Bandaríkjastjórn segist ætla að flytja þúsundir hermanna að landamærunum Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2018 21:25 John O'Shaughnessy, herforingi, (t.v.) kynnti herflutningana á blaðamannafundi í varnarmálaráðuneytinu í dag. Vísir/EPA Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að rúmlega fimm þúsund hermenn verði sendir að landamærunum við Mexíkó fyrir lok vikunnar. Aðgerðin virðist viðbrögð við stóryrðum Donalds Trump forseta um meinta neyðarástand sem ríki vegna hóps förufólks sem ætlar sér að komast til landsins.New York Times segir að liðsflutningunum sé ætlað að herða öryggi á suðurlandamærunum. Um átta hundruð hermenn hafi þegar verið sendir af stað frá herstöðum í Texas. Liðsflutningarnir séu hluti af aðgerðum sem Trump hafi krafist undanfarnar vikur. Í kjölfarið gæti forsetinn undirritað tilskipun um bann við komum Miðameríkumanna til Bandaríkjanna, þar á meðal hælisleitenda. Trump hefur gert hóp förufólks frá Hondúras sem taldi upphaflega um þúsund manns, þar á meðal fjölda fjöskyldna og barna, að miðpunkti kosningabaráttu fyrir þingkosningar sem fara fram í næstu viku. Hann hefur sagt hópinn valda neyðarástandi í Bandaríkjunum og hótað að loka suðurlandamærunum algerlega vegna hans. Þá hefur forsetinn haldið því fram á nokkurra sannana að í hópnum leynist „óþekktir Miðausturlandabúar“. Trump hélt uppteknum hætti í dag þegar hann lýsti því yfir að fjöldi félaga úr glæpagengjum og „mjög slæmt fólk“ væri í hópi förufólksins. Sem fyrr lagði forsetinn ekki fram neinar vísbendingar máli sínu til stuðnings. „Þetta er innrás í landið okkar og herinn okkar bíður ykkar,“ tísti forsetinn.Many Gang Members and some very bad people are mixed into the Caravan heading to our Southern Border. Please go back, you will not be admitted into the United States unless you go through the legal process. This is an invasion of our Country and our Military is waiting for you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 29, 2018 Hópurinn enn fjarri landamærunum Liðsflutningarnir nú virðast því vera liður í kosningabaráttu Trump fyrir hönd Repúblikanaflokksins sem er í hættu á að missa meirihluta sinn í neðri deild Bandaríkjaþings. Telur Hvíta húsið að með því að leggja þunga áherslu á innflytjendamál hleypi það íhaldssömum stuðningsmönnum forsetans kapp í kynn og fái þá á kjörstað, að því er segir í frétt Washington Post. Þrátt fyrir tal Trump og herflutningana er hópu förufólksins enn staddur í Mexíkó, hundruð kílómetrum frá landamærunum að Bandaríkjunum. Áætlað er að um 3.500 manns séu nú í hópnum en gert er ráð fyrir að verulega fækki í honum á leiðinni í gegnum Mexíkó. Fólkið lagði upp frá Hondúras fyrr í þessum mánuði. Það er sagt flýja fátækt og glæpi í heimalandinu. Ferðast það í hóp til að reyna að verja sig fyrir glæpamönnum og fólkssmyglurum á leiðinni í gegnum Mið-Ameríku og Mexíkó í krafti fjöldans. Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Mið-Ameríka Norður-Ameríka Tengdar fréttir Nýr hópur förufólks stefnir á Bandaríkin Hópurinn lagði af stað frá höfuðborg El Salvador fyrr í dag. 28. október 2018 17:24 Mexíkóar bjóða förufólkinu að sækja um hæli Forseti Mexíkó hefur boðið fjölda fólks sem er á gangi frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna að sækja um hæli í Mexíkó. Þar geti þau fundið sér vinnu og menntun fyrir börn sín. 26. október 2018 23:50 Senda hermenn að landamærunum að Mexíkó Liðsflutningarnir eru sagðir beint svar við áhyggjum Trump forseta af hópi flóttafólks frá Hondúras sem reynir að komast fótgangandi til Bandaríkjanna í gegnum Mexíkó. 25. október 2018 16:50 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að rúmlega fimm þúsund hermenn verði sendir að landamærunum við Mexíkó fyrir lok vikunnar. Aðgerðin virðist viðbrögð við stóryrðum Donalds Trump forseta um meinta neyðarástand sem ríki vegna hóps förufólks sem ætlar sér að komast til landsins.New York Times segir að liðsflutningunum sé ætlað að herða öryggi á suðurlandamærunum. Um átta hundruð hermenn hafi þegar verið sendir af stað frá herstöðum í Texas. Liðsflutningarnir séu hluti af aðgerðum sem Trump hafi krafist undanfarnar vikur. Í kjölfarið gæti forsetinn undirritað tilskipun um bann við komum Miðameríkumanna til Bandaríkjanna, þar á meðal hælisleitenda. Trump hefur gert hóp förufólks frá Hondúras sem taldi upphaflega um þúsund manns, þar á meðal fjölda fjöskyldna og barna, að miðpunkti kosningabaráttu fyrir þingkosningar sem fara fram í næstu viku. Hann hefur sagt hópinn valda neyðarástandi í Bandaríkjunum og hótað að loka suðurlandamærunum algerlega vegna hans. Þá hefur forsetinn haldið því fram á nokkurra sannana að í hópnum leynist „óþekktir Miðausturlandabúar“. Trump hélt uppteknum hætti í dag þegar hann lýsti því yfir að fjöldi félaga úr glæpagengjum og „mjög slæmt fólk“ væri í hópi förufólksins. Sem fyrr lagði forsetinn ekki fram neinar vísbendingar máli sínu til stuðnings. „Þetta er innrás í landið okkar og herinn okkar bíður ykkar,“ tísti forsetinn.Many Gang Members and some very bad people are mixed into the Caravan heading to our Southern Border. Please go back, you will not be admitted into the United States unless you go through the legal process. This is an invasion of our Country and our Military is waiting for you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 29, 2018 Hópurinn enn fjarri landamærunum Liðsflutningarnir nú virðast því vera liður í kosningabaráttu Trump fyrir hönd Repúblikanaflokksins sem er í hættu á að missa meirihluta sinn í neðri deild Bandaríkjaþings. Telur Hvíta húsið að með því að leggja þunga áherslu á innflytjendamál hleypi það íhaldssömum stuðningsmönnum forsetans kapp í kynn og fái þá á kjörstað, að því er segir í frétt Washington Post. Þrátt fyrir tal Trump og herflutningana er hópu förufólksins enn staddur í Mexíkó, hundruð kílómetrum frá landamærunum að Bandaríkjunum. Áætlað er að um 3.500 manns séu nú í hópnum en gert er ráð fyrir að verulega fækki í honum á leiðinni í gegnum Mexíkó. Fólkið lagði upp frá Hondúras fyrr í þessum mánuði. Það er sagt flýja fátækt og glæpi í heimalandinu. Ferðast það í hóp til að reyna að verja sig fyrir glæpamönnum og fólkssmyglurum á leiðinni í gegnum Mið-Ameríku og Mexíkó í krafti fjöldans.
Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Mið-Ameríka Norður-Ameríka Tengdar fréttir Nýr hópur förufólks stefnir á Bandaríkin Hópurinn lagði af stað frá höfuðborg El Salvador fyrr í dag. 28. október 2018 17:24 Mexíkóar bjóða förufólkinu að sækja um hæli Forseti Mexíkó hefur boðið fjölda fólks sem er á gangi frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna að sækja um hæli í Mexíkó. Þar geti þau fundið sér vinnu og menntun fyrir börn sín. 26. október 2018 23:50 Senda hermenn að landamærunum að Mexíkó Liðsflutningarnir eru sagðir beint svar við áhyggjum Trump forseta af hópi flóttafólks frá Hondúras sem reynir að komast fótgangandi til Bandaríkjanna í gegnum Mexíkó. 25. október 2018 16:50 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Nýr hópur förufólks stefnir á Bandaríkin Hópurinn lagði af stað frá höfuðborg El Salvador fyrr í dag. 28. október 2018 17:24
Mexíkóar bjóða förufólkinu að sækja um hæli Forseti Mexíkó hefur boðið fjölda fólks sem er á gangi frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna að sækja um hæli í Mexíkó. Þar geti þau fundið sér vinnu og menntun fyrir börn sín. 26. október 2018 23:50
Senda hermenn að landamærunum að Mexíkó Liðsflutningarnir eru sagðir beint svar við áhyggjum Trump forseta af hópi flóttafólks frá Hondúras sem reynir að komast fótgangandi til Bandaríkjanna í gegnum Mexíkó. 25. október 2018 16:50