Ákærðar fyrir mótmæli um borð í vél Icelandair Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2018 14:50 Konurnar reyndu að fá aðra farþega í lið með sér, án árangurs. Mynd/Samsett Tvær konur sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hafa verið ákærðar af héraðssaksóknara vegna málsins.Málið vakti töluverða athygli á sínum tíma en í flugvélinni voru tveir lögreglumenn sem áttu að fylgja hælisleitandanum Eze Okafor úr landi. Konurnar reyndu að sporna gegn því með því að fá aðra farþega í lið með sér til þess að koma í veg fyrir að flugvélin gæti farið af stað.„Ef þið standið öll upp þá fer flugvélin ekki. Það er verið að flytja mann ólöglega úr land til Nígeríu. Hann situr hér í vélinni og ef þið standið öll upp getur vélin ekki farið,“ segir önnur konan,“ sagði önnur konan við aðra farþega líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma.Sjá einnig: Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar IcelandairSvo virðist sem að konurnar hafi fengið dræmar undirtektir við beiðni sinni og voru þær handteknar í flugvélinni. Flugvélin hélt af lokum af stað á áfangastað sinn en flugstjóri vélarinnar sagði lögreglumönnum að hann myndi ekki leggja af stað fyrr en að gengið væri úr skugga um að fleiri mótmælendur væru ekki í vélinni.Myndbandi úr flugvélinni var dreift á samfélagsmiðlum sem sjá má hér að neðan Gengu flugfreyjar um vélina og spurðu farþega hvort að þeir væru sáttir við að lagt væri af stað en farið var yfir farþegalista til þess að ganga úr skugga um að fleiri mótmælendur væru ekki um borð. Í ákæru saksóknara á hendur konunum er þeim gefið að sök að hafa staðið upp, hrópað og kallað yfir farþega og flugverja að lögregla væri að flytja mann, Okafor, ólöglega úr landi og hvatt aðra farþega til að standa upp og hlýða ekki fyrirmælum flugverja, í þeim tilgangi að tefja flugtak vélarinnar þannig að hann yrði færður úr flugvélinni áður en til flugtaks kæmi. Með háttsemi sinni hafi þær reynt að tálma því að lögreglumennirnir sem fylgdu Okafor gætu gegnt störfum sínum auk þess sem þær eru sagðar hafa raskað öryggi flugvélarinnar. Samkvæmt almenningum hegninarlögum er refsing við fyrra brotinu allt að tveggja ára fangelsi en því seinna allt að fimm ára fangelsi eða sektum samkvæmt lögum um loftferðir. Dómsmál Fréttir af flugi Hælisleitendur Tengdar fréttir Ákallaði Jesús er hann var snúinn niður í Leifsstöð Eze Okafor fluttur af landi brott í dag. Lögmaður hans og samtökin No Borders segja brottvísun hans ólöglega. Útlendingastofnun vísar því á bug. 26. maí 2016 15:13 Eze Okafor: "Ég var niðurlægður af lögreglunni“ Samtökin Ekki fleiri brottvísanir birtu í kvöld viðtal við Eze Okafor sem tekið var við hann eftir komuna til Svíþjóðar. Hann segir lögregluna hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. 28. maí 2016 22:54 Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar Icelandair: "Þetta er tækifæri til að sýna að við erum manneskjur“ Tvær konur voru handteknar fyrir að reyna að koma í veg fyrir för Icelandair til Stokkhólms í dag í mótmælaskyni vegna málefna hælisleitenda. 26. maí 2016 10:13 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Tvær konur sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hafa verið ákærðar af héraðssaksóknara vegna málsins.Málið vakti töluverða athygli á sínum tíma en í flugvélinni voru tveir lögreglumenn sem áttu að fylgja hælisleitandanum Eze Okafor úr landi. Konurnar reyndu að sporna gegn því með því að fá aðra farþega í lið með sér til þess að koma í veg fyrir að flugvélin gæti farið af stað.„Ef þið standið öll upp þá fer flugvélin ekki. Það er verið að flytja mann ólöglega úr land til Nígeríu. Hann situr hér í vélinni og ef þið standið öll upp getur vélin ekki farið,“ segir önnur konan,“ sagði önnur konan við aðra farþega líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma.Sjá einnig: Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar IcelandairSvo virðist sem að konurnar hafi fengið dræmar undirtektir við beiðni sinni og voru þær handteknar í flugvélinni. Flugvélin hélt af lokum af stað á áfangastað sinn en flugstjóri vélarinnar sagði lögreglumönnum að hann myndi ekki leggja af stað fyrr en að gengið væri úr skugga um að fleiri mótmælendur væru ekki í vélinni.Myndbandi úr flugvélinni var dreift á samfélagsmiðlum sem sjá má hér að neðan Gengu flugfreyjar um vélina og spurðu farþega hvort að þeir væru sáttir við að lagt væri af stað en farið var yfir farþegalista til þess að ganga úr skugga um að fleiri mótmælendur væru ekki um borð. Í ákæru saksóknara á hendur konunum er þeim gefið að sök að hafa staðið upp, hrópað og kallað yfir farþega og flugverja að lögregla væri að flytja mann, Okafor, ólöglega úr landi og hvatt aðra farþega til að standa upp og hlýða ekki fyrirmælum flugverja, í þeim tilgangi að tefja flugtak vélarinnar þannig að hann yrði færður úr flugvélinni áður en til flugtaks kæmi. Með háttsemi sinni hafi þær reynt að tálma því að lögreglumennirnir sem fylgdu Okafor gætu gegnt störfum sínum auk þess sem þær eru sagðar hafa raskað öryggi flugvélarinnar. Samkvæmt almenningum hegninarlögum er refsing við fyrra brotinu allt að tveggja ára fangelsi en því seinna allt að fimm ára fangelsi eða sektum samkvæmt lögum um loftferðir.
Dómsmál Fréttir af flugi Hælisleitendur Tengdar fréttir Ákallaði Jesús er hann var snúinn niður í Leifsstöð Eze Okafor fluttur af landi brott í dag. Lögmaður hans og samtökin No Borders segja brottvísun hans ólöglega. Útlendingastofnun vísar því á bug. 26. maí 2016 15:13 Eze Okafor: "Ég var niðurlægður af lögreglunni“ Samtökin Ekki fleiri brottvísanir birtu í kvöld viðtal við Eze Okafor sem tekið var við hann eftir komuna til Svíþjóðar. Hann segir lögregluna hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. 28. maí 2016 22:54 Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar Icelandair: "Þetta er tækifæri til að sýna að við erum manneskjur“ Tvær konur voru handteknar fyrir að reyna að koma í veg fyrir för Icelandair til Stokkhólms í dag í mótmælaskyni vegna málefna hælisleitenda. 26. maí 2016 10:13 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Ákallaði Jesús er hann var snúinn niður í Leifsstöð Eze Okafor fluttur af landi brott í dag. Lögmaður hans og samtökin No Borders segja brottvísun hans ólöglega. Útlendingastofnun vísar því á bug. 26. maí 2016 15:13
Eze Okafor: "Ég var niðurlægður af lögreglunni“ Samtökin Ekki fleiri brottvísanir birtu í kvöld viðtal við Eze Okafor sem tekið var við hann eftir komuna til Svíþjóðar. Hann segir lögregluna hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. 28. maí 2016 22:54
Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar Icelandair: "Þetta er tækifæri til að sýna að við erum manneskjur“ Tvær konur voru handteknar fyrir að reyna að koma í veg fyrir för Icelandair til Stokkhólms í dag í mótmælaskyni vegna málefna hælisleitenda. 26. maí 2016 10:13