Vildi bætur frá Icelandair vegna þjófnaðar á dýrum tískuvörum úr farangri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. október 2018 11:53 Farþeginn ferðaðist með Icelandair frá New York til Berlínar. Vísir/Vilhelm Icelandair þarf ekki að greiða farþega flugfélagsins bætur vegna tískuvarnings sem stolið var úr farangri farþegans á leið frá New York til Berlínar með millilendingu í Keflavík. Farþeginn kvartaði til Samgöngustofu sem úrskurðaði Icelandair í vil. RÚV greindi fyrst frá. Við komuna til Berlín fylgdi taska farþegans ekki með og kvartaði farþeginn til Samgöngustofu vegna málsins þann 5. júlí síðastliðinn. Taskan skilaði sér til eigandans degi síðar og taldi Icelandair því að málinu væri lokið. Farþeginn kvartaði hins vegar aftur til Samgöngustofu þann 26. júlí þar sem fram kom að öll verðmæti hafi vantað í töskuna þegar farþeginn fékk hana aftur í hendurnar. Í töskunni var dýr tískuvarningur en meðal þess sem hafði horfið var Hermes-armbönd, skór frá Jimmy Choo, Gucci-sólgleraugu, Fendi-jakki og Versace-snyrtiveski en samtals taldi farþeginn að virði þess sem hafi horfið hafi verið 8.646 dollarar eða um ein milljón króna á gengi dagsins í dag. Vildi farþeginn að Icelandair greiddi skaðabætur vegna verðmætanna sem hurfu. Icelandair hafnaði hins vegar bótaskyldu og vísaði til skilmála sem í gildi væru hjá flugfélaginum að ef farþegi kjósi að setja verðmæti í tösku sína sé það alfarið á hans ábyrgð. Þá hafi ekki verið sýnt fram á að umrædd verðmæti hafi verið í töskunni til þess að byrja með. Þessu mótmælti farþeginn og sagði að hann hefði útvegað flugfélaginu „staðgóða sönnun“ fyrir kröfu sinni og að Icelandair hafi ekki komið fram með sönnunargögn sem véfengi það sem farþeginn hafi haldið fram í málinu. Í niðurstöðu Samgöngustofu segir hins vegar að stofnunin hafi ekki forsendur til þess að meta hvað hafi raunverulega verið í töskunni. Því geti Samgöngustofa ekki tekið afstöðu til sönnunnar um innihald töskunnar og þeirrar upphæðar sem tjón farþegans hafi numið. Það væri hlutverk dómstóla að skera úr um slíka sönnun og var bótakröfu farþegans því hafnað.Úrskurð Samgöngustofu má lesa hér. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Icelandair þarf ekki að greiða farþega flugfélagsins bætur vegna tískuvarnings sem stolið var úr farangri farþegans á leið frá New York til Berlínar með millilendingu í Keflavík. Farþeginn kvartaði til Samgöngustofu sem úrskurðaði Icelandair í vil. RÚV greindi fyrst frá. Við komuna til Berlín fylgdi taska farþegans ekki með og kvartaði farþeginn til Samgöngustofu vegna málsins þann 5. júlí síðastliðinn. Taskan skilaði sér til eigandans degi síðar og taldi Icelandair því að málinu væri lokið. Farþeginn kvartaði hins vegar aftur til Samgöngustofu þann 26. júlí þar sem fram kom að öll verðmæti hafi vantað í töskuna þegar farþeginn fékk hana aftur í hendurnar. Í töskunni var dýr tískuvarningur en meðal þess sem hafði horfið var Hermes-armbönd, skór frá Jimmy Choo, Gucci-sólgleraugu, Fendi-jakki og Versace-snyrtiveski en samtals taldi farþeginn að virði þess sem hafi horfið hafi verið 8.646 dollarar eða um ein milljón króna á gengi dagsins í dag. Vildi farþeginn að Icelandair greiddi skaðabætur vegna verðmætanna sem hurfu. Icelandair hafnaði hins vegar bótaskyldu og vísaði til skilmála sem í gildi væru hjá flugfélaginum að ef farþegi kjósi að setja verðmæti í tösku sína sé það alfarið á hans ábyrgð. Þá hafi ekki verið sýnt fram á að umrædd verðmæti hafi verið í töskunni til þess að byrja með. Þessu mótmælti farþeginn og sagði að hann hefði útvegað flugfélaginu „staðgóða sönnun“ fyrir kröfu sinni og að Icelandair hafi ekki komið fram með sönnunargögn sem véfengi það sem farþeginn hafi haldið fram í málinu. Í niðurstöðu Samgöngustofu segir hins vegar að stofnunin hafi ekki forsendur til þess að meta hvað hafi raunverulega verið í töskunni. Því geti Samgöngustofa ekki tekið afstöðu til sönnunnar um innihald töskunnar og þeirrar upphæðar sem tjón farþegans hafi numið. Það væri hlutverk dómstóla að skera úr um slíka sönnun og var bótakröfu farþegans því hafnað.Úrskurð Samgöngustofu má lesa hér.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira