Enn spyrst ekkert til Marsjeppans Opportunity Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2018 08:58 Spor eftir Opportunity nærri Þrautseigjudal á ryðguðu yfirborði Mars í júní í fyrra. NASA/JPL-Caltech/Cornell/Ríkisháskóli Arizona Stjórnendur könnunarjeppans Opportunity hafa enn ekki gefið upp alla von um að ná aftur sambandi við geimfarið þrátt fyrir að ekkert hafi heyrst frá því í fjóra mánuði eftir að tröllaukinn sandstormur gekk yfir reikistjörnuna Mars. Leiðangur Opportunity hefur staðið yfir í fjórtán ár. Talið er að könnunarjeppinn langlífi hafi lagst í dvala í sumar þegar ógurlegur stormur geisaði á yfirborði Mars sem skyggði á allt sólarljós. Jeppinn er knúinn sólarorku. Án hennar getur jeppinn ekki haldið hiturum gangandi sem verja viðkvæm mælitæki fyrir nístandi kuldanum á yfirborði Mars. Síðast spurðist til Opportunity 10. júní. Tíu dögum síðar teygði stomurinn sinn þvert yfir rauðu reikistjörnuna. Storminum slotaði ekki fyrr en seint í júlí þó að sandur og ryk væri enn í lofti næstu vikurnar á eftir. Um miðjan september gerðu stjórnendur leiðangursins ráð fyrir því að loftið væri orðið nógu hreint til að jeppinn gæti hlaðið sólarrafhlöður sínar. Síðan þá hefur sérstakt 45 daga hlustunarverkefni staðið yfir til að fylgjast með hvort að Opportunity kvikni aftur til lífsins. Aðeins þriðjungur þess tíma er nú eftir án þess að nokkuð hafi heyrst frá geimfarinu. Space.com segir að ef ekkert heyrist frekar frá geimfarinu muni bandaríska geimvísindastofnunin NASA endurskoða áform sín um að halda lífi í leiðangrinum. Verkfræðingar og tæknimenn muni þó áfram hlusta eftir merki frá Opportunity, að minnsta kosti út janúar.Vindatímabilið gæti enn komið Opportunity til bjargar Ekki er loku fyrir það skotið að jeppinn vakni aftur af værum blundi. Verkfræðingar NASA telja mögulegt að þrátt fyrir að storminum hafi slotað þá þeki sandur og ryk enn sólarsellur geimfarsins. Ómögulegt sé að segja til um hversu miklum sandi stormurinn hafi ausið yfir jeppann. Sé sú raunin gæti árstíðarbundið vindatímabil enn bjargað Opportunity. Það stendur yfir frá nóvember fram í janúar. Stjórnendur leiðangursins hafa nýtt sér það áður til þess að hreinsa ryk af sólarsellum jeppans með því að leggja honum þannig að vindurinn feyki því burt. „Teymið er enn vongott um að það gæti heyrst í jeppanum á þessu tímabili ef ryk hreinsast af honum,“ sagði NASA í síðustu viku. Opportunity lenti ásamt systurfari sínu Spirit á Mars í janúar árið 2004. Upphaflega átti leiðangurinn aðeins að standa yfir í þrjá mánuði. Spirit hélt hins vegar ferð sinni áfram til ársins 2010. Opportunity hefur reynst enn langlífari. Það er nú það geimfar sem hefur ferðast lengst á yfirborði annars hnattar, alls um 45 kílómetra. Mars Tækni Vísindi Tengdar fréttir Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11 Óttast afdrif langlífasta Marsjeppans eftir tröllaukinn sandstorm Sandstormurinn náði um tíma yfir alla rauðu reikistjörnuna. Ekkert hefur heyrst frá Opportunity síðan í júní. 29. ágúst 2018 15:52 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Stjórnendur könnunarjeppans Opportunity hafa enn ekki gefið upp alla von um að ná aftur sambandi við geimfarið þrátt fyrir að ekkert hafi heyrst frá því í fjóra mánuði eftir að tröllaukinn sandstormur gekk yfir reikistjörnuna Mars. Leiðangur Opportunity hefur staðið yfir í fjórtán ár. Talið er að könnunarjeppinn langlífi hafi lagst í dvala í sumar þegar ógurlegur stormur geisaði á yfirborði Mars sem skyggði á allt sólarljós. Jeppinn er knúinn sólarorku. Án hennar getur jeppinn ekki haldið hiturum gangandi sem verja viðkvæm mælitæki fyrir nístandi kuldanum á yfirborði Mars. Síðast spurðist til Opportunity 10. júní. Tíu dögum síðar teygði stomurinn sinn þvert yfir rauðu reikistjörnuna. Storminum slotaði ekki fyrr en seint í júlí þó að sandur og ryk væri enn í lofti næstu vikurnar á eftir. Um miðjan september gerðu stjórnendur leiðangursins ráð fyrir því að loftið væri orðið nógu hreint til að jeppinn gæti hlaðið sólarrafhlöður sínar. Síðan þá hefur sérstakt 45 daga hlustunarverkefni staðið yfir til að fylgjast með hvort að Opportunity kvikni aftur til lífsins. Aðeins þriðjungur þess tíma er nú eftir án þess að nokkuð hafi heyrst frá geimfarinu. Space.com segir að ef ekkert heyrist frekar frá geimfarinu muni bandaríska geimvísindastofnunin NASA endurskoða áform sín um að halda lífi í leiðangrinum. Verkfræðingar og tæknimenn muni þó áfram hlusta eftir merki frá Opportunity, að minnsta kosti út janúar.Vindatímabilið gæti enn komið Opportunity til bjargar Ekki er loku fyrir það skotið að jeppinn vakni aftur af værum blundi. Verkfræðingar NASA telja mögulegt að þrátt fyrir að storminum hafi slotað þá þeki sandur og ryk enn sólarsellur geimfarsins. Ómögulegt sé að segja til um hversu miklum sandi stormurinn hafi ausið yfir jeppann. Sé sú raunin gæti árstíðarbundið vindatímabil enn bjargað Opportunity. Það stendur yfir frá nóvember fram í janúar. Stjórnendur leiðangursins hafa nýtt sér það áður til þess að hreinsa ryk af sólarsellum jeppans með því að leggja honum þannig að vindurinn feyki því burt. „Teymið er enn vongott um að það gæti heyrst í jeppanum á þessu tímabili ef ryk hreinsast af honum,“ sagði NASA í síðustu viku. Opportunity lenti ásamt systurfari sínu Spirit á Mars í janúar árið 2004. Upphaflega átti leiðangurinn aðeins að standa yfir í þrjá mánuði. Spirit hélt hins vegar ferð sinni áfram til ársins 2010. Opportunity hefur reynst enn langlífari. Það er nú það geimfar sem hefur ferðast lengst á yfirborði annars hnattar, alls um 45 kílómetra.
Mars Tækni Vísindi Tengdar fréttir Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11 Óttast afdrif langlífasta Marsjeppans eftir tröllaukinn sandstorm Sandstormurinn náði um tíma yfir alla rauðu reikistjörnuna. Ekkert hefur heyrst frá Opportunity síðan í júní. 29. ágúst 2018 15:52 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11
Óttast afdrif langlífasta Marsjeppans eftir tröllaukinn sandstorm Sandstormurinn náði um tíma yfir alla rauðu reikistjörnuna. Ekkert hefur heyrst frá Opportunity síðan í júní. 29. ágúst 2018 15:52
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna