Bein útsending: Geimfararnir lentir eftir að eldflaugin drap á sér Samúel Karl Ólason skrifar 11. október 2018 07:44 Eldflaugin er sögð hafa drepið á sér í lofti og þurftu geimfararnir að framkvæma neyðarlendingu. AP/Dmitri Lovetsky Geimfararnir Nick Hague og Alexey Ovchinin þurftu að framkvæma neyðarlendingu eftir að eldflaug, sem bera átti þá til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, drap á sér í miðju flugi. Þeim tókst að skilja geimfarið frá eldflauginni og fallhlífar geimfarsins báru þá til jarðar. Þeir lentu heilu og höldnu í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá Baikonur í Kasakstan þar sem geimskotið misheppnaða fór fram.Alexey Ovchinin og Nick Hague.AP/Dmitri LovetskyNeyðarlending sem þessi kallast, samkvæmt NASA, Ballistic Descent og felur það í sér að geimfarið kemur til jarðar á meiri hraða en við eðlilegar kringumstæður. Þetta var í fyrsta sinn sem Nick Hague átti að fara út í geim en nú þegar eru þau Alexander Gerst, frá Evrópsku geimferðastofnuninni, Serena Aunón-Chancellor, frá NASA, og Sergey Prokopyev, frá Roscosmos, um borð í geimstöðinni og hafa verið frá því í júní. Áhöfnin sem er um borð í geimstöðinn hefur verið látin vita af aðstæðum á jörðu niðri. Frekari upplýsingar um geimstöðina og áhöfn hennar má finna hér, á vef NASA. Geimfarinn Peggy Whitson hefur upplifað neyðarlendinug sem þessa. Þegar hún sagði frá upplifun sinni sagðist hún aldrei hafa verið viss um hvort hún sneri upp eða niður þegar geimfarið féll til jarðar. Að endingu hægði á geimfarinu þegar það kom inn í lofthjúpinn en þá hitnaði það verulega. Að endingu var fallhlífum beitt og þar að auki litlum eldflaugum til að draga úr hraða geimfarsins. þrátt fyrir það var lendingin verulega hörð. Hér má lesa um frásögn Whitson.Fréttin hefur verið uppfærð. Hér má sjá beina útsendingu frá NASA. Yfirleitt er ekkert hljóð en kynnar NASA koma reglulega inn í útsendinguna og segja frá nýjustu vendingum í málinu. LIFTOFF! Shooting into the sky at 4:40am ET, the Soyuz rocket carrying @AstroHague and Alexey Ovchinin leaves Earth on a four-orbit, six-hour journey to the @Space_Station. Watch: https://t.co/BjMDNrNorR pic.twitter.com/0Cfm0Uu2Jx— NASA (@NASA) October 11, 2018 Vísindi Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Fleiri fréttir „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Sjá meira
Geimfararnir Nick Hague og Alexey Ovchinin þurftu að framkvæma neyðarlendingu eftir að eldflaug, sem bera átti þá til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, drap á sér í miðju flugi. Þeim tókst að skilja geimfarið frá eldflauginni og fallhlífar geimfarsins báru þá til jarðar. Þeir lentu heilu og höldnu í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá Baikonur í Kasakstan þar sem geimskotið misheppnaða fór fram.Alexey Ovchinin og Nick Hague.AP/Dmitri LovetskyNeyðarlending sem þessi kallast, samkvæmt NASA, Ballistic Descent og felur það í sér að geimfarið kemur til jarðar á meiri hraða en við eðlilegar kringumstæður. Þetta var í fyrsta sinn sem Nick Hague átti að fara út í geim en nú þegar eru þau Alexander Gerst, frá Evrópsku geimferðastofnuninni, Serena Aunón-Chancellor, frá NASA, og Sergey Prokopyev, frá Roscosmos, um borð í geimstöðinni og hafa verið frá því í júní. Áhöfnin sem er um borð í geimstöðinn hefur verið látin vita af aðstæðum á jörðu niðri. Frekari upplýsingar um geimstöðina og áhöfn hennar má finna hér, á vef NASA. Geimfarinn Peggy Whitson hefur upplifað neyðarlendinug sem þessa. Þegar hún sagði frá upplifun sinni sagðist hún aldrei hafa verið viss um hvort hún sneri upp eða niður þegar geimfarið féll til jarðar. Að endingu hægði á geimfarinu þegar það kom inn í lofthjúpinn en þá hitnaði það verulega. Að endingu var fallhlífum beitt og þar að auki litlum eldflaugum til að draga úr hraða geimfarsins. þrátt fyrir það var lendingin verulega hörð. Hér má lesa um frásögn Whitson.Fréttin hefur verið uppfærð. Hér má sjá beina útsendingu frá NASA. Yfirleitt er ekkert hljóð en kynnar NASA koma reglulega inn í útsendinguna og segja frá nýjustu vendingum í málinu. LIFTOFF! Shooting into the sky at 4:40am ET, the Soyuz rocket carrying @AstroHague and Alexey Ovchinin leaves Earth on a four-orbit, six-hour journey to the @Space_Station. Watch: https://t.co/BjMDNrNorR pic.twitter.com/0Cfm0Uu2Jx— NASA (@NASA) October 11, 2018
Vísindi Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Fleiri fréttir „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Sjá meira