Landlæknir veltir upp sérstökum úrræðum í heilsuþjónustu fyrir karla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. október 2018 13:18 Alma D. Möller landlæknir. Vísir/Baldur Við verðum að hafa vilja og þor til að prófa nýjar leiðir við veitingu heilbrigðisþjónustu. Þetta segir Alma D. Möller landlæknir í pistli á heimasíðu embættisins. Tilefnið er tilraunaverkefni velferðarráðherra er snýr að sérstakri heilsumóttöku fyrir konur. Hún veltir því upp hvort ekki sé sömuleiðis tilefni fyrir sérstökum úrræðum fyrir karlmenn. Á heilsumóttöku fyrir konur á að sinna sértækum heilbrigðisvandamálum kvenna auk ráðgjafar, þar á meðal til kvenna sem eru í viðkvæmri stöðu. Segir Alma að skilja megi verkefnið þannig að ljósmæður verði lykilaðilar í þessari móttöku en vitað sé að slík starfsemi hefur gefist vel víða erlendis. Alma bendir á að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hafi vakið athygli á mismun á heilsu og þörfum kynja (e. gender sensitive health). „Þannig er nú viðurkennt að heilsufarsvandamál karla og kvenna eru að hluta mismunandi og að sértæk nálgun geti bætt heilbrigði. Ástæðurnar eru flóknar og geta skýrst af genum, mismunandi hlutverkum, hegðun og ímynd. Talið er brýnt að rannsaka og þróa þekkinguna frekar þannig að heilbrigðisþjónustan geti brugðist við með sértækari hætti en nú er.“Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, í Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar.VelferðarráðuneytiðSóknarfæri í tilfærslu starfa Alma segir fjölmargar áskoranir framundan í heilbrigðisþjónustunni og þurfi að bregðast við með víðtækum og fjölbreyttum aðgerðum. „Ein þeirra er að leita sífellt nýrra leiða í veitingu þjónustu og önnur er svokölluð tilfærsla eða útvíkkun starfa (e. task shift) þar sem kraftar og þekking hverrar starfsstéttar er nýtt á sem bestan hátt. Undirritaðri virðist þetta verkefni snúast um þetta tvennt og er ekkert nema gott um það að segja.“ Hún telur líklegt að sóknarfæri séu í tilfærslu og útvíkkun starfa og að slíkt geti aukið skilvirkni þjónustu. Þar þurfi allar starfsstéttir að hafa opinn hug. „Hins vegar er mikilvægt að víðtæk umræða fari fram við þær starfsstéttir er mál varða hverju sinni. Einungis þannig næst sú sátt sem nauðsynleg er til að verkefni þróist á sem farsælastan hátt, skjólstæðingum sem og starfsfólki til hagsbóta. Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar er vel treystandi til að útfæra þetta verkefni sem augljóslega þarf að verða í sátt, samstarfi og teymisvinnu ljósmæðra, heilsugæslulækna og kvensjúkdómalækna.“ Landlæknir telur ekki síður mikilvægt að huga sérstaklega að heilsu karla.Ljósmæður sinna í dag mæðravernd innan heilsugæslunnar en með nýrri móttöku fyrir konur yrði hlutverk þeirra víkkað út.vísir/vilhelmKarlar lifa skemur „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin vakti nýverið athygli á sértækum heilbrigðisvandamálum karla með birtingu skýrslu sem tekur til Evrópulanda. Þekkt er að karlar lifa skemur en konur og er munurinn umtalsverður víða um álfuna. Hér á landi er munurinn 3,4 ár sem er minni en í flestum öðrum löndum og hefur heldur dregið saman með kynjunum.“ Alma segir marga mælikvarða sem lagðir eru á heilsu verri hjá körlum en konum. Þá sé tíðni margra sjúkdóma hærri hjá þeim, en fyrir því liggi margar orsakir. „Almennt séð reykja karlar meira, neyta meira áfengis, borða óhollari mat, sýna meiri ofbeldishegðun, eru líklegri til að fremja sjálfsvíg og verða oftar fyrir slysum. Þá búa þeir við meiri tilfinningalega einangrun og geðræn vandamál þeirra greinast síður. Auk þess hafa þeir sérstök vandamál er tengjast kyn- og þvagfærum sem oft eru flókin.“ Þá sé einnig þekkt að karlar leiti síður eftir heilbrigðisþjónustu en konur og eigi það einnig við um sálfélagslegan stuðning. „Okkur skortir meiri þekkingu á þörfum karla og hvernig hægt væri að ná betur til þeirra. Því má spyrja sig samtímis því sem hugað er að sérstaka móttöku fyrir konur hvort tilefni er til að þróa mótsvarandi þjónustu fyrir karla. Það gæti sömuleiðis verið verðugt verkefni fyrir Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar að huga að því og er þessi pistill birtur til umhugsunar.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stefnt að opnun heilsugæslu fyrir konur Heilbrigðisráðherra stefnir að opnun sérstakrar heilsugæslu fyrir konur sem allra fyrst. Ljósmæður myndu sjá um starfsemina og er hugsunin að nýta betur sérþekkingu þeirra. 16. október 2018 21:00 Skilja ekkert í plönum ráðherra um heilsugæslu ljósmæðra fyrir konur Hugmyndir heilbrigðisráðherra um opnun sérstakrar heilsugæslu fyrir konur sem allra fyrst mælast misjafnlega fyrir hjá læknum. Heilsugæslan yrði eingöngu mönnuð af ljósmæðrum. 17. október 2018 08:49 Segir það eðlilegt skref fram á við að opna heilsugæslu fyrir konur Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir það eðlilegt skref fram á við að opna sérstaka heilsugæslu fyrir konur. Vísar hún í leiðbeiningar WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, þess efnis nýta eigi betur starfskrafta annarra menntaðra stétta í heilbrigðiskerfinu en lækna, til dæmis ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga. 17. október 2018 13:45 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira
Við verðum að hafa vilja og þor til að prófa nýjar leiðir við veitingu heilbrigðisþjónustu. Þetta segir Alma D. Möller landlæknir í pistli á heimasíðu embættisins. Tilefnið er tilraunaverkefni velferðarráðherra er snýr að sérstakri heilsumóttöku fyrir konur. Hún veltir því upp hvort ekki sé sömuleiðis tilefni fyrir sérstökum úrræðum fyrir karlmenn. Á heilsumóttöku fyrir konur á að sinna sértækum heilbrigðisvandamálum kvenna auk ráðgjafar, þar á meðal til kvenna sem eru í viðkvæmri stöðu. Segir Alma að skilja megi verkefnið þannig að ljósmæður verði lykilaðilar í þessari móttöku en vitað sé að slík starfsemi hefur gefist vel víða erlendis. Alma bendir á að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hafi vakið athygli á mismun á heilsu og þörfum kynja (e. gender sensitive health). „Þannig er nú viðurkennt að heilsufarsvandamál karla og kvenna eru að hluta mismunandi og að sértæk nálgun geti bætt heilbrigði. Ástæðurnar eru flóknar og geta skýrst af genum, mismunandi hlutverkum, hegðun og ímynd. Talið er brýnt að rannsaka og þróa þekkinguna frekar þannig að heilbrigðisþjónustan geti brugðist við með sértækari hætti en nú er.“Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, í Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar.VelferðarráðuneytiðSóknarfæri í tilfærslu starfa Alma segir fjölmargar áskoranir framundan í heilbrigðisþjónustunni og þurfi að bregðast við með víðtækum og fjölbreyttum aðgerðum. „Ein þeirra er að leita sífellt nýrra leiða í veitingu þjónustu og önnur er svokölluð tilfærsla eða útvíkkun starfa (e. task shift) þar sem kraftar og þekking hverrar starfsstéttar er nýtt á sem bestan hátt. Undirritaðri virðist þetta verkefni snúast um þetta tvennt og er ekkert nema gott um það að segja.“ Hún telur líklegt að sóknarfæri séu í tilfærslu og útvíkkun starfa og að slíkt geti aukið skilvirkni þjónustu. Þar þurfi allar starfsstéttir að hafa opinn hug. „Hins vegar er mikilvægt að víðtæk umræða fari fram við þær starfsstéttir er mál varða hverju sinni. Einungis þannig næst sú sátt sem nauðsynleg er til að verkefni þróist á sem farsælastan hátt, skjólstæðingum sem og starfsfólki til hagsbóta. Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar er vel treystandi til að útfæra þetta verkefni sem augljóslega þarf að verða í sátt, samstarfi og teymisvinnu ljósmæðra, heilsugæslulækna og kvensjúkdómalækna.