Neytendur smálána með verra fjármálalæsi en almennir neytendur Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2018 11:00 Sigurður Guðjónsson, lektor í viðskiptafræði, segir að leggja mætti leggja aukinn þunga í að kenna fjármálalæsi á Íslandi. Mynd/Sigurður/Fréttablaðið/Stefán Neytendur smálána eru með verra fjármálalæsi en almennir neytendur. Þeir eru yngri, líklegri til að vera karlkyns, með lægri tekjur og menntun. Þetta er niðurstaða rannsóknar Sigurðar Guðjónssonar, lektor í viðskiptafræði, Kára Kristinssonar, dósents við viðskiptafræðideild HÍ og meistaranemans Davíðs Arnarsonar. Þeir kynntu rannsókn sína á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands síðastliðinn föstudag.Sjá einnig: Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Sigurður segir að ákveðið hafi verið að ráðast í rannsóknina þar sem það hafi verið neikvæðar fréttir um smálánin og smálánafyrirtækin. Að ungt fólk væri að taka slík lán og lenti í vandræðum. „Við vildum skoða hverjir væru að taka þessi lán, af hverju og hvort ástæðan þess að markaður sé fyrir þessi lán sé sá að neytendur slíkra lána eru ekki læsir á fjármál.“ Hann segir að tveir hópar hafi verið rannsakaðir, annars vegar viðskiptavinir smálánafyrirtækja og hins vegar slembiúrtak úr þjóðskrá. Um 1.200 svör bárust frá fyrrgreinda hópnum og um 850 úr þeim síðari, það er úr könnun Félagsvísindastofnunar.Ungir karlmenn líklegastir Sigurður segir að talsverður munur hafi verið á þessum hópum. „Neytendur smálána eru með verra fjármálalæsi almennt heldur en almennir neytendur. Þeir eru yngri, líklegri til að vera karlkyns, með lægri tekjur og menntun.“ Hann segir að það hafi ekki komið á óvart að neytendur smálána væru fyrst og fremst ungir einstaklingar, með lægri tekjur og menntun. „Það má búast við að fólk með meiri menntun sé með meira fjármálalæsi og að eldra fólk viti betur hvernig eigi að taka lán. Það kom hins vegar svolítið á óvart að það væri líklegra að karlkyns einstaklingar taki lán sem þessi.“ Taka smálán til að greiða niður eldri smálán Sigurður segir að einnig hafi verið spurt í hvað þessi lán væru að fara. „Þetta var mikið að fara í almenna neyslu, skemmtanir og slíkt. Lánin fóru líka í að greiða niður önnur smálán. Þannig verður vandræðagangur þar sem það eru svo háir vextirnir á þessum lánum. Viðkomandi tekur svona lán, sem hann hefur í raun ekki efni á, og þannig verður þetta óviðráðanlegt að lokum.“ Hópur sem þyrfti að skoða betur Sigurður segir að í ljósi þess að ungir karlmenn séu líklegri til að taka smálán, þyrfti mögulega að skoða þann hóp betur – unga karlmenn sem standa höllum fæti. „Kannski er honum ekki veitt næg athygli. Það rímar svolítið við fréttir í fjölmiðlum. Að einstaklingar úr þeim hópi séu í neyslu, glími við geðræn vandamál, séu líklegri til að falla úr skóla og svo framvegis. Þetta er hópur sem hefur gleymst svolítið.“ Hann segir alveg ljóst að leggja mætti leggja aukinn þunga í að kenna fjármálalæsi á Íslandi, sérstaklega meðal ungs fólks. „Það er þegar byrjað á því og er það vel. Það er mikilvægt að taka betur á þessu strax þar – á síðustu árum grunnskólans – áður en fólk nær þeim aldri að geta tekið slík lán.“ Neytendur Smálán Tengdar fréttir Ungt fólk í greiðsluvanda vegna smálána Smálán eru ört vaxandi liður í greiðsluerfiðleikum ungs fólks. 26. febrúar 2018 15:50 Skipar vinnuhóp til að skoða starfsemi smálánafyrirtækja Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Iðnaðarráðherra, telur að lög sem ætlað var að koma böndum á smálán hafi ekki virkað sem skildi. 9. apríl 2018 20:00 Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. 16. febrúar 2018 21:45 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Neytendur smálána eru með verra fjármálalæsi en almennir neytendur. Þeir eru yngri, líklegri til að vera karlkyns, með lægri tekjur og menntun. Þetta er niðurstaða rannsóknar Sigurðar Guðjónssonar, lektor í viðskiptafræði, Kára Kristinssonar, dósents við viðskiptafræðideild HÍ og meistaranemans Davíðs Arnarsonar. Þeir kynntu rannsókn sína á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands síðastliðinn föstudag.Sjá einnig: Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Sigurður segir að ákveðið hafi verið að ráðast í rannsóknina þar sem það hafi verið neikvæðar fréttir um smálánin og smálánafyrirtækin. Að ungt fólk væri að taka slík lán og lenti í vandræðum. „Við vildum skoða hverjir væru að taka þessi lán, af hverju og hvort ástæðan þess að markaður sé fyrir þessi lán sé sá að neytendur slíkra lána eru ekki læsir á fjármál.“ Hann segir að tveir hópar hafi verið rannsakaðir, annars vegar viðskiptavinir smálánafyrirtækja og hins vegar slembiúrtak úr þjóðskrá. Um 1.200 svör bárust frá fyrrgreinda hópnum og um 850 úr þeim síðari, það er úr könnun Félagsvísindastofnunar.Ungir karlmenn líklegastir Sigurður segir að talsverður munur hafi verið á þessum hópum. „Neytendur smálána eru með verra fjármálalæsi almennt heldur en almennir neytendur. Þeir eru yngri, líklegri til að vera karlkyns, með lægri tekjur og menntun.“ Hann segir að það hafi ekki komið á óvart að neytendur smálána væru fyrst og fremst ungir einstaklingar, með lægri tekjur og menntun. „Það má búast við að fólk með meiri menntun sé með meira fjármálalæsi og að eldra fólk viti betur hvernig eigi að taka lán. Það kom hins vegar svolítið á óvart að það væri líklegra að karlkyns einstaklingar taki lán sem þessi.“ Taka smálán til að greiða niður eldri smálán Sigurður segir að einnig hafi verið spurt í hvað þessi lán væru að fara. „Þetta var mikið að fara í almenna neyslu, skemmtanir og slíkt. Lánin fóru líka í að greiða niður önnur smálán. Þannig verður vandræðagangur þar sem það eru svo háir vextirnir á þessum lánum. Viðkomandi tekur svona lán, sem hann hefur í raun ekki efni á, og þannig verður þetta óviðráðanlegt að lokum.“ Hópur sem þyrfti að skoða betur Sigurður segir að í ljósi þess að ungir karlmenn séu líklegri til að taka smálán, þyrfti mögulega að skoða þann hóp betur – unga karlmenn sem standa höllum fæti. „Kannski er honum ekki veitt næg athygli. Það rímar svolítið við fréttir í fjölmiðlum. Að einstaklingar úr þeim hópi séu í neyslu, glími við geðræn vandamál, séu líklegri til að falla úr skóla og svo framvegis. Þetta er hópur sem hefur gleymst svolítið.“ Hann segir alveg ljóst að leggja mætti leggja aukinn þunga í að kenna fjármálalæsi á Íslandi, sérstaklega meðal ungs fólks. „Það er þegar byrjað á því og er það vel. Það er mikilvægt að taka betur á þessu strax þar – á síðustu árum grunnskólans – áður en fólk nær þeim aldri að geta tekið slík lán.“
Neytendur Smálán Tengdar fréttir Ungt fólk í greiðsluvanda vegna smálána Smálán eru ört vaxandi liður í greiðsluerfiðleikum ungs fólks. 26. febrúar 2018 15:50 Skipar vinnuhóp til að skoða starfsemi smálánafyrirtækja Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Iðnaðarráðherra, telur að lög sem ætlað var að koma böndum á smálán hafi ekki virkað sem skildi. 9. apríl 2018 20:00 Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. 16. febrúar 2018 21:45 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Ungt fólk í greiðsluvanda vegna smálána Smálán eru ört vaxandi liður í greiðsluerfiðleikum ungs fólks. 26. febrúar 2018 15:50
Skipar vinnuhóp til að skoða starfsemi smálánafyrirtækja Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Iðnaðarráðherra, telur að lög sem ætlað var að koma böndum á smálán hafi ekki virkað sem skildi. 9. apríl 2018 20:00
Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. 16. febrúar 2018 21:45