Yfir þrjú þúsund manns leita að týndum dreng í Svíþjóð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2018 08:33 Lögreglan í Svíþjóð hefur birt þessa mynd af drengnum sem leitað er að. Yfir þrjú þúsund hafa tekið þátt í leit að tólf ára gömlum dreng sem saknað er í suðurhluta Svíþjóðar. Drengurinn, sem er með Downs-heilkennið, fór út að labba með fjölskylduhundinn í heimabæ sínum Falkenberg á þriðjudag en þegar hann kom ekki heim með hundinn, sem fór bara einn heim, tilkynnti fjölskylda hans að hans væri saknað. Lögreglan fer með málið en segir ekkert benda til þess að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað að því er segir á vef norska ríkisútvarpsins. „Það er erfitt að dagarnir líði án þess að við finnum hann en við gefumst ekki upp,“ segir lögreglumaðurinn Jenny Widen. Lögreglan hefur fyrirskipað að vatnsyfirborðið í ánni Ätran verði lækkað en Falkenberg stendur við ána. Þá lét lögreglan í gær setja flugbann á allar tegundir flugfara, þar á meðal dróna, á svæðinu þar sem leitað er svo að lögregluyfirvöld geti notað sín tæki án þess að verða fyrir truflun af öðrum. Aðeins lögreglumenn mega fljúga á svæðinu en fresta þurfti slíkri leit í gær vegna mikillar þoku. Við leitina hefur meðal annars verið notast við þyrlur auk þess sem kafað hefur verið í Ätran-ánni. Falkenberg er ekki stór bær og margir þekkja strákinn sem er týndur. Voru bæjarbúar hvattir til þess á Facebook að láta til sín taka við leitina og stóð ekki á viðbrögðunum eins og talan sem nefnd var í upphafi fréttar sýnir. Norðurlönd Svíþjóð Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Yfir þrjú þúsund hafa tekið þátt í leit að tólf ára gömlum dreng sem saknað er í suðurhluta Svíþjóðar. Drengurinn, sem er með Downs-heilkennið, fór út að labba með fjölskylduhundinn í heimabæ sínum Falkenberg á þriðjudag en þegar hann kom ekki heim með hundinn, sem fór bara einn heim, tilkynnti fjölskylda hans að hans væri saknað. Lögreglan fer með málið en segir ekkert benda til þess að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað að því er segir á vef norska ríkisútvarpsins. „Það er erfitt að dagarnir líði án þess að við finnum hann en við gefumst ekki upp,“ segir lögreglumaðurinn Jenny Widen. Lögreglan hefur fyrirskipað að vatnsyfirborðið í ánni Ätran verði lækkað en Falkenberg stendur við ána. Þá lét lögreglan í gær setja flugbann á allar tegundir flugfara, þar á meðal dróna, á svæðinu þar sem leitað er svo að lögregluyfirvöld geti notað sín tæki án þess að verða fyrir truflun af öðrum. Aðeins lögreglumenn mega fljúga á svæðinu en fresta þurfti slíkri leit í gær vegna mikillar þoku. Við leitina hefur meðal annars verið notast við þyrlur auk þess sem kafað hefur verið í Ätran-ánni. Falkenberg er ekki stór bær og margir þekkja strákinn sem er týndur. Voru bæjarbúar hvattir til þess á Facebook að láta til sín taka við leitina og stóð ekki á viðbrögðunum eins og talan sem nefnd var í upphafi fréttar sýnir.
Norðurlönd Svíþjóð Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira