57 milljónir fara í fjölgun heimilislækna Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. október 2018 14:26 Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, í Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar í dag. Mynd/Velferðarráðuneytið Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti í dag ákvörðun sína um að veita 57 milljóna króna framlag til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til að fjölga sérnámsstöðum í heimilislækningum um fimm. Á fjárlögum þessa árs eru 300 milljónir króna ætlaðar til að efla þverfaglega þjónustu heilsugæslunnar. Svandís sagði frá ákvörðun sinni varðandi sérnámsstöðurnar í húsakynnum Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar sem sett var á fót í sumar. Haft er eftir Svandísi á vefsíðu Velferðarráðuneytisins að ánægjulegt sé að sjá hvernig aðgerðir til að efla heilsugæsluna eru farnar að skila sér. Það sé til að mynda staðfest með nýrri skýrslu Embættis landlæknis um Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Þar er sérstaklega getið um góðan árangur varðandi bætt aðgengi að heilsugæslunni, stóraukna sálfræðiþjónustu fyrir börn og ávinninginn af því að setja á fót hjúkrunarvakt á öllum stöðvum stofnunarinnar. Ég er verulega ánægð með þennan árangur og það gleður mig að finna metnaðinn hjá stjórnendum og starfsfólki stofnunarinnar til að vinna stöðugt að bættri þjónustu við notendur.“ Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitaði til ráðuneytisins í sumar með ósk um viðbótarfjárveitingu. Nú eru 46 læknar í sérnámi í heimilislækningum eftir umtalsverða fjölgun í sumar með þrettán nýjum námsstöðum. Af þeim eru 30 á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, 8 á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, 6 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og hinir tveir eru á heilbrigðisstofnununum á Austurlandi og Suðurnesjum. „Þörf fyrir að fjölga sérnámsstöðum í heimilislækningum er tvíþætt. Annars vegar er fjölgun sérfræðinga í heimilislækningum mikilvæg til að fylgja eftir áherslum stjórnvalda um eflingu heilsugæslunnar og aukið hlutverk hennar innan heilbrigðiskerfisins. Hins vegar er meðalaldur starfandi sérfræðinga í heimilislækningum fremur hár og stór hópur þeirra mun fara á eftirlaun á næstu árum,” segir jafnframt á vefsíðu velferðarráðuneytisins. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vill framlengja um eitt ár við sérfræðilækna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vill framlengja rammasamning við sérfræðilækna sem rennur út um áramótin um eitt ár. Þetta segir Svandