Börn innflytjenda eiga rétt á sömu tækifærum Jórunn Pála Jónasdóttir skrifar 10. október 2018 07:00 Börn innflytjenda eiga rétt á sömu tækifærum og önnur börn í íslensku skólakerfi og til þátttöku í frístunda- og íþróttastarfi. Þess vegna mun ég leggja fram tillögu Sjálfstæðisflokksins um að Reykjavíkurborg beiti sér fyrir því að minnka eða útrýma þeim mismun sem myndast hefur á milli barna innflytjenda og annarra barna hvað varðar námsárangur og þáttöku í íþróttum og tómstundum. Í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar segir meðal annars að allir skuli njóta jafns réttar án tillits til uppruna, þjóðernis, stéttar, tungumáls, litarháttar, trúarbragða eða annarar stöðu. Þá segir að Reykjavíkurborg skuli meðal annars „tryggja þátttöku foreldra af erlendum uppruna í skóla- og frístundastarfi barna sinna og aðgengi þeirra að upplýsingum“. Mikilvægt er að tillagan verði samþykkt í borgarstjórn svo að málið fái skjótan framgang innan borgarkerfisins og leitað verði skjótra úrbóta, enda lýtur hún að mannréttindum barna sem tilheyra þessum hópi. Sé litið á samanburð á milli OECD-landanna hvað varðar árangur barna innflytjenda í lesskilningi kemur í ljós að staðan á Ísland er slæm og árangri barna innflytjenda á PISA-prófi fer hrakandi. Börn innflytjenda hafa sömu væntingar og aðrir til langskólanáms og því er mikilvægt að þeir hafi frá byrjun sömu tækifæri til náms og aðrir. Nýjar rannsóknir sýna einnig að þátttaka barna af erlendum uppruna í skipulögðu tómstundastarfi er minni en annarra barna. Þessi staða er óboðleg og til þess fallin að auka á aðstöðumun á meðal barna í grunnskólum eftir uppruna þeirra, þjóðerni, tungumáli eða öðru sem leiðir af stöðu þeirra sem börn innflytjenda. Því leggja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að borgarstjórn Reykjavíkurborgar taki skýra afstöðu í málinu og beiti sér fyrir því að ráðin verði bót á stöðu þessara barna. Það er von mín að málið hljóti hljómgrunn, þvert á flokka í borgarstjórn. Réttur til náms við hæfi er meðal annars verndaður í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, grunnskólalögum og alþjóðlegum sáttmálum sem Ísland er aðili að. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Börn innflytjenda eiga rétt á sömu tækifærum og önnur börn í íslensku skólakerfi og til þátttöku í frístunda- og íþróttastarfi. Þess vegna mun ég leggja fram tillögu Sjálfstæðisflokksins um að Reykjavíkurborg beiti sér fyrir því að minnka eða útrýma þeim mismun sem myndast hefur á milli barna innflytjenda og annarra barna hvað varðar námsárangur og þáttöku í íþróttum og tómstundum. Í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar segir meðal annars að allir skuli njóta jafns réttar án tillits til uppruna, þjóðernis, stéttar, tungumáls, litarháttar, trúarbragða eða annarar stöðu. Þá segir að Reykjavíkurborg skuli meðal annars „tryggja þátttöku foreldra af erlendum uppruna í skóla- og frístundastarfi barna sinna og aðgengi þeirra að upplýsingum“. Mikilvægt er að tillagan verði samþykkt í borgarstjórn svo að málið fái skjótan framgang innan borgarkerfisins og leitað verði skjótra úrbóta, enda lýtur hún að mannréttindum barna sem tilheyra þessum hópi. Sé litið á samanburð á milli OECD-landanna hvað varðar árangur barna innflytjenda í lesskilningi kemur í ljós að staðan á Ísland er slæm og árangri barna innflytjenda á PISA-prófi fer hrakandi. Börn innflytjenda hafa sömu væntingar og aðrir til langskólanáms og því er mikilvægt að þeir hafi frá byrjun sömu tækifæri til náms og aðrir. Nýjar rannsóknir sýna einnig að þátttaka barna af erlendum uppruna í skipulögðu tómstundastarfi er minni en annarra barna. Þessi staða er óboðleg og til þess fallin að auka á aðstöðumun á meðal barna í grunnskólum eftir uppruna þeirra, þjóðerni, tungumáli eða öðru sem leiðir af stöðu þeirra sem börn innflytjenda. Því leggja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að borgarstjórn Reykjavíkurborgar taki skýra afstöðu í málinu og beiti sér fyrir því að ráðin verði bót á stöðu þessara barna. Það er von mín að málið hljóti hljómgrunn, þvert á flokka í borgarstjórn. Réttur til náms við hæfi er meðal annars verndaður í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, grunnskólalögum og alþjóðlegum sáttmálum sem Ísland er aðili að.
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun