FME hóf sérstaka skoðun á hæfi stjórnarmanna í VÍS eftir úrsagnir Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. október 2018 18:30 Fjármálaeftirlitið ákvað í dag að taka hæfi stjórnarmanna í VÍS til sérstakrar skoðunar á grundvelli heimildar í lögum um vátryggingarstarfsemi. Ákvörðin var tekin eftir að tveir stjórnarmenn sögðu sig úr stjórninni vegna trúnaðarbrests. Lögmennirnir Helga Hlín Hákonardóttir og Jón Sigurðsson sögðu sig úr stjórninni í gær en Helga Hlín tók við stjórnarformennsku í VÍS síðasta sumar af Svanhildi Nönnu Vigfúsdóttur. Ágreiningurinn sem kom upp innan stjórnar laut ekki að stefnu félagsins eða ákvörðunum sem varða rekstur þess. Ágreiningurinn snýst fyrst og fremst um valdabaráttu í stjórn VÍS og á rætur sínar í því að Svanhildur Nanna vildi verða stjórnarformaður að nýju í félaginu. Svanhildur Nanna steig til hliðar sem stjórnarformaður VÍS hinn 1. júní síðastliðinn og var þá sagt í tilkynningu VÍS til Kauphallar Íslands að það væri vegna persónulegra ástæðna. Síðar kom í ljós að raunveruleg ástæða var sú staðreynd að viðskipti Svanhildar Nönnu og eiginmanns hennar, Guðmundar Arnar Þórðarsonar, með hlutabréf í Skeljungi og færeyska olíufélaginu P/F Magn eru til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara og er þeirri rannsókn ekki lokið. Í yfirlýsingu þeirra hjóna frá 5. júní síðastliðnum kemur fram að Svanhildur Nanna ætli sér ekki að gegna stjórnarformennsku í VÍS á meðan rannsókn héraðssaksóknara stendur yfir. Valdimar Svavarsson, nýr stjórnarformaður VÍS, segir að eftir umræður í stjórn VÍS í gær hafi verið ljóst að Svanhildur Nanna yrði ekki formaður að nýju en hins vegar hafi meirihluta stjórnar þótt rétt að stjórn skipti með sér verkum og að Helga Hlín myndi hætta sem formaður. Var því borin upp tillaga þess efnis að Valdimar yrði formaður og var hún samþykkt með meirihluta atkvæða. Í kjölfarið sögðu þau Jón og Helga Hlín sig úr stjórninni. Valdimar sagði í samtali við fréttastofu í dag að meirihluti stjórnar hafi talið rétt að „stilla upp liði sem menn töldu að myndi virka best.“ Fjármálaeftirlitið (FME) ákvað svo í dag, eftir úrsagnir þeirra Helgu Hlínar og Jóns úr stjórninni, að taka hæfi sitjandi stjórnarmanna í VÍS til sérstakrar skoðunar samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. Boðaði stofnunin til sín fólk í viðtöl til að afla nánari upplýsinga um þann ágreining sem var til staðar innan stjórnar VÍS. FME metur hæfi stjórnarmanna en í 3. mgr. 41. gr. laga um vátryggingarstarfsemi segir: „Fjármálaeftirlitið getur á hverjum tíma tekið hæfi forstjóra, stjórnarmanna og þeirra sem bera ábyrgð á lykilstarfssviðum til sérstakrar skoðunar.“ Þurfa að uppfylla skilyrði um gott orðspor Eitt af þeim hæfisskilyrðum sem stjórnarmenn í vátryggingarfélögum þurfa að uppfylla samkvæmt lögunum er skilyrði um gott orðspor. Í reglum um framkvæmd hæfismats forstjóra, stjórnarmanna og starfsmanna sem bera ábyrgð á lykilstarfssviðum vátryggingafélaga kemur fram lýsing á því til hvaða atriða beri að líta til við mat á góðu orðspori. Þar segir: „Við mat á góðu orðspori er litið til þess hvort aðili hafi sýnt af sér háttsemi, athöfn eða athafnaleysi, sem gefur tilefni til að draga í efa hæfni þeirra til að standa fyrir traustum og heilbrigðum rekstri eða að líkur séu til að þeir muni misnota aðstöðu sína eða skaða félagið. Mat á hæfni skal byggt á mati á heiðarleika og fjárhagslegu heilbrigði sem byggist á upplýsingum um hegðun, heilindi, háttsemi og viðskiptasiðferði, þ.m.t. upplýsingar um afbrot, fjárhagsleg og önnur atriði sem skipta máli fyrir matið. Við matið er einnig litið til háttsemi aðila sem kynni að rýra trúverðugleika hans og skaða orðspor vátryggingafélags ef opinber væri. Í því sambandi koma m.a. til skoðunar fyrri afskipti Fjármálaeftirlitsins vegna starfa aðila eða vegna starfshátta eftirlitsskylds aðila sem hann var í forsvari fyrir eða bar ábyrgð á og hvort fyrri háttsemi hafi gefið tilefni til ávirðinga á hendur aðila.“ Ef það er niðurstaða FME að stjórnarmaður í vátryggingarfélagi uppfylli ekki hæfisskilyrði þarf að skipa nýjan stjórnarmann í hans stað. Skoðunin hefur hins vegar ekki áhrif á stöðu viðkomandi stjórnarmanns á meðan hún fer fram. Skeljungsmálið Tengdar fréttir Breytingar í stjórn VÍS snerust um völd en ekki stefnu félagsins Enginn efnislegur ágreiningur var innan stjórnar VÍS um stefnu félagsins áður en tveir stjórnarmenn sögðu sig úr stjórn í gær og virðast breytingar innan stjórnar eingöngu snúast um völd. 26. október 2018 12:15 Helga Hlín og Jón segja sig úr stjórn VÍS eftir deilur Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórnarformanni VÍS. 26. október 2018 06:43 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Fjármálaeftirlitið ákvað í dag að taka hæfi stjórnarmanna í VÍS til sérstakrar skoðunar á grundvelli heimildar í lögum um vátryggingarstarfsemi. Ákvörðin var tekin eftir að tveir stjórnarmenn sögðu sig úr stjórninni vegna trúnaðarbrests. Lögmennirnir Helga Hlín Hákonardóttir og Jón Sigurðsson sögðu sig úr stjórninni í gær en Helga Hlín tók við stjórnarformennsku í VÍS síðasta sumar af Svanhildi Nönnu Vigfúsdóttur. Ágreiningurinn sem kom upp innan stjórnar laut ekki að stefnu félagsins eða ákvörðunum sem varða rekstur þess. Ágreiningurinn snýst fyrst og fremst um valdabaráttu í stjórn VÍS og á rætur sínar í því að Svanhildur Nanna vildi verða stjórnarformaður að nýju í félaginu. Svanhildur Nanna steig til hliðar sem stjórnarformaður VÍS hinn 1. júní síðastliðinn og var þá sagt í tilkynningu VÍS til Kauphallar Íslands að það væri vegna persónulegra ástæðna. Síðar kom í ljós að raunveruleg ástæða var sú staðreynd að viðskipti Svanhildar Nönnu og eiginmanns hennar, Guðmundar Arnar Þórðarsonar, með hlutabréf í Skeljungi og færeyska olíufélaginu P/F Magn eru til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara og er þeirri rannsókn ekki lokið. Í yfirlýsingu þeirra hjóna frá 5. júní síðastliðnum kemur fram að Svanhildur Nanna ætli sér ekki að gegna stjórnarformennsku í VÍS á meðan rannsókn héraðssaksóknara stendur yfir. Valdimar Svavarsson, nýr stjórnarformaður VÍS, segir að eftir umræður í stjórn VÍS í gær hafi verið ljóst að Svanhildur Nanna yrði ekki formaður að nýju en hins vegar hafi meirihluta stjórnar þótt rétt að stjórn skipti með sér verkum og að Helga Hlín myndi hætta sem formaður. Var því borin upp tillaga þess efnis að Valdimar yrði formaður og var hún samþykkt með meirihluta atkvæða. Í kjölfarið sögðu þau Jón og Helga Hlín sig úr stjórninni. Valdimar sagði í samtali við fréttastofu í dag að meirihluti stjórnar hafi talið rétt að „stilla upp liði sem menn töldu að myndi virka best.“ Fjármálaeftirlitið (FME) ákvað svo í dag, eftir úrsagnir þeirra Helgu Hlínar og Jóns úr stjórninni, að taka hæfi sitjandi stjórnarmanna í VÍS til sérstakrar skoðunar samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. Boðaði stofnunin til sín fólk í viðtöl til að afla nánari upplýsinga um þann ágreining sem var til staðar innan stjórnar VÍS. FME metur hæfi stjórnarmanna en í 3. mgr. 41. gr. laga um vátryggingarstarfsemi segir: „Fjármálaeftirlitið getur á hverjum tíma tekið hæfi forstjóra, stjórnarmanna og þeirra sem bera ábyrgð á lykilstarfssviðum til sérstakrar skoðunar.“ Þurfa að uppfylla skilyrði um gott orðspor Eitt af þeim hæfisskilyrðum sem stjórnarmenn í vátryggingarfélögum þurfa að uppfylla samkvæmt lögunum er skilyrði um gott orðspor. Í reglum um framkvæmd hæfismats forstjóra, stjórnarmanna og starfsmanna sem bera ábyrgð á lykilstarfssviðum vátryggingafélaga kemur fram lýsing á því til hvaða atriða beri að líta til við mat á góðu orðspori. Þar segir: „Við mat á góðu orðspori er litið til þess hvort aðili hafi sýnt af sér háttsemi, athöfn eða athafnaleysi, sem gefur tilefni til að draga í efa hæfni þeirra til að standa fyrir traustum og heilbrigðum rekstri eða að líkur séu til að þeir muni misnota aðstöðu sína eða skaða félagið. Mat á hæfni skal byggt á mati á heiðarleika og fjárhagslegu heilbrigði sem byggist á upplýsingum um hegðun, heilindi, háttsemi og viðskiptasiðferði, þ.m.t. upplýsingar um afbrot, fjárhagsleg og önnur atriði sem skipta máli fyrir matið. Við matið er einnig litið til háttsemi aðila sem kynni að rýra trúverðugleika hans og skaða orðspor vátryggingafélags ef opinber væri. Í því sambandi koma m.a. til skoðunar fyrri afskipti Fjármálaeftirlitsins vegna starfa aðila eða vegna starfshátta eftirlitsskylds aðila sem hann var í forsvari fyrir eða bar ábyrgð á og hvort fyrri háttsemi hafi gefið tilefni til ávirðinga á hendur aðila.“ Ef það er niðurstaða FME að stjórnarmaður í vátryggingarfélagi uppfylli ekki hæfisskilyrði þarf að skipa nýjan stjórnarmann í hans stað. Skoðunin hefur hins vegar ekki áhrif á stöðu viðkomandi stjórnarmanns á meðan hún fer fram.
Skeljungsmálið Tengdar fréttir Breytingar í stjórn VÍS snerust um völd en ekki stefnu félagsins Enginn efnislegur ágreiningur var innan stjórnar VÍS um stefnu félagsins áður en tveir stjórnarmenn sögðu sig úr stjórn í gær og virðast breytingar innan stjórnar eingöngu snúast um völd. 26. október 2018 12:15 Helga Hlín og Jón segja sig úr stjórn VÍS eftir deilur Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórnarformanni VÍS. 26. október 2018 06:43 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Breytingar í stjórn VÍS snerust um völd en ekki stefnu félagsins Enginn efnislegur ágreiningur var innan stjórnar VÍS um stefnu félagsins áður en tveir stjórnarmenn sögðu sig úr stjórn í gær og virðast breytingar innan stjórnar eingöngu snúast um völd. 26. október 2018 12:15
Helga Hlín og Jón segja sig úr stjórn VÍS eftir deilur Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórnarformanni VÍS. 26. október 2018 06:43