Ég er pólitískur fangi á Spáni Jordi Cuixart skrifar 30. október 2018 07:00 Undanfarið ár hef ég verið læstur inni í fangaklefa og horft upp á himininn í gegnum rimla. Undanfarið ár hef ég einungis fengið að sjá átján mánaða gamlan son minn í nokkrar klukkustundir á hverjum mánuði. Undanfarið ár hef ég ekki fengið að hafa farsíma eða netsamband. Undanfarið ár hef ég þurft að fylgjast með fyrirtæki mínu úr fjarska. Undanfarið ár hef ég verið í haldi án möguleika á lausn gegn tryggingu, meira að segja án réttarhalda, fyrir að hafa staðið vörð um grundvallarréttindi borgara lýðræðisríkis á borð við tjáningarfrelsið og frelsi til mótmæla. Undanfarið ár hef ég verið pólitískur fangi, gísl spænsku ríkisstjórnarinnar. Ef Spánn er lýðræðisríki, hvernig er þetta þá mögulegt? Hvernig getur ríkið haldið pólitískum föngum fyrst harðstjórn Francos á að hafa liðið undir lok fyrir meira en fjörutíu árum? Við þessum spurningum er ekkert einfalt svar. Spánn glímir nú við gríðarlegt pólitískt vandamál varðandi málefni Katalóníu. En Spánn virðist ekki geta tekist á við vandamálið á þá einu mögulegu leið sem nútímalýðræðisríki hafa, sem er að leysa málið á sviði stjórnmálanna. Þess í stað reyna þau að leysa málið með lögreglu og dómurum en átta sig ekki á því að það gerir vandann bara stærri. Ef áttatíu prósent nokkurrar þjóðar segjast vilja greiða atkvæði um stjórnmálalega framtíð sína í þjóðaratkvæðagreiðslu, líkt og er tilfellið í Katalóníu, geturðu ekki þóst ekki heyra ákallið. Þegar Kanada og Bretland hlustuðu á slík áköll ákváðu ríkin að semja við Quebec og Skotland um slíkar atkvæðagreiðslur. Þegar tvær milljónir Katalóna lögðu leið sína á kjörstað, líkt og gerðist þann 1. október á síðasta ári, sendirðu ekki spænska lögregluþjóna til þess að lemja á friðsælu fólki. Og ef þú vilt að ríki þitt sé álitið réttarríki sendirðu ekki saklaust fólk í fangelsi eða útlegð, líkt og gerist nú á Spáni. Þegar ég var handtekinn fyrir ári var ég sakaður um uppreisnaráróður fyrir að hafa klifrað upp á spænskan lögreglubíl (með leyfi lögregluþjónanna) og var því haldið fram að ég hefði gert það til þess að hvetja friðsamlega mótmælendur í Barcelona, sem ég var að reyna að fá til að tvístrast, til þess að beita ofbeldi. Þegar myndbönd birtust sem sýndu að ég væri að biðja mótmælendur um að fara heim breytti spænska ríkisstjórnin sökunum úr uppreisnaráróðri í uppreisn gegn spænska ríkinu. Nú er ég sakaður um að hafa hvatt fólk til þátttöku í atkvæðagreiðslu 1. október 2017 og til þess að hvetja fólk til þess að hindra för spænskra lögreglubíla á kjörstaði, þar sem þeir reyndu að stöðva atkvæðagreiðsluna með ofbeldi. Rangar sakargiftir Báðar sakargiftir eru rangar og án nokkurra sönnunargagna. Þetta er farsi. Þegar réttarhöld mín hefjast mun reynast afar erfitt að halda ákæru fyrir uppreisn á lofti. Ef ég er sakfelldur mun ég áfrýja málinu áfram til dómskerfis Evrópusambandsins. Spánn hefur nú þegar séð að hvorki Þýskaland, Bretland né Belgía hafa samþykkt evrópskar handtökuskipanir þeirra og beiðnir um framsal útlægra meðlima katalónsku héraðsstjórnarinnar, sem eru á flótta undan sambærilegum ákærum, vegna þess að dómarar þeirra ríkja sáu að ákærurnar væru án grundvallar í spænskum lögum. Er Spánn eina ríkið sem vill ekki viðurkenna að eina ofbeldið sem átti sér stað í Katalóníu var á ábyrgð þeirra eigin lögreglumanna, sem börðu á friðsamlegum kjósendum um gjörvalla Katalóníu, ofbeldi sem mátti sjá á sjónvarpsstöðvum og forsíðum dagblaða um allan heim? Er virkilega svo erfitt að skilja að kjörseðlar og kjörkassar eru ekki hættuleg vopn í lýðræðisríki? Spánn lagði leið sína niður hættulegan stíg fyrir nokkrum árum. Leið sem felst í því að þrengja að réttindum einstaklingsins og almennra mannréttinda og er þessi aðför nú komin að þolmörkum. Evrópusambandið einblínir á Pólland og Ungverjaland í tengslum við slík mál en ætti líka að horfa gagnrýnum augum á vaxandi lýðræðisvanda Spánar. Um nokkurt skeið hafa ekki einungis sjálfstæðissinnar í Katalóníu verið sóttir til saka fyrir að nýta frelsi sitt heldur hefur Spánn einnig lokað á vefsíður og dagblöð, jafnvel sakfellt listamenn og brúðuleikara fyrir listaverk sín. „Katalóníukrísan“ hefur verið of lengi í sjálfheldu. Þetta er áríðandi vandamál sem krefst pólitískrar lausnar. Sjö leiðtogar sjálfstæðishreyfingarinnar eru í útlegð, meðal annars héraðsforsetinn Carles Puigdemont, og níu okkar eru í fangelsi. Okkur er haldið án lausnar gegn tryggingu eða réttarhalda. Erlendir stjórnmálamenn úr öllum hreyfingum, friðarverðlaunahafar Nóbels, Amnesty International og Mannréttindavaktin hafa öll gagnrýnt ástandið, kallað eftir viðræðum og því að við verðum leyst úr haldi. Fyrst árangur virðist ómögulegur hjá spænsku ríkisstjórninni er kannski tími til kominn að alþjóðlegir aðilar miðli málum og Evrópusambandið eða ríkisstjórn evrópsks ríkis spili þar hlutverk. Það er einfaldlega ekki rétt að á Spáni 21. aldarinnar, eða í nokkru Evrópuríki, skuli vera til pólitískir fangar á borð við mig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Undanfarið ár hef ég verið læstur inni í fangaklefa og horft upp á himininn í gegnum rimla. Undanfarið ár hef ég einungis fengið að sjá átján mánaða gamlan son minn í nokkrar klukkustundir á hverjum mánuði. Undanfarið ár hef ég ekki fengið að hafa farsíma eða netsamband. Undanfarið ár hef ég þurft að fylgjast með fyrirtæki mínu úr fjarska. Undanfarið ár hef ég verið í haldi án möguleika á lausn gegn tryggingu, meira að segja án réttarhalda, fyrir að hafa staðið vörð um grundvallarréttindi borgara lýðræðisríkis á borð við tjáningarfrelsið og frelsi til mótmæla. Undanfarið ár hef ég verið pólitískur fangi, gísl spænsku ríkisstjórnarinnar. Ef Spánn er lýðræðisríki, hvernig er þetta þá mögulegt? Hvernig getur ríkið haldið pólitískum föngum fyrst harðstjórn Francos á að hafa liðið undir lok fyrir meira en fjörutíu árum? Við þessum spurningum er ekkert einfalt svar. Spánn glímir nú við gríðarlegt pólitískt vandamál varðandi málefni Katalóníu. En Spánn virðist ekki geta tekist á við vandamálið á þá einu mögulegu leið sem nútímalýðræðisríki hafa, sem er að leysa málið á sviði stjórnmálanna. Þess í stað reyna þau að leysa málið með lögreglu og dómurum en átta sig ekki á því að það gerir vandann bara stærri. Ef áttatíu prósent nokkurrar þjóðar segjast vilja greiða atkvæði um stjórnmálalega framtíð sína í þjóðaratkvæðagreiðslu, líkt og er tilfellið í Katalóníu, geturðu ekki þóst ekki heyra ákallið. Þegar Kanada og Bretland hlustuðu á slík áköll ákváðu ríkin að semja við Quebec og Skotland um slíkar atkvæðagreiðslur. Þegar tvær milljónir Katalóna lögðu leið sína á kjörstað, líkt og gerðist þann 1. október á síðasta ári, sendirðu ekki spænska lögregluþjóna til þess að lemja á friðsælu fólki. Og ef þú vilt að ríki þitt sé álitið réttarríki sendirðu ekki saklaust fólk í fangelsi eða útlegð, líkt og gerist nú á Spáni. Þegar ég var handtekinn fyrir ári var ég sakaður um uppreisnaráróður fyrir að hafa klifrað upp á spænskan lögreglubíl (með leyfi lögregluþjónanna) og var því haldið fram að ég hefði gert það til þess að hvetja friðsamlega mótmælendur í Barcelona, sem ég var að reyna að fá til að tvístrast, til þess að beita ofbeldi. Þegar myndbönd birtust sem sýndu að ég væri að biðja mótmælendur um að fara heim breytti spænska ríkisstjórnin sökunum úr uppreisnaráróðri í uppreisn gegn spænska ríkinu. Nú er ég sakaður um að hafa hvatt fólk til þátttöku í atkvæðagreiðslu 1. október 2017 og til þess að hvetja fólk til þess að hindra för spænskra lögreglubíla á kjörstaði, þar sem þeir reyndu að stöðva atkvæðagreiðsluna með ofbeldi. Rangar sakargiftir Báðar sakargiftir eru rangar og án nokkurra sönnunargagna. Þetta er farsi. Þegar réttarhöld mín hefjast mun reynast afar erfitt að halda ákæru fyrir uppreisn á lofti. Ef ég er sakfelldur mun ég áfrýja málinu áfram til dómskerfis Evrópusambandsins. Spánn hefur nú þegar séð að hvorki Þýskaland, Bretland né Belgía hafa samþykkt evrópskar handtökuskipanir þeirra og beiðnir um framsal útlægra meðlima katalónsku héraðsstjórnarinnar, sem eru á flótta undan sambærilegum ákærum, vegna þess að dómarar þeirra ríkja sáu að ákærurnar væru án grundvallar í spænskum lögum. Er Spánn eina ríkið sem vill ekki viðurkenna að eina ofbeldið sem átti sér stað í Katalóníu var á ábyrgð þeirra eigin lögreglumanna, sem börðu á friðsamlegum kjósendum um gjörvalla Katalóníu, ofbeldi sem mátti sjá á sjónvarpsstöðvum og forsíðum dagblaða um allan heim? Er virkilega svo erfitt að skilja að kjörseðlar og kjörkassar eru ekki hættuleg vopn í lýðræðisríki? Spánn lagði leið sína niður hættulegan stíg fyrir nokkrum árum. Leið sem felst í því að þrengja að réttindum einstaklingsins og almennra mannréttinda og er þessi aðför nú komin að þolmörkum. Evrópusambandið einblínir á Pólland og Ungverjaland í tengslum við slík mál en ætti líka að horfa gagnrýnum augum á vaxandi lýðræðisvanda Spánar. Um nokkurt skeið hafa ekki einungis sjálfstæðissinnar í Katalóníu verið sóttir til saka fyrir að nýta frelsi sitt heldur hefur Spánn einnig lokað á vefsíður og dagblöð, jafnvel sakfellt listamenn og brúðuleikara fyrir listaverk sín. „Katalóníukrísan“ hefur verið of lengi í sjálfheldu. Þetta er áríðandi vandamál sem krefst pólitískrar lausnar. Sjö leiðtogar sjálfstæðishreyfingarinnar eru í útlegð, meðal annars héraðsforsetinn Carles Puigdemont, og níu okkar eru í fangelsi. Okkur er haldið án lausnar gegn tryggingu eða réttarhalda. Erlendir stjórnmálamenn úr öllum hreyfingum, friðarverðlaunahafar Nóbels, Amnesty International og Mannréttindavaktin hafa öll gagnrýnt ástandið, kallað eftir viðræðum og því að við verðum leyst úr haldi. Fyrst árangur virðist ómögulegur hjá spænsku ríkisstjórninni er kannski tími til kominn að alþjóðlegir aðilar miðli málum og Evrópusambandið eða ríkisstjórn evrópsks ríkis spili þar hlutverk. Það er einfaldlega ekki rétt að á Spáni 21. aldarinnar, eða í nokkru Evrópuríki, skuli vera til pólitískir fangar á borð við mig.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun