Blóðugir kjördagar í afgönsku kosningunum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. október 2018 08:45 Upphaflega átti kjörfundur aðeins að fara fram á laugardag en vegna vankanta við framkvæmd kosninganna var hann framlengdur fram á sunnudag. Myndin er tekin við kjörstað í gær. vísir/epa Þingkosningar fóru fram í Afganistan um helgina. Upphaflega átti kjörfundur aðeins að fara fram á laugardag en vegna vankanta við framkvæmd kosninganna var hann framlengdur fram á sunnudag. Tæplega níu milljónir Afgana voru á kjörskrá og gátu þeir valið milli 84 mismunandi stjórnmálaflokka. Kjörstaðir voru rúmlega fimm þúsund víðsvegar um landið og kjördeildirnar ríflega fjórfalt fleiri. Kosið var um 250 sæti í fulltrúadeild þingsins en þar af er ríflega fjórðungur frátekinn fyrir konur. Þriðjungur kjörskrárstofns voru kvenmenn. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sjö á laugardagsmorgni og stóð til að þeim yrði lokað klukkan fjögur að staðartíma sama dag. Því var hins vegar slegið á frest þar sem hnökrar voru á framkvæmd kosninganna. Kjörstjórnarmenn mættu seint til vinnu og þá virkaði rafrænt kosningakerfi ekki sem skyldi. Tíðar árásir á frambjóðendur, kjörstaði og hús sem hýstu kjörgögn settu svip sinn á kosningarnar en minnst tíu frambjóðendur týndu lífi í slíkum árásum. Þá féllu minnst átján borgarar og 25 særðust til viðbótar í árás á kjörstað í höfuðborginni Kabúl. Talsmaður innanríkisráðuneytisins sagði við fréttastofu Al Jazeera að minnst 27 hefðu farist og meira en hundrað særst á kjördag. Sextíu manns, sem grunaðir eru um að hafa reynt að svindla í kosningunum, voru handteknir. Yfirkjörstjórn landsins mun kunngjöra úrslit í síðasta lagi 20. desember en talning atkvæða tekur oft langa stund í landinu. Afganistan Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Sjá meira
Þingkosningar fóru fram í Afganistan um helgina. Upphaflega átti kjörfundur aðeins að fara fram á laugardag en vegna vankanta við framkvæmd kosninganna var hann framlengdur fram á sunnudag. Tæplega níu milljónir Afgana voru á kjörskrá og gátu þeir valið milli 84 mismunandi stjórnmálaflokka. Kjörstaðir voru rúmlega fimm þúsund víðsvegar um landið og kjördeildirnar ríflega fjórfalt fleiri. Kosið var um 250 sæti í fulltrúadeild þingsins en þar af er ríflega fjórðungur frátekinn fyrir konur. Þriðjungur kjörskrárstofns voru kvenmenn. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sjö á laugardagsmorgni og stóð til að þeim yrði lokað klukkan fjögur að staðartíma sama dag. Því var hins vegar slegið á frest þar sem hnökrar voru á framkvæmd kosninganna. Kjörstjórnarmenn mættu seint til vinnu og þá virkaði rafrænt kosningakerfi ekki sem skyldi. Tíðar árásir á frambjóðendur, kjörstaði og hús sem hýstu kjörgögn settu svip sinn á kosningarnar en minnst tíu frambjóðendur týndu lífi í slíkum árásum. Þá féllu minnst átján borgarar og 25 særðust til viðbótar í árás á kjörstað í höfuðborginni Kabúl. Talsmaður innanríkisráðuneytisins sagði við fréttastofu Al Jazeera að minnst 27 hefðu farist og meira en hundrað særst á kjördag. Sextíu manns, sem grunaðir eru um að hafa reynt að svindla í kosningunum, voru handteknir. Yfirkjörstjórn landsins mun kunngjöra úrslit í síðasta lagi 20. desember en talning atkvæða tekur oft langa stund í landinu.
Afganistan Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Sjá meira