Fótbolti

Andri Rúnar á skotskónum og Helsingborg með annan fótinn í úrvalsdeildina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Andri Rúnar fagna marki sínu í kvöld.
Andri Rúnar fagna marki sínu í kvöld. mynd/fésbókarsíða helsingborgar
Andri Rúnar Bjarnason skoraði mark Helsingborg er liðið gerði 1-1 jafntefli við Halmstads í sænsku B-deildinni í knattspyrnu í dag.

Andri jafnaði metin á 61. mínútu eftir að Halmstads hafði komist yfir fjórum mínútum áður en Andri Rúnar spilaði allan leikinn fyrir Helsingborg. Lokatölur 1-1.

Eftir jafnteflið er Helsinborg komið langleiðina upp í úrvalsdeildina í Svíþjóð. Efstu tvö liðin fara beint upp í efstu deild.

Helsingborg er nú á toppnum með átta stiga forskot á liðið í þriðja sæti er þrjár umferðir eru eftir svo það þarf mikið að ganga á svo þeir klúðri þessu.

Tryggvi Rafn Haraldsson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu fyrir Halmstad og Höskuldur Gunnlaugsson sjö minútum síðar. Halmstads er í fjórða sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×