Trump og Pútín stefna á fund í París Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2018 23:23 Frá fundi Trump og Pútín í Helsinki. Getty/Chris McGrath Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, ætla sér að funda í Frakklandi í næsta mánuði. Ríkin tvö eiga nú í deilum vegna samkomulags um kjarnorkuvopn sem Trump hefur sagt að Bandaríkin ætli að rifta. Áætlað er að fundur forsetanna fari fram þann 11. nóvember en þá verða þeir báðir í París vegna aldarafmælis fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þeir hittust síðast í Helsinki í Finnlandi í júlí en sá fundur vakti mikla athygli þar sem Trump gróf undan niðurstöðum eigin stjórnvalda vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum 2016. Gagnrýnendur Trump sögðu hann hafa verið undirlægju Pútín og að endingu sagði Trump að hann hefði mismælt sig. Í kjölfar þessa fundar bauð Trump Pútín til Washington. Pútín svaraði og sagðist tilbúinn til að ferðast til Washington en bauð Trump þó að koma í staðinn til Moskvu. Trump sagði við blaðamenn í kvöld að fundurinn í París væri enn ekki staðfestur en að öllum líkindum yrði af honum.Vilja nýtt samkomulag John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, er nú staddur í Moskvu og fór fundarboðið í gegnum hann. Bolton hefur verið að ræða við rússneska embættismenn um kjarnorkuvopnasamkomulagið sem Trump vill rifta.Sjá einnig: Ætlar að byggja upp kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna þar til aðrir „ná áttum“ Trump hefur sagt að Rússar séu að brjóta gegn samkomulaginu og hann vilji gera nýtt við bæði Rússa og Kína, sem er ekki aðili að gamla samkomulaginu. Kínverjar geta því þróað nýjar meðaldrægar eldflaugar, sem búa má kjarnaoddum, að vild. Verði ekki gert nýtt samkomulag segir Trump að Bandaríkin muni byggja upp vopnabúr sín á nýjan leik. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið segja Rússa hafa þróað nýjar meðaldrægar eldflaugar sem geri þeim kleift að gera kjarnorkuárásir á Evrópu með mjög skömmum fyrirvara. Eldflaugarnar sem kallast Novator 9M729 eða SSC-8, brjóti gegn samkomulaginu. Bandaríkin Donald Trump Finnland Norðurlönd Rússland Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, ætla sér að funda í Frakklandi í næsta mánuði. Ríkin tvö eiga nú í deilum vegna samkomulags um kjarnorkuvopn sem Trump hefur sagt að Bandaríkin ætli að rifta. Áætlað er að fundur forsetanna fari fram þann 11. nóvember en þá verða þeir báðir í París vegna aldarafmælis fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þeir hittust síðast í Helsinki í Finnlandi í júlí en sá fundur vakti mikla athygli þar sem Trump gróf undan niðurstöðum eigin stjórnvalda vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum 2016. Gagnrýnendur Trump sögðu hann hafa verið undirlægju Pútín og að endingu sagði Trump að hann hefði mismælt sig. Í kjölfar þessa fundar bauð Trump Pútín til Washington. Pútín svaraði og sagðist tilbúinn til að ferðast til Washington en bauð Trump þó að koma í staðinn til Moskvu. Trump sagði við blaðamenn í kvöld að fundurinn í París væri enn ekki staðfestur en að öllum líkindum yrði af honum.Vilja nýtt samkomulag John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, er nú staddur í Moskvu og fór fundarboðið í gegnum hann. Bolton hefur verið að ræða við rússneska embættismenn um kjarnorkuvopnasamkomulagið sem Trump vill rifta.Sjá einnig: Ætlar að byggja upp kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna þar til aðrir „ná áttum“ Trump hefur sagt að Rússar séu að brjóta gegn samkomulaginu og hann vilji gera nýtt við bæði Rússa og Kína, sem er ekki aðili að gamla samkomulaginu. Kínverjar geta því þróað nýjar meðaldrægar eldflaugar, sem búa má kjarnaoddum, að vild. Verði ekki gert nýtt samkomulag segir Trump að Bandaríkin muni byggja upp vopnabúr sín á nýjan leik. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið segja Rússa hafa þróað nýjar meðaldrægar eldflaugar sem geri þeim kleift að gera kjarnorkuárásir á Evrópu með mjög skömmum fyrirvara. Eldflaugarnar sem kallast Novator 9M729 eða SSC-8, brjóti gegn samkomulaginu.
Bandaríkin Donald Trump Finnland Norðurlönd Rússland Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Sjá meira