Bandaríkjaforseti ítrekar hótanir gegn Mið-Ameríkuríkjum Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2018 13:46 Förufólkið hefur farið fótgangandi frá Hondúras norður til Mexíkó. Það er sagt flýja blóðuga glæpaöldu og fátækt í heimalandinu. Vísir/EPA Hópur flóttafólks frá Mið-Ameríku sem stefnir á Bandaríkjunum heldur áfram að æsa upp Donald Trump Bandaríkjaforseta. Í röð tísta í morgun ítrekaði Trump fyrri hótanir sínar um að hætta fjárhagslegri aðstoð við Hondúras, Gvatemala og El Salvador vegna hópsins sem forsetinn telur valda „neyðarástandi“ í Bandaríkjunum. Fréttir af um þúsund manna hópi flóttafólks frá Hondúras á ferð norður eftir Mið-Ameríku og Mexíkó í átt að Bandaríkjunum urðu Trump tilefni til að hafa í hótunum við nágrannaríkin í síðustu viku. Forsetinn hótaði meðal annars að senda herinn að suðurlandamærunum og loka þeim jafnvel alveg til að koma í veg fyrir að hópurinn kæmi til landsins. Síðan þá hefur Trump ítrekað tíst og rætt um flóttafólkið. Trump hélt áfram að tísta um hópinn í morgun og úthrópa yfirvöld í Mexíkó og Miðameríkulöndunum fyrir að hefta ekki för hans. Kenndi hann demókrötum um að hópurinn stefni á Bandaríkin og fullyrti án nokkurs snefils af sönnunum að í hópnum leynist „Miðausturlendingar“. „Því miður þá lítur út fyrir að lögregla og her Mexíkó hafi ekki tekist að stöðva för hópsins að suðurlandamærum Bandaríkjanna. Ég hef látið landamæraeftirlitið og herinn vita af því að þetta er þjóðarneyðarástand,“ tísti forsetinn.Sadly, it looks like Mexico's Police and Military are unable to stop the Caravan heading to the Southern Border of the United States. Criminals and unknown Middle Easterners are mixed in. I have alerted Border Patrol and Military that this is a National Emergy. Must change laws!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 22, 2018 Fullyrti hann að ríkisstjórn sín hæfist nú handa við að stöðva eða draga verulega úr fjárhagslegri aðstoð við Hondúras, Gvatemala og El Salvador vegna hópsins. AP-fréttastofan segir að Bandaríkjastjórn hafi veitt ríkjunum samanlagt um 500 milljónir dollara í fyrra. Embættismenn Hvíta hússins, landamæraeftirlitsins eða varnarmálaráðuneytisins, hafa ekki enn brugðist við fullyrðingum forsetans, að sögn AP og Reuters.Guatemala, Honduras and El Salvador were not able to do the job of stopping people from leaving their country and coming illegally to the U.S. We will now begin cutting off, or substantially reducing, the massive foreign aid routinely given to them.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 22, 2018 Bandaríkin Donald Trump Gvatemala Mexíkó Tengdar fréttir Um fimm þúsund flóttamenn við landamæri Mexíkó Þúsundir hondúrskra flóttamanna eru nú við landamæri Mexíkó og Gvatemala þar sem þeir freista þess að komast inn í Mexíkó og halda áfram för sinni frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. 21. október 2018 19:07 Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Hópur flóttafólks frá Mið-Ameríku sem stefnir á Bandaríkjunum heldur áfram að æsa upp Donald Trump Bandaríkjaforseta. Í röð tísta í morgun ítrekaði Trump fyrri hótanir sínar um að hætta fjárhagslegri aðstoð við Hondúras, Gvatemala og El Salvador vegna hópsins sem forsetinn telur valda „neyðarástandi“ í Bandaríkjunum. Fréttir af um þúsund manna hópi flóttafólks frá Hondúras á ferð norður eftir Mið-Ameríku og Mexíkó í átt að Bandaríkjunum urðu Trump tilefni til að hafa í hótunum við nágrannaríkin í síðustu viku. Forsetinn hótaði meðal annars að senda herinn að suðurlandamærunum og loka þeim jafnvel alveg til að koma í veg fyrir að hópurinn kæmi til landsins. Síðan þá hefur Trump ítrekað tíst og rætt um flóttafólkið. Trump hélt áfram að tísta um hópinn í morgun og úthrópa yfirvöld í Mexíkó og Miðameríkulöndunum fyrir að hefta ekki för hans. Kenndi hann demókrötum um að hópurinn stefni á Bandaríkin og fullyrti án nokkurs snefils af sönnunum að í hópnum leynist „Miðausturlendingar“. „Því miður þá lítur út fyrir að lögregla og her Mexíkó hafi ekki tekist að stöðva för hópsins að suðurlandamærum Bandaríkjanna. Ég hef látið landamæraeftirlitið og herinn vita af því að þetta er þjóðarneyðarástand,“ tísti forsetinn.Sadly, it looks like Mexico's Police and Military are unable to stop the Caravan heading to the Southern Border of the United States. Criminals and unknown Middle Easterners are mixed in. I have alerted Border Patrol and Military that this is a National Emergy. Must change laws!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 22, 2018 Fullyrti hann að ríkisstjórn sín hæfist nú handa við að stöðva eða draga verulega úr fjárhagslegri aðstoð við Hondúras, Gvatemala og El Salvador vegna hópsins. AP-fréttastofan segir að Bandaríkjastjórn hafi veitt ríkjunum samanlagt um 500 milljónir dollara í fyrra. Embættismenn Hvíta hússins, landamæraeftirlitsins eða varnarmálaráðuneytisins, hafa ekki enn brugðist við fullyrðingum forsetans, að sögn AP og Reuters.Guatemala, Honduras and El Salvador were not able to do the job of stopping people from leaving their country and coming illegally to the U.S. We will now begin cutting off, or substantially reducing, the massive foreign aid routinely given to them.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 22, 2018
Bandaríkin Donald Trump Gvatemala Mexíkó Tengdar fréttir Um fimm þúsund flóttamenn við landamæri Mexíkó Þúsundir hondúrskra flóttamanna eru nú við landamæri Mexíkó og Gvatemala þar sem þeir freista þess að komast inn í Mexíkó og halda áfram för sinni frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. 21. október 2018 19:07 Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Um fimm þúsund flóttamenn við landamæri Mexíkó Þúsundir hondúrskra flóttamanna eru nú við landamæri Mexíkó og Gvatemala þar sem þeir freista þess að komast inn í Mexíkó og halda áfram för sinni frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. 21. október 2018 19:07
Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44