Viðskipti innlent

Forstjóri Primera kaupir ferðaskrifstofur

Kjartan Kjartansson og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa
Andri Már Ingólfsson, forstjóri Primera Air og stærsti hluthafi í nýju félagi sem hefur keypt allar ferðaskrifstofur Primera Travel Group.
Andri Már Ingólfsson, forstjóri Primera Air og stærsti hluthafi í nýju félagi sem hefur keypt allar ferðaskrifstofur Primera Travel Group. Vísir/Stöð 2
Félag í eigu forstjóra Primera Air hefur keypt allar ferðaskrifstofur Primera Air samstæðunnar og tekið yfir skuldir við Arion banka. Primera Air sótti um greiðslustöðvun í byrjun þessa mánaðar.

Andri Már Ingólfsson er stærsti hluthafi í Travelco sem hefur keypt allar ferðaskrifstofur Primera Travel Group en hann var forstjóri og eigandi Primera Air. Þetta kemur fram í tilkynningu sem barst fréttastofu.

Í tilkynningunni kemur fram að í kjölfar lokunar Primera Air hafi ferðaskrifstofur Primera Travel Group tapað háum fjárhæðum vegna flugferða sem þær greiddu fyrir en ekkert verður af. Þá hafi þær þurft að kaupa önnur flug fyrirvaralaust til þess að vernda farþega fyrirtækjanna.

„Til að tryggja rekstur ferðaskrifstofanna var stofnað nýtt eignarhaldsfélag með milljarð í nýju hlutafé sem hefur nú þegar verið greitt inn að stórum hluta“ segir í tilkynningunni.

Rekstur allra fyrirtækjanna hafi verið fluttur undir Travelco Nordis A/S í Danmörku sem hét áður Primera Travel A/S. Öll félögin hafi verið færð undir það félag til þess að einfalda félagið og styrkja það eftir þau áföll sem á undan hafa gengið.

Í tilkynningu frá Primera Air á sínum tíma kom fram að seinkun á afhendingu nýrra Airbus-flugvéla félagsins með tilheyrandi seinkunum og niðurfellingu flugferða hafi verið meðal þess sem reið félaginu að fullu. 


Tengdar fréttir

Mikið tap hjá Arion vegna Primera Air

Arion banki hefur sent frá sér afkomuviðvörun sem samkvæmt heimildum Vísis má rekja til gjaldþrots Primera Air. Tilkynnt var í gær að flugfélagið myndi fara í greiðslustöðvun í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×