Nýr dómsmálaráðherra Trump var stjórnarmeðlimur í fyrirtæki sem svindlaði á fólki Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2018 16:51 Matthew Whitaker, starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Charlie Neibergall Matthew Whitaker, sem er nú starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, var stjórnarformaður í fyrirtæki sem Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna sagði vera svindl og lokaði. Fyrirtækið, World Patent Marketing, á að hafa svikið fúlgur fjár af fólki og var lokað í fyrra. Miami New Times segir Whitaker einnig hafa sent einum af viðskiptavinum fyrirtækisins hótun í tölvupóst eftir að viðskiptavinurinn kvartaði yfir því að hafa ekki fengið þá þjónustu sem hann borgaði fyrir.Scott Cooper, stofnandi og forstjóri fyrirtækisins, lagði 2,600 dali til kosningasjóðs Whitaker þegar hann reyndi að komast á þing árið 2014. Þá greiddi fyrirtækið Whitaker um tíu þúsund dali áður en því var lokað. Eftir að tilraun Whitaker til að komast á þing misheppnaðist gekk hann til liðs við stjórn WPM. „Ég myndi einungis ganga til liðs við fyrsta flokks samtök,“ sagði Whitaker í fréttatilkynningu á sínum tíma, samkvæmt Washington Post.World Patent Marketing safnaði nærri því 26 milljónum dala í tekjur með því að lofa uppfinningarmönnum meðal annars að selja vörur þeirra.Notuðu stjórnarmeðlimi til að laða viðskiptavini að Fyrirtækið laðaði að sér viðskiptavini með því að vísa til stjórnar þess. Þar sem Whitaker sat, auk annarra. Forstjórinn notaði stjórnina til dæmis til þess að svara gagnrýni á fyrirtækið. Þegar einn óánægður viðskiptavinur sakaði Cooper um svik svaraði hann á þá leið að ef hann væri svikahrappur væri þetta fólk ekki í stjórn fyrirtækisins. „Við erum með fyrrverandi ríkissaksóknarar, meðlimi úr ráðgjafaráði Obama, hershöfðingja, fræga lækn. Hugsaðu út í það,“ skrifaði Cooper.Sjá einnig: Eftirmaður Sessions hefur örlög Rússarannsóknarinnar í höndum sérNew Times segir að þrátt fyrir að WPM hafi lofað mikilli þjónustu og stært sig af meintri velgengni, hafi viðskiptavinir þess nánast enga þjónustu fengið.Þegar viðskiptavinirnir kvörtuðu svaraði Cooper með hótunum og meðal annars hótaði hann að siga öryggisvörðum, sem hefðu fengið þjálfun í Krav Maga, á fólk.Notaði fyrrverandi stöðu sína til hótunar Whitaker sjálfur svaraði einum óánægðum viðskiptavini. Eftir að viðskiptavinurinn hafði hótað að kæra WPM sagði Whitaker, sem var þá fyrrverandi ríkissaksóknari og minntist hann á það í póstinum, að það myndi hafa mjög alvarlega lagalegar afleiðingar fyrir viðskiptavininn. Fjármálaeftirlitið segir þúsundir manna hafa orðið fyrir barðinu á WPM. Einhverjir hafi tapað allt að 400 þúsund dölum og aðrir öllu sparifé þeirra. Í samtali við Washington Post segja fyrrverandi viðskiptavinir, eða ef til vill fórnarlömb, WPM að þeim sárni við það að Whitaker sé nú starfandi dómsmálaráðherra. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Sjá meira
Matthew Whitaker, sem er nú starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, var stjórnarformaður í fyrirtæki sem Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna sagði vera svindl og lokaði. Fyrirtækið, World Patent Marketing, á að hafa svikið fúlgur fjár af fólki og var lokað í fyrra. Miami New Times segir Whitaker einnig hafa sent einum af viðskiptavinum fyrirtækisins hótun í tölvupóst eftir að viðskiptavinurinn kvartaði yfir því að hafa ekki fengið þá þjónustu sem hann borgaði fyrir.Scott Cooper, stofnandi og forstjóri fyrirtækisins, lagði 2,600 dali til kosningasjóðs Whitaker þegar hann reyndi að komast á þing árið 2014. Þá greiddi fyrirtækið Whitaker um tíu þúsund dali áður en því var lokað. Eftir að tilraun Whitaker til að komast á þing misheppnaðist gekk hann til liðs við stjórn WPM. „Ég myndi einungis ganga til liðs við fyrsta flokks samtök,“ sagði Whitaker í fréttatilkynningu á sínum tíma, samkvæmt Washington Post.World Patent Marketing safnaði nærri því 26 milljónum dala í tekjur með því að lofa uppfinningarmönnum meðal annars að selja vörur þeirra.Notuðu stjórnarmeðlimi til að laða viðskiptavini að Fyrirtækið laðaði að sér viðskiptavini með því að vísa til stjórnar þess. Þar sem Whitaker sat, auk annarra. Forstjórinn notaði stjórnina til dæmis til þess að svara gagnrýni á fyrirtækið. Þegar einn óánægður viðskiptavinur sakaði Cooper um svik svaraði hann á þá leið að ef hann væri svikahrappur væri þetta fólk ekki í stjórn fyrirtækisins. „Við erum með fyrrverandi ríkissaksóknarar, meðlimi úr ráðgjafaráði Obama, hershöfðingja, fræga lækn. Hugsaðu út í það,“ skrifaði Cooper.Sjá einnig: Eftirmaður Sessions hefur örlög Rússarannsóknarinnar í höndum sérNew Times segir að þrátt fyrir að WPM hafi lofað mikilli þjónustu og stært sig af meintri velgengni, hafi viðskiptavinir þess nánast enga þjónustu fengið.Þegar viðskiptavinirnir kvörtuðu svaraði Cooper með hótunum og meðal annars hótaði hann að siga öryggisvörðum, sem hefðu fengið þjálfun í Krav Maga, á fólk.Notaði fyrrverandi stöðu sína til hótunar Whitaker sjálfur svaraði einum óánægðum viðskiptavini. Eftir að viðskiptavinurinn hafði hótað að kæra WPM sagði Whitaker, sem var þá fyrrverandi ríkissaksóknari og minntist hann á það í póstinum, að það myndi hafa mjög alvarlega lagalegar afleiðingar fyrir viðskiptavininn. Fjármálaeftirlitið segir þúsundir manna hafa orðið fyrir barðinu á WPM. Einhverjir hafi tapað allt að 400 þúsund dölum og aðrir öllu sparifé þeirra. Í samtali við Washington Post segja fyrrverandi viðskiptavinir, eða ef til vill fórnarlömb, WPM að þeim sárni við það að Whitaker sé nú starfandi dómsmálaráðherra.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent