Banaslys á Grindavíkurvegi: Undir áhrifum áfengis og svefnlyfja og ekki í bílbelti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. október 2018 10:23 Myndin er fengin úr skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið. Myndin sýnir för frá vinstri þar sem bifreiðin rennur í snjónum og í framhaldi för eftir bílinn þar sem hann er byrjaður að velta. Rauði hringurinn sýnir hvar bíllinn stöðvaðist. Kona sem lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í mars í fyrra var undir áhrifum áfengis og svefnlyfja þegar slysið varð. Þá var hún ekki í bílbelti auk þess sem bíllinn sem hún ók var ekki í ökuhæfu ástandi vegna ástands hemlabúnaðar. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslysið. Í samantekt skýrslunnar segir að þann 5. mars í fyrra hafi bíl af tegundunni Toyota Avensis verið ekið suður Grindavíkurveg. Missti konan, ökumaður bílsins, stjórn á honum með þeim afleiðingum að bifreiðin lenti utan vegar og valt. Konan var ekki í bílbelti og kastaðist út úr bílnum. Lést hún af völdum fjöláverka. Engin vitni voru að slysinu en það var um klukkan tvö um nótt sem vegfarendur sem fóru um Grindavíkurveg tóku eftir óvenjulegum hjólförum eftir bíl á veginum. Við nánari skoðun sáu þeir Toyota- bifreiðina þar sem hún hafði hafnað utan vegar.Byrjaði að snúast rangsælis á veginum miðað við akstursstefnu Bentu ummerki á vettvangi til þess að ökumaðurinn hefði misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann byrjaði að snúast rangsælis miðað við akstursstefnu. „Hjólför í snjó meðfram akbrautinni og á veginum gáfu til kynna að hægra afturhjól bifreiðarinnar hafi farið út fyrir veginn hægra megin miðað við akstursstefnu á meðan bifreiðin var í snúningi. Bifreiðin var síðan komin í um 90° hliðarskrið þegar hún fór útaf veginum vinstra megin þar sem hún rann nokkra metra í snjó utan við veginn áður en hún valt nokkrum sinnum,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Eins og áður segir var ökumaður bílsins undir áhrifum áfengis þegar slysið varð. Í ábendingu frá rannsóknarnefndinni í skýrslunni er þess getið að undanfarin ár hafi ölvunarakstur verið algeng orsök banaslysa í umferðinni. Segir í ábendingunni að áfengismagn í blóði þurfi ekki að vera mikið til þess að áhrifin skerði einbeitingu þess sem er undir áhrifum, sjónsvið minnkar og fjarlægðarskyn versnar. „Eftir því sem ölvun eykst, lengist viðbragðstími og hreyfistjórnun og rökvísi skerðast. Ökumaðurinn í þessu slysi var einnig undir áhrifum svefnlyfs. Áfengi og svefnlyfið geta aukið slævandi og miðtaugakerfisbælandi áhrif hvors annars. Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar fyrri ábendingar um ölvunarakstur. Ökumenn sem setjast ölvaðir undir stýri skapa öðrum og sjálfum sér mikla hættu. Akstur eftir áfengisdrykkju eykur líkur á alvarlegum slysum og brýnt að allir séu á varðbergi gagnvart þessari hættu,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem lesa má í heild sinni hér. Grindavík Samgöngur Tengdar fréttir Banaslys á Grindavíkurvegi Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt og hafnaði utanvegar. 5. mars 2017 10:50 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Kona sem lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í mars í fyrra var undir áhrifum áfengis og svefnlyfja þegar slysið varð. Þá var hún ekki í bílbelti auk þess sem bíllinn sem hún ók var ekki í ökuhæfu ástandi vegna ástands hemlabúnaðar. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslysið. Í samantekt skýrslunnar segir að þann 5. mars í fyrra hafi bíl af tegundunni Toyota Avensis verið ekið suður Grindavíkurveg. Missti konan, ökumaður bílsins, stjórn á honum með þeim afleiðingum að bifreiðin lenti utan vegar og valt. Konan var ekki í bílbelti og kastaðist út úr bílnum. Lést hún af völdum fjöláverka. Engin vitni voru að slysinu en það var um klukkan tvö um nótt sem vegfarendur sem fóru um Grindavíkurveg tóku eftir óvenjulegum hjólförum eftir bíl á veginum. Við nánari skoðun sáu þeir Toyota- bifreiðina þar sem hún hafði hafnað utan vegar.Byrjaði að snúast rangsælis á veginum miðað við akstursstefnu Bentu ummerki á vettvangi til þess að ökumaðurinn hefði misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann byrjaði að snúast rangsælis miðað við akstursstefnu. „Hjólför í snjó meðfram akbrautinni og á veginum gáfu til kynna að hægra afturhjól bifreiðarinnar hafi farið út fyrir veginn hægra megin miðað við akstursstefnu á meðan bifreiðin var í snúningi. Bifreiðin var síðan komin í um 90° hliðarskrið þegar hún fór útaf veginum vinstra megin þar sem hún rann nokkra metra í snjó utan við veginn áður en hún valt nokkrum sinnum,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Eins og áður segir var ökumaður bílsins undir áhrifum áfengis þegar slysið varð. Í ábendingu frá rannsóknarnefndinni í skýrslunni er þess getið að undanfarin ár hafi ölvunarakstur verið algeng orsök banaslysa í umferðinni. Segir í ábendingunni að áfengismagn í blóði þurfi ekki að vera mikið til þess að áhrifin skerði einbeitingu þess sem er undir áhrifum, sjónsvið minnkar og fjarlægðarskyn versnar. „Eftir því sem ölvun eykst, lengist viðbragðstími og hreyfistjórnun og rökvísi skerðast. Ökumaðurinn í þessu slysi var einnig undir áhrifum svefnlyfs. Áfengi og svefnlyfið geta aukið slævandi og miðtaugakerfisbælandi áhrif hvors annars. Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar fyrri ábendingar um ölvunarakstur. Ökumenn sem setjast ölvaðir undir stýri skapa öðrum og sjálfum sér mikla hættu. Akstur eftir áfengisdrykkju eykur líkur á alvarlegum slysum og brýnt að allir séu á varðbergi gagnvart þessari hættu,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem lesa má í heild sinni hér.
Grindavík Samgöngur Tengdar fréttir Banaslys á Grindavíkurvegi Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt og hafnaði utanvegar. 5. mars 2017 10:50 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Banaslys á Grindavíkurvegi Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt og hafnaði utanvegar. 5. mars 2017 10:50