Mafíuforinginn „Whitey“ Bulger fannst látinn Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2018 17:43 Bulger var sakfelldur fyrir morð í Massachusetts, Flórída og Oklahoma. Vísir/EPA Alræmdi mafíósinn James „Whitey“ Bulger fannst látinn í klefa sínum í alríkisfangelsi í Vestur-Virginíu í dag. Bulger hélt Boston í heljargreipum sem foringi glæpagengi og var á flótta undan yfirvöldum í hátt á annan áratug. Ábending frá íslenskri konu leiddi til handtöku hans fyrir sjö árum. Bulger, sem var 89 ára gamall, afplánaði lífstíðarfangelsi í Hazelton-hámarksöryggisfangelsinu. Hann var sakfelldur fyrir ellefu morð víða um Bandaríkin árið 2013, að því er segir í frétt NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að sumir bandarískir fjölmiðlar fullyrði að Bulger hafi verið ráðinn bani. Bulger hafði verið fluttur í fangelsið frá öðru í Flórída í dag. Í sextán ár var Bulger á meðal efstu manna á lista þeirra glæpamanna sem bandaríska alríkislögreglan FBI vildi helst handsama. Hann var handtekinn í Söntu Móniku í Kaliforníu eftir ábendingu frá Önnu Björnsdóttur, íslenskri konu, sem bjó í næsta húsi við Bulger og kærustuna hans. Fullyrt var í bandarískum fjölmiðlum á sínum tíma að Anna hefði horft á sjónvarpsþátt um Bulger og kærustu hans Christine Greig og borið kennsl á þau. Hún hafi haft samband við FBI frá Íslandi. Fyrir ábendinguna hafi hún fengið tvær milljónir dollara. Greig var sakfelld fyrir auðkennisþjófnað og að hylma yfir með flóttamanninum. Hún afplánar nú fangelsisdóm í Minnesota í Bandaríkjunum. Bulger var leiðtogi Vetrarhæðargengisins í Boston. Mál hans vakti mikla athygli vegna ásakna um að FBI hefði notað Bulger sem uppljóstrara og fyrir vikið litið fram hjá voðaverkum hans. Andlát Bandaríkin James Whitey Bulger Tengdar fréttir Birting á nafni Önnu sætir harðri gagnrýni Anna Björnsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning og leikkona, getur verið í hættu stödd eftir að bandaríska dagblaðið Boston Globe skýrði frá því að það hefði verið hún sem bar kennsl á hinn eftirlýsta glæpamann James "Whitey“ Bulger. 11. október 2011 04:15 Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00 Unnusta Bulgers í 8 ára fangelsi Cathereine Greig, unnusta James Whitey Bulgers, var dæmd í átta ára fangelsi í kvöld fyrir að aðstoða Bulger við að flýja réttvísina. 12. júní 2012 23:20 „Whitey" Bulger handtekinn í Santa Monica Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur handtekið James "Whitey" Bulger, glæpaforingja frá Boston sem hefur verið á flótta í sextán ár. Bulger var efstur á lista þeirra sem alríkislögreglan vill ná í eftir að Osama Bin Laden var drepinn í Pakistan á dögunum. 23. júní 2011 07:25 Bulger veldur titringi innan bandarísku alríkislögreglunnar Handtaka James "Whitey“ Bulger hefur valdið titringi innan bandarísku alríkislögreglunnar í ljósi þess að Bulger, sem er 81 árs gamall, var uppljóstrari lögreglunnar á sama tíma og hann var nokkurskonar glæpakóngur í Boston. 25. júní 2011 14:02 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira
Alræmdi mafíósinn James „Whitey“ Bulger fannst látinn í klefa sínum í alríkisfangelsi í Vestur-Virginíu í dag. Bulger hélt Boston í heljargreipum sem foringi glæpagengi og var á flótta undan yfirvöldum í hátt á annan áratug. Ábending frá íslenskri konu leiddi til handtöku hans fyrir sjö árum. Bulger, sem var 89 ára gamall, afplánaði lífstíðarfangelsi í Hazelton-hámarksöryggisfangelsinu. Hann var sakfelldur fyrir ellefu morð víða um Bandaríkin árið 2013, að því er segir í frétt NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að sumir bandarískir fjölmiðlar fullyrði að Bulger hafi verið ráðinn bani. Bulger hafði verið fluttur í fangelsið frá öðru í Flórída í dag. Í sextán ár var Bulger á meðal efstu manna á lista þeirra glæpamanna sem bandaríska alríkislögreglan FBI vildi helst handsama. Hann var handtekinn í Söntu Móniku í Kaliforníu eftir ábendingu frá Önnu Björnsdóttur, íslenskri konu, sem bjó í næsta húsi við Bulger og kærustuna hans. Fullyrt var í bandarískum fjölmiðlum á sínum tíma að Anna hefði horft á sjónvarpsþátt um Bulger og kærustu hans Christine Greig og borið kennsl á þau. Hún hafi haft samband við FBI frá Íslandi. Fyrir ábendinguna hafi hún fengið tvær milljónir dollara. Greig var sakfelld fyrir auðkennisþjófnað og að hylma yfir með flóttamanninum. Hún afplánar nú fangelsisdóm í Minnesota í Bandaríkjunum. Bulger var leiðtogi Vetrarhæðargengisins í Boston. Mál hans vakti mikla athygli vegna ásakna um að FBI hefði notað Bulger sem uppljóstrara og fyrir vikið litið fram hjá voðaverkum hans.
Andlát Bandaríkin James Whitey Bulger Tengdar fréttir Birting á nafni Önnu sætir harðri gagnrýni Anna Björnsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning og leikkona, getur verið í hættu stödd eftir að bandaríska dagblaðið Boston Globe skýrði frá því að það hefði verið hún sem bar kennsl á hinn eftirlýsta glæpamann James "Whitey“ Bulger. 11. október 2011 04:15 Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00 Unnusta Bulgers í 8 ára fangelsi Cathereine Greig, unnusta James Whitey Bulgers, var dæmd í átta ára fangelsi í kvöld fyrir að aðstoða Bulger við að flýja réttvísina. 12. júní 2012 23:20 „Whitey" Bulger handtekinn í Santa Monica Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur handtekið James "Whitey" Bulger, glæpaforingja frá Boston sem hefur verið á flótta í sextán ár. Bulger var efstur á lista þeirra sem alríkislögreglan vill ná í eftir að Osama Bin Laden var drepinn í Pakistan á dögunum. 23. júní 2011 07:25 Bulger veldur titringi innan bandarísku alríkislögreglunnar Handtaka James "Whitey“ Bulger hefur valdið titringi innan bandarísku alríkislögreglunnar í ljósi þess að Bulger, sem er 81 árs gamall, var uppljóstrari lögreglunnar á sama tíma og hann var nokkurskonar glæpakóngur í Boston. 25. júní 2011 14:02 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira
Birting á nafni Önnu sætir harðri gagnrýni Anna Björnsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning og leikkona, getur verið í hættu stödd eftir að bandaríska dagblaðið Boston Globe skýrði frá því að það hefði verið hún sem bar kennsl á hinn eftirlýsta glæpamann James "Whitey“ Bulger. 11. október 2011 04:15
Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00
Unnusta Bulgers í 8 ára fangelsi Cathereine Greig, unnusta James Whitey Bulgers, var dæmd í átta ára fangelsi í kvöld fyrir að aðstoða Bulger við að flýja réttvísina. 12. júní 2012 23:20
„Whitey" Bulger handtekinn í Santa Monica Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur handtekið James "Whitey" Bulger, glæpaforingja frá Boston sem hefur verið á flótta í sextán ár. Bulger var efstur á lista þeirra sem alríkislögreglan vill ná í eftir að Osama Bin Laden var drepinn í Pakistan á dögunum. 23. júní 2011 07:25
Bulger veldur titringi innan bandarísku alríkislögreglunnar Handtaka James "Whitey“ Bulger hefur valdið titringi innan bandarísku alríkislögreglunnar í ljósi þess að Bulger, sem er 81 árs gamall, var uppljóstrari lögreglunnar á sama tíma og hann var nokkurskonar glæpakóngur í Boston. 25. júní 2011 14:02