“ Landlæknir telur ekki síður mikilvægt að huga sérstaklega að heilsu karla.Ljósmæður sinna í dag mæðravernd innan heilsugæslunnar en með nýrri móttöku fyrir konur yrði hlutverk þeirra víkkað út.vísir/vilhelmKarlar lifa skemur „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin vakti nýverið athygli á sértækum heilbrigðisvandamálum karla með birtingu skýrslu sem tekur til Evrópulanda. Þekkt er að karlar lifa skemur en konur og er munurinn umtalsverður víða um álfuna. Hér á landi er munurinn 3,4 ár sem er minni en í flestum öðrum löndum og hefur heldur dregið saman með kynjunum.“ Alma segir marga mælikvarða sem lagðir eru á heilsu verri hjá körlum en konum. Þá sé tíðni margra sjúkdóma hærri hjá þeim, en fyrir því liggi margar orsakir. „Almennt séð reykja karlar meira, neyta meira áfengis, borða óhollari mat, sýna meiri ofbeldishegðun, eru líklegri til að fremja sjálfsvíg og verða oftar fyrir slysum. Þá búa þeir við meiri tilfinningalega einangrun og geðræn vandamál þeirra greinast síður. Auk þess hafa þeir sérstök vandamál er tengjast kyn- og þvagfærum sem oft eru flókin.“ Þá sé einnig þekkt að karlar leiti síður eftir heilbrigðisþjónustu en konur og eigi það einnig við um sálfélagslegan stuðning. „Okkur skortir meiri þekkingu á þörfum karla og hvernig hægt væri að ná betur til þeirra. Því má spyrja sig samtímis því sem hugað er að sérstaka móttöku fyrir konur hvort tilefni er til að þróa mótsvarandi þjónustu fyrir karla. Það gæti sömuleiðis verið verðugt verkefni fyrir Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar að huga að því og er þessi pistill birtur til umhugsunar.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stefnt að opnun heilsugæslu fyrir konur Heilbrigðisráðherra stefnir að opnun sérstakrar heilsugæslu fyrir konur sem allra fyrst. Ljósmæður myndu sjá um starfsemina og er hugsunin að nýta betur sérþekkingu þeirra. 16. október 2018 21:00 Skilja ekkert í plönum ráðherra um heilsugæslu ljósmæðra fyrir konur Hugmyndir heilbrigðisráðherra um opnun sérstakrar heilsugæslu fyrir konur sem allra fyrst mælast misjafnlega fyrir hjá læknum. Heilsugæslan yrði eingöngu mönnuð af ljósmæðrum. 17. október 2018 08:49 Segir það eðlilegt skref fram á við að opna heilsugæslu fyrir konur Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir það eðlilegt skref fram á við að opna sérstaka heilsugæslu fyrir konur. Vísar hún í leiðbeiningar WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, þess efnis nýta eigi betur starfskrafta annarra menntaðra stétta í heilbrigðiskerfinu en lækna, til dæmis ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga. 17. október 2018 13:45 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira
Stefnt að opnun heilsugæslu fyrir konur Heilbrigðisráðherra stefnir að opnun sérstakrar heilsugæslu fyrir konur sem allra fyrst. Ljósmæður myndu sjá um starfsemina og er hugsunin að nýta betur sérþekkingu þeirra. 16. október 2018 21:00
Skilja ekkert í plönum ráðherra um heilsugæslu ljósmæðra fyrir konur Hugmyndir heilbrigðisráðherra um opnun sérstakrar heilsugæslu fyrir konur sem allra fyrst mælast misjafnlega fyrir hjá læknum. Heilsugæslan yrði eingöngu mönnuð af ljósmæðrum. 17. október 2018 08:49
Segir það eðlilegt skref fram á við að opna heilsugæslu fyrir konur Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir það eðlilegt skref fram á við að opna sérstaka heilsugæslu fyrir konur. Vísar hún í leiðbeiningar WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, þess efnis nýta eigi betur starfskrafta annarra menntaðra stétta í heilbrigðiskerfinu en lækna, til dæmis ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga. 17. október 2018 13:45