Senda hermenn að landamærunum að Mexíkó Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2018 16:50 Förufólkið frá Hondúras er meðal annars að flýja eina verstu glæpaöldu í heiminum og fátækt. Fjöldi barna er í hópnum sem stefnir nú að Bandaríkjunum. Vísir/EPA Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ætlar að senda 800 hermenn til viðbótar að suðurlandamærunum að Mexíkó. Herflutningarnir eru sagðir viðbragð við fréttum af hópi miðamerísks förufólks sem forseti hefur staðhæft að valdi neyðarástandi í Bandaríkjunum. Förufólkið hefur orðið að miðpunkti orðræðu Trump í kosningabaráttunni fyrir þingkosningar sem fara fram eftir tæpar tvær vikur. Virðist ætlun hans að nota andúð stuðningsmanna sinna á innflytjendum til þess að hleypa þeim kappi í kinn fyrir kosningarnar. Trump hótaði því meðal annars að loka landamærunum algerlega með hervaldi til að hefta för fólksins og að hætta fjárhagslegum stuðningi við Hondúras, Gvatemala og El Salvador. Nú staðfesta bandarískir embættismenn að ætlunin sé að senda um 800 hermenn til að aðstoða við gæslu við landamærin. Þar eru fyrir um 2.100 þjóðvarðliðar við landamæraeftirlit. Washington Post segir að búist sé við því að James Mattis, varnarmálaráðherra, samþykki liðsflutninginn síðar í dag. Hópur förufólksins lagði upp frá Hondúras og taldi fólkið þá einhver þúsund. Í hópnum er fjöldi fjölskyldna og barna. Talið er að fólkið ferðist í hóp til þess að verja sig fyrir ýmsum hættum á leiðinni norður eftir Mið-Ameríku og Mexíkó, þar á meðal gegn glæpagengjum og fólkssmyglurum. Fréttir undanfarinna daga herma að hópurinn hafi að einhverju leyti tvístrast í Mexíkó en hann enn fjarri landamærunum að Bandaríkjunum. Trump hefur farið með staðlausa stafi um hópinn undanfarna daga. Þannig fullyrti hann að í hópnum væri að finna glæpamenn og „óþekkta Miðausturlandabúa“. Ekkert hefur komið fram sem rennir stoðum undir þá fullyrðingu. Þegar forsetinn var inntur eftir sönnunum fyrir þessum fullyrðingum viðurkenndi hann að engar slíkar væru fyrir hendi. Bandaríkin Donald Trump Gvatemala Mexíkó Norður-Ameríka Tengdar fréttir Fréttamaður faldi sig í runna til að afhjúpa ólöglega innflytjendur Griff Jenkins, fréttamaður Fox News í Bandaríkjunum, virðist hafa tekið lögin í sínar eigin hendur á dögunum er hann faldi sig í runna á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til þess að afjúpa tilraun hóps ólöglegra innflytjenda til þess að komast yfir landamærin til Bandaríkjanna. 24. október 2018 22:58 Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ætlar að senda 800 hermenn til viðbótar að suðurlandamærunum að Mexíkó. Herflutningarnir eru sagðir viðbragð við fréttum af hópi miðamerísks förufólks sem forseti hefur staðhæft að valdi neyðarástandi í Bandaríkjunum. Förufólkið hefur orðið að miðpunkti orðræðu Trump í kosningabaráttunni fyrir þingkosningar sem fara fram eftir tæpar tvær vikur. Virðist ætlun hans að nota andúð stuðningsmanna sinna á innflytjendum til þess að hleypa þeim kappi í kinn fyrir kosningarnar. Trump hótaði því meðal annars að loka landamærunum algerlega með hervaldi til að hefta för fólksins og að hætta fjárhagslegum stuðningi við Hondúras, Gvatemala og El Salvador. Nú staðfesta bandarískir embættismenn að ætlunin sé að senda um 800 hermenn til að aðstoða við gæslu við landamærin. Þar eru fyrir um 2.100 þjóðvarðliðar við landamæraeftirlit. Washington Post segir að búist sé við því að James Mattis, varnarmálaráðherra, samþykki liðsflutninginn síðar í dag. Hópur förufólksins lagði upp frá Hondúras og taldi fólkið þá einhver þúsund. Í hópnum er fjöldi fjölskyldna og barna. Talið er að fólkið ferðist í hóp til þess að verja sig fyrir ýmsum hættum á leiðinni norður eftir Mið-Ameríku og Mexíkó, þar á meðal gegn glæpagengjum og fólkssmyglurum. Fréttir undanfarinna daga herma að hópurinn hafi að einhverju leyti tvístrast í Mexíkó en hann enn fjarri landamærunum að Bandaríkjunum. Trump hefur farið með staðlausa stafi um hópinn undanfarna daga. Þannig fullyrti hann að í hópnum væri að finna glæpamenn og „óþekkta Miðausturlandabúa“. Ekkert hefur komið fram sem rennir stoðum undir þá fullyrðingu. Þegar forsetinn var inntur eftir sönnunum fyrir þessum fullyrðingum viðurkenndi hann að engar slíkar væru fyrir hendi.
Bandaríkin Donald Trump Gvatemala Mexíkó Norður-Ameríka Tengdar fréttir Fréttamaður faldi sig í runna til að afhjúpa ólöglega innflytjendur Griff Jenkins, fréttamaður Fox News í Bandaríkjunum, virðist hafa tekið lögin í sínar eigin hendur á dögunum er hann faldi sig í runna á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til þess að afjúpa tilraun hóps ólöglegra innflytjenda til þess að komast yfir landamærin til Bandaríkjanna. 24. október 2018 22:58 Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Fréttamaður faldi sig í runna til að afhjúpa ólöglega innflytjendur Griff Jenkins, fréttamaður Fox News í Bandaríkjunum, virðist hafa tekið lögin í sínar eigin hendur á dögunum er hann faldi sig í runna á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til þess að afjúpa tilraun hóps ólöglegra innflytjenda til þess að komast yfir landamærin til Bandaríkjanna. 24. október 2018 22:58
Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“