Blóðugir kjördagar í afgönsku kosningunum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. október 2018 08:45 Upphaflega átti kjörfundur aðeins að fara fram á laugardag en vegna vankanta við framkvæmd kosninganna var hann framlengdur fram á sunnudag. Myndin er tekin við kjörstað í gær. vísir/epa Þingkosningar fóru fram í Afganistan um helgina. Upphaflega átti kjörfundur aðeins að fara fram á laugardag en vegna vankanta við framkvæmd kosninganna var hann framlengdur fram á sunnudag. Tæplega níu milljónir Afgana voru á kjörskrá og gátu þeir valið milli 84 mismunandi stjórnmálaflokka. Kjörstaðir voru rúmlega fimm þúsund víðsvegar um landið og kjördeildirnar ríflega fjórfalt fleiri. Kosið var um 250 sæti í fulltrúadeild þingsins en þar af er ríflega fjórðungur frátekinn fyrir konur. Þriðjungur kjörskrárstofns voru kvenmenn. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sjö á laugardagsmorgni og stóð til að þeim yrði lokað klukkan fjögur að staðartíma sama dag. Því var hins vegar slegið á frest þar sem hnökrar voru á framkvæmd kosninganna. Kjörstjórnarmenn mættu seint til vinnu og þá virkaði rafrænt kosningakerfi ekki sem skyldi. Tíðar árásir á frambjóðendur, kjörstaði og hús sem hýstu kjörgögn settu svip sinn á kosningarnar en minnst tíu frambjóðendur týndu lífi í slíkum árásum. Þá féllu minnst átján borgarar og 25 særðust til viðbótar í árás á kjörstað í höfuðborginni Kabúl. Talsmaður innanríkisráðuneytisins sagði við fréttastofu Al Jazeera að minnst 27 hefðu farist og meira en hundrað særst á kjördag. Sextíu manns, sem grunaðir eru um að hafa reynt að svindla í kosningunum, voru handteknir. Yfirkjörstjórn landsins mun kunngjöra úrslit í síðasta lagi 20. desember en talning atkvæða tekur oft langa stund í landinu. Afganistan Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Þingkosningar fóru fram í Afganistan um helgina. Upphaflega átti kjörfundur aðeins að fara fram á laugardag en vegna vankanta við framkvæmd kosninganna var hann framlengdur fram á sunnudag. Tæplega níu milljónir Afgana voru á kjörskrá og gátu þeir valið milli 84 mismunandi stjórnmálaflokka. Kjörstaðir voru rúmlega fimm þúsund víðsvegar um landið og kjördeildirnar ríflega fjórfalt fleiri. Kosið var um 250 sæti í fulltrúadeild þingsins en þar af er ríflega fjórðungur frátekinn fyrir konur. Þriðjungur kjörskrárstofns voru kvenmenn. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sjö á laugardagsmorgni og stóð til að þeim yrði lokað klukkan fjögur að staðartíma sama dag. Því var hins vegar slegið á frest þar sem hnökrar voru á framkvæmd kosninganna. Kjörstjórnarmenn mættu seint til vinnu og þá virkaði rafrænt kosningakerfi ekki sem skyldi. Tíðar árásir á frambjóðendur, kjörstaði og hús sem hýstu kjörgögn settu svip sinn á kosningarnar en minnst tíu frambjóðendur týndu lífi í slíkum árásum. Þá féllu minnst átján borgarar og 25 særðust til viðbótar í árás á kjörstað í höfuðborginni Kabúl. Talsmaður innanríkisráðuneytisins sagði við fréttastofu Al Jazeera að minnst 27 hefðu farist og meira en hundrað særst á kjördag. Sextíu manns, sem grunaðir eru um að hafa reynt að svindla í kosningunum, voru handteknir. Yfirkjörstjórn landsins mun kunngjöra úrslit í síðasta lagi 20. desember en talning atkvæða tekur oft langa stund í landinu.
Afganistan Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira