Schumacher yngri sagður geta farið alla leið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. október 2018 16:15 Mick Schumacher er á hraðleið upp á stjörnuhimininn. vísir/getty Það er ekki lítil pressa að vera í kappakstri og bera þess utan eftirnafnið Schumacher. Hinn 19 ára gamli Mick Schumacher virðist þó hafa allt til að bera. Honum er spáð frægð og frama á komandi árum. Schumacher er nýbúinn að tryggja sér meistaratitilinn í Formúlu 3 þó svo það sé enn ein keppni eftir. Þeim árangri hefur hann náð á aðeins tveimur árum. Hann varð tólfti í fyrra. Það hefur verið fylgst með honum alla tíð enda ekki langt að sækja aksturshæfileikana. Til þess að létta álaginu á sér þá bar hann eftirnafn móður sinnar, Betsch, um tíma. „Það voru allir að fylgjast með honum frá upphafi. Það var mikil pressa á honum og ekki auðvelt að eiga við það. Frammistaða hans á seinni hluta tímabilsins er glæsileg. Hann er búinn að sanna að hann hefur allt sem til þarf. Hann getur orðið einn af þeim stóru í Formúlu 1,“ sagði Toto Wolff sem stýrir öllu hjá F1-liði Mercedes. Fyrrum ökuþór Ferrari, Gerhard Berger, tekur í svipaðan streng. „Aksturinn er í genunum hjá Mick. Ef hann heldur svona áfram verður hann kominn með vinnu í F1 áður en hann veit af,“ segir Berger. Bæði F1-lið Mercedes eru farin að sýna Schumacher áhuga. „Það er ekki hægt að segja nei við mann með þessu nafni,“ sagði yfirmaður Ferrari. Mick var aðeins 14 ára gamall er faðir hans slasaðist alvarlega í skíðaslysi og hefur ekki sést opinberlega síðan. Mick var með í för og hefur átt erfitt síðan rétt eins og öll hans fjölskylda. Formúla Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Það er ekki lítil pressa að vera í kappakstri og bera þess utan eftirnafnið Schumacher. Hinn 19 ára gamli Mick Schumacher virðist þó hafa allt til að bera. Honum er spáð frægð og frama á komandi árum. Schumacher er nýbúinn að tryggja sér meistaratitilinn í Formúlu 3 þó svo það sé enn ein keppni eftir. Þeim árangri hefur hann náð á aðeins tveimur árum. Hann varð tólfti í fyrra. Það hefur verið fylgst með honum alla tíð enda ekki langt að sækja aksturshæfileikana. Til þess að létta álaginu á sér þá bar hann eftirnafn móður sinnar, Betsch, um tíma. „Það voru allir að fylgjast með honum frá upphafi. Það var mikil pressa á honum og ekki auðvelt að eiga við það. Frammistaða hans á seinni hluta tímabilsins er glæsileg. Hann er búinn að sanna að hann hefur allt sem til þarf. Hann getur orðið einn af þeim stóru í Formúlu 1,“ sagði Toto Wolff sem stýrir öllu hjá F1-liði Mercedes. Fyrrum ökuþór Ferrari, Gerhard Berger, tekur í svipaðan streng. „Aksturinn er í genunum hjá Mick. Ef hann heldur svona áfram verður hann kominn með vinnu í F1 áður en hann veit af,“ segir Berger. Bæði F1-lið Mercedes eru farin að sýna Schumacher áhuga. „Það er ekki hægt að segja nei við mann með þessu nafni,“ sagði yfirmaður Ferrari. Mick var aðeins 14 ára gamall er faðir hans slasaðist alvarlega í skíðaslysi og hefur ekki sést opinberlega síðan. Mick var með í för og hefur átt erfitt síðan rétt eins og öll hans fjölskylda.
Formúla Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira