Gengu ber að ofan upp Esjuna Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 27. október 2018 20:15 Margeir Steinar Ingólfsson á Esjunni í dag. Vísir/Margeir Margeir Steinar Ingólfsson sem flestir þekkja undir nafninu DJ Margeir gekk í dag ásamt hópi fólks ber að ofan á Esjuna. Hann segir þetta vera hluta af þjálfun sem hann er í og unnið er með ákveðna öndunar tækni. „Þetta er náttúrulega svolítið sturlað. En ég er sem sagt að þjálfa hug og líkama og þar er kuldaþjálfun ákveðinn partur af prógramminu. Við erum að nota aðferðir sem að Hollendingur að nafni Wim Hof hefur þróað og kennt er hjá Primal. Wim Hof er sem sagt maður sem hefur notað öndunar tækni, kulda og staðfestu í að þróa líkama sinn áfram. Hann segir að kuldinn sé sinn varmi vinur,“ segir Margeir.Var kuldaskræfa áður Margeir segir að þessi öndunar tækni stuðli að því að maður þoli kulda miklu betur og hækkar um leið sársaukaþröskuldinn ásamt því að efla ónæmiskerfið og minnka bólgur. „Fyrir nokkrum mánuðum var ég þvílík kuldaskræfa og byrjaði ekki að nota þessa öndunar tækni fyrr en núna í maí og dag var ég að gera þetta að labba upp Esjuna hálfnakinn í frosti og vindbarinn og mér fannst þetta bara furðu lítið mál. Við vorum sirka 20 manns sem lögðum af stað. Við byrjuðum bara á því að hittast og anda og tókum svona fjóra öndunarhringi og svo bara afklæddumst við og lögðum af stað,“ segir Margeir.Frá göngunni í dag.Vísir/MargeirÁkveðin hugarleikfimi Margeir segir að þetta sé ákveðin hugarleikfimi og að lokatakmarkið með þessu sé að ná fullkominni stjórn á huga og líkama. „Þannig að galdurinn er að láta hugann ekki blekkja sig. Ef maður pælir í því þá er maðurinn háþróaðasta skepnan á jörðinni, við gengum um nakin löngu áður en að við lærðum að sauma á okkur hlý föt. Við eigum að þola kulda. Í dag erum við með allt of mikla kyndingu á húsunum okkar og við sækjum í þægindi. Og þá má alveg spyrja sig að því hvort við séum orðin fíklar í þægindi? Þetta er svolítið konseptið að fara lengra með líkamann og leyfa honum svolítið að kljást við erfiðar aðstæður, bæði andlega og líkamlega. Og þá getum við sagt að lokatakmarkið á þessu sé það að ná fullkominni stjórn á huga og líkama,“ segir Margeir. Spurður út í það hvernig honum líði eftir þetta þá var hann nokkuð brattur. „Það er ótrúlega mikil vellíðunartilfinning sem hríslast enn um líkamann og ég get ímyndað mér að ég muni sofa mjög vel í nótt,“ segir Margeir. Esjan Heilsa Reykjavík Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
Margeir Steinar Ingólfsson sem flestir þekkja undir nafninu DJ Margeir gekk í dag ásamt hópi fólks ber að ofan á Esjuna. Hann segir þetta vera hluta af þjálfun sem hann er í og unnið er með ákveðna öndunar tækni. „Þetta er náttúrulega svolítið sturlað. En ég er sem sagt að þjálfa hug og líkama og þar er kuldaþjálfun ákveðinn partur af prógramminu. Við erum að nota aðferðir sem að Hollendingur að nafni Wim Hof hefur þróað og kennt er hjá Primal. Wim Hof er sem sagt maður sem hefur notað öndunar tækni, kulda og staðfestu í að þróa líkama sinn áfram. Hann segir að kuldinn sé sinn varmi vinur,“ segir Margeir.Var kuldaskræfa áður Margeir segir að þessi öndunar tækni stuðli að því að maður þoli kulda miklu betur og hækkar um leið sársaukaþröskuldinn ásamt því að efla ónæmiskerfið og minnka bólgur. „Fyrir nokkrum mánuðum var ég þvílík kuldaskræfa og byrjaði ekki að nota þessa öndunar tækni fyrr en núna í maí og dag var ég að gera þetta að labba upp Esjuna hálfnakinn í frosti og vindbarinn og mér fannst þetta bara furðu lítið mál. Við vorum sirka 20 manns sem lögðum af stað. Við byrjuðum bara á því að hittast og anda og tókum svona fjóra öndunarhringi og svo bara afklæddumst við og lögðum af stað,“ segir Margeir.Frá göngunni í dag.Vísir/MargeirÁkveðin hugarleikfimi Margeir segir að þetta sé ákveðin hugarleikfimi og að lokatakmarkið með þessu sé að ná fullkominni stjórn á huga og líkama. „Þannig að galdurinn er að láta hugann ekki blekkja sig. Ef maður pælir í því þá er maðurinn háþróaðasta skepnan á jörðinni, við gengum um nakin löngu áður en að við lærðum að sauma á okkur hlý föt. Við eigum að þola kulda. Í dag erum við með allt of mikla kyndingu á húsunum okkar og við sækjum í þægindi. Og þá má alveg spyrja sig að því hvort við séum orðin fíklar í þægindi? Þetta er svolítið konseptið að fara lengra með líkamann og leyfa honum svolítið að kljást við erfiðar aðstæður, bæði andlega og líkamlega. Og þá getum við sagt að lokatakmarkið á þessu sé það að ná fullkominni stjórn á huga og líkama,“ segir Margeir. Spurður út í það hvernig honum líði eftir þetta þá var hann nokkuð brattur. „Það er ótrúlega mikil vellíðunartilfinning sem hríslast enn um líkamann og ég get ímyndað mér að ég muni sofa mjög vel í nótt,“ segir Margeir.
Esjan Heilsa Reykjavík Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira