Vildi bætur frá Icelandair vegna þjófnaðar á dýrum tískuvörum úr farangri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. október 2018 11:53 Farþeginn ferðaðist með Icelandair frá New York til Berlínar. Vísir/Vilhelm Icelandair þarf ekki að greiða farþega flugfélagsins bætur vegna tískuvarnings sem stolið var úr farangri farþegans á leið frá New York til Berlínar með millilendingu í Keflavík. Farþeginn kvartaði til Samgöngustofu sem úrskurðaði Icelandair í vil. RÚV greindi fyrst frá. Við komuna til Berlín fylgdi taska farþegans ekki með og kvartaði farþeginn til Samgöngustofu vegna málsins þann 5. júlí síðastliðinn. Taskan skilaði sér til eigandans degi síðar og taldi Icelandair því að málinu væri lokið. Farþeginn kvartaði hins vegar aftur til Samgöngustofu þann 26. júlí þar sem fram kom að öll verðmæti hafi vantað í töskuna þegar farþeginn fékk hana aftur í hendurnar. Í töskunni var dýr tískuvarningur en meðal þess sem hafði horfið var Hermes-armbönd, skór frá Jimmy Choo, Gucci-sólgleraugu, Fendi-jakki og Versace-snyrtiveski en samtals taldi farþeginn að virði þess sem hafi horfið hafi verið 8.646 dollarar eða um ein milljón króna á gengi dagsins í dag. Vildi farþeginn að Icelandair greiddi skaðabætur vegna verðmætanna sem hurfu. Icelandair hafnaði hins vegar bótaskyldu og vísaði til skilmála sem í gildi væru hjá flugfélaginum að ef farþegi kjósi að setja verðmæti í tösku sína sé það alfarið á hans ábyrgð. Þá hafi ekki verið sýnt fram á að umrædd verðmæti hafi verið í töskunni til þess að byrja með. Þessu mótmælti farþeginn og sagði að hann hefði útvegað flugfélaginu „staðgóða sönnun“ fyrir kröfu sinni og að Icelandair hafi ekki komið fram með sönnunargögn sem véfengi það sem farþeginn hafi haldið fram í málinu. Í niðurstöðu Samgöngustofu segir hins vegar að stofnunin hafi ekki forsendur til þess að meta hvað hafi raunverulega verið í töskunni. Því geti Samgöngustofa ekki tekið afstöðu til sönnunnar um innihald töskunnar og þeirrar upphæðar sem tjón farþegans hafi numið. Það væri hlutverk dómstóla að skera úr um slíka sönnun og var bótakröfu farþegans því hafnað.Úrskurð Samgöngustofu má lesa hér. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Icelandair þarf ekki að greiða farþega flugfélagsins bætur vegna tískuvarnings sem stolið var úr farangri farþegans á leið frá New York til Berlínar með millilendingu í Keflavík. Farþeginn kvartaði til Samgöngustofu sem úrskurðaði Icelandair í vil. RÚV greindi fyrst frá. Við komuna til Berlín fylgdi taska farþegans ekki með og kvartaði farþeginn til Samgöngustofu vegna málsins þann 5. júlí síðastliðinn. Taskan skilaði sér til eigandans degi síðar og taldi Icelandair því að málinu væri lokið. Farþeginn kvartaði hins vegar aftur til Samgöngustofu þann 26. júlí þar sem fram kom að öll verðmæti hafi vantað í töskuna þegar farþeginn fékk hana aftur í hendurnar. Í töskunni var dýr tískuvarningur en meðal þess sem hafði horfið var Hermes-armbönd, skór frá Jimmy Choo, Gucci-sólgleraugu, Fendi-jakki og Versace-snyrtiveski en samtals taldi farþeginn að virði þess sem hafi horfið hafi verið 8.646 dollarar eða um ein milljón króna á gengi dagsins í dag. Vildi farþeginn að Icelandair greiddi skaðabætur vegna verðmætanna sem hurfu. Icelandair hafnaði hins vegar bótaskyldu og vísaði til skilmála sem í gildi væru hjá flugfélaginum að ef farþegi kjósi að setja verðmæti í tösku sína sé það alfarið á hans ábyrgð. Þá hafi ekki verið sýnt fram á að umrædd verðmæti hafi verið í töskunni til þess að byrja með. Þessu mótmælti farþeginn og sagði að hann hefði útvegað flugfélaginu „staðgóða sönnun“ fyrir kröfu sinni og að Icelandair hafi ekki komið fram með sönnunargögn sem véfengi það sem farþeginn hafi haldið fram í málinu. Í niðurstöðu Samgöngustofu segir hins vegar að stofnunin hafi ekki forsendur til þess að meta hvað hafi raunverulega verið í töskunni. Því geti Samgöngustofa ekki tekið afstöðu til sönnunnar um innihald töskunnar og þeirrar upphæðar sem tjón farþegans hafi numið. Það væri hlutverk dómstóla að skera úr um slíka sönnun og var bótakröfu farþegans því hafnað.Úrskurð Samgöngustofu má lesa hér.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira