmtilegi leikmaður að spila með einu lélegasta liðinu í næstbestu deildinni í Lúxemborg. Það eru ekki margir sem hafa komist svo hratt upp á toppinn á svo skömmum tíma en því náði Alfonzo McKinnie. New York Times fjallar um ævintýri þessa 26 ára gamla stráks sem fæddist í Chicago árið 1992.Not long ago, Alfonzo McKinnie of the Golden State Warriors was playing in Luxembourg. And not even in the first division. https://t.co/mwglDBpW4G — NYT Sports (@NYTSports) November 6, 2018 Vorið 2016 fylgdist Alfonzo McKinnie með Golden State Warriors spila í úrslitakeppnini en þá var hann á samningi hjá liði í Mexíkó þar sem hluti samningsins var 40 prósent afsláttur á sportbar. „Ég horfði á alla leiki og át örugglega allt sem var á matseðlinum,“ sagði Alfonzo McKinnie í léttum tón í viðtalinu.Alfonzo McKinnie sló fyrst fyrir alvöru í gegn með Golden State í sigri á Chicago Bulls eða í sama leik og Klay Thompson setti met í þriggja stiga körfum. McKinnie endaði með 19 stig og 10 fráköst í leiknum. McKinnie er 203 sentímetra framherji sem er góður íþróttamaður og hörku skytta. Hann hefur þannig skorað yfir einn þrist í leik í vetur og nýtt 60 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna. Alfonzo McKinnie er með 6,8 stig og 4,1 frákast á 14,7 mínútum í leik með Golden State Warriors í NBA í vetur. Tölur hans eru hinsvegar á uppleið því hann er með 11,0 stig og 6,0 fráköst að mðaltali í síðustu fimm leikjum. Það verður fróðlegt að sjá hvort Alfonzo McKinnie fái áfram að spila þetta hlutverk hjá hinu frábæra liði Golden State Warriors.
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira