Gengu ber að ofan upp Esjuna Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 27. október 2018 20:15 Margeir Steinar Ingólfsson á Esjunni í dag. Vísir/Margeir Margeir Steinar Ingólfsson sem flestir þekkja undir nafninu DJ Margeir gekk í dag ásamt hópi fólks ber að ofan á Esjuna. Hann segir þetta vera hluta af þjálfun sem hann er í og unnið er með ákveðna öndunar tækni. „Þetta er náttúrulega svolítið sturlað. En ég er sem sagt að þjálfa hug og líkama og þar er kuldaþjálfun ákveðinn partur af prógramminu. Við erum að nota aðferðir sem að Hollendingur að nafni Wim Hof hefur þróað og kennt er hjá Primal. Wim Hof er sem sagt maður sem hefur notað öndunar tækni, kulda og staðfestu í að þróa líkama sinn áfram. Hann segir að kuldinn sé sinn varmi vinur,“ segir Margeir.Var kuldaskræfa áður Margeir segir að þessi öndunar tækni stuðli að því að maður þoli kulda miklu betur og hækkar um leið sársaukaþröskuldinn ásamt því að efla ónæmiskerfið og minnka bólgur. „Fyrir nokkrum mánuðum var ég þvílík kuldaskræfa og byrjaði ekki að nota þessa öndunar tækni fyrr en núna í maí og dag var ég að gera þetta að labba upp Esjuna hálfnakinn í frosti og vindbarinn og mér fannst þetta bara furðu lítið mál. Við vorum sirka 20 manns sem lögðum af stað. Við byrjuðum bara á því að hittast og anda og tókum svona fjóra öndunarhringi og svo bara afklæddumst við og lögðum af stað,“ segir Margeir.Frá göngunni í dag.Vísir/MargeirÁkveðin hugarleikfimi Margeir segir að þetta sé ákveðin hugarleikfimi og að lokatakmarkið með þessu sé að ná fullkominni stjórn á huga og líkama. „Þannig að galdurinn er að láta hugann ekki blekkja sig. Ef maður pælir í því þá er maðurinn háþróaðasta skepnan á jörðinni, við gengum um nakin löngu áður en að við lærðum að sauma á okkur hlý föt. Við eigum að þola kulda. Í dag erum við með allt of mikla kyndingu á húsunum okkar og við sækjum í þægindi. Og þá má alveg spyrja sig að því hvort við séum orðin fíklar í þægindi? Þetta er svolítið konseptið að fara lengra með líkamann og leyfa honum svolítið að kljást við erfiðar aðstæður, bæði andlega og líkamlega. Og þá getum við sagt að lokatakmarkið á þessu sé það að ná fullkominni stjórn á huga og líkama,“ segir Margeir. Spurður út í það hvernig honum líði eftir þetta þá var hann nokkuð brattur. „Það er ótrúlega mikil vellíðunartilfinning sem hríslast enn um líkamann og ég get ímyndað mér að ég muni sofa mjög vel í nótt,“ segir Margeir. Esjan Heilsa Reykjavík Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira
Margeir Steinar Ingólfsson sem flestir þekkja undir nafninu DJ Margeir gekk í dag ásamt hópi fólks ber að ofan á Esjuna. Hann segir þetta vera hluta af þjálfun sem hann er í og unnið er með ákveðna öndunar tækni. „Þetta er náttúrulega svolítið sturlað. En ég er sem sagt að þjálfa hug og líkama og þar er kuldaþjálfun ákveðinn partur af prógramminu. Við erum að nota aðferðir sem að Hollendingur að nafni Wim Hof hefur þróað og kennt er hjá Primal. Wim Hof er sem sagt maður sem hefur notað öndunar tækni, kulda og staðfestu í að þróa líkama sinn áfram. Hann segir að kuldinn sé sinn varmi vinur,“ segir Margeir.Var kuldaskræfa áður Margeir segir að þessi öndunar tækni stuðli að því að maður þoli kulda miklu betur og hækkar um leið sársaukaþröskuldinn ásamt því að efla ónæmiskerfið og minnka bólgur. „Fyrir nokkrum mánuðum var ég þvílík kuldaskræfa og byrjaði ekki að nota þessa öndunar tækni fyrr en núna í maí og dag var ég að gera þetta að labba upp Esjuna hálfnakinn í frosti og vindbarinn og mér fannst þetta bara furðu lítið mál. Við vorum sirka 20 manns sem lögðum af stað. Við byrjuðum bara á því að hittast og anda og tókum svona fjóra öndunarhringi og svo bara afklæddumst við og lögðum af stað,“ segir Margeir.Frá göngunni í dag.Vísir/MargeirÁkveðin hugarleikfimi Margeir segir að þetta sé ákveðin hugarleikfimi og að lokatakmarkið með þessu sé að ná fullkominni stjórn á huga og líkama. „Þannig að galdurinn er að láta hugann ekki blekkja sig. Ef maður pælir í því þá er maðurinn háþróaðasta skepnan á jörðinni, við gengum um nakin löngu áður en að við lærðum að sauma á okkur hlý föt. Við eigum að þola kulda. Í dag erum við með allt of mikla kyndingu á húsunum okkar og við sækjum í þægindi. Og þá má alveg spyrja sig að því hvort við séum orðin fíklar í þægindi? Þetta er svolítið konseptið að fara lengra með líkamann og leyfa honum svolítið að kljást við erfiðar aðstæður, bæði andlega og líkamlega. Og þá getum við sagt að lokatakmarkið á þessu sé það að ná fullkominni stjórn á huga og líkama,“ segir Margeir. Spurður út í það hvernig honum líði eftir þetta þá var hann nokkuð brattur. „Það er ótrúlega mikil vellíðunartilfinning sem hríslast enn um líkamann og ég get ímyndað mér að ég muni sofa mjög vel í nótt,“ segir Margeir.
Esjan Heilsa Reykjavík Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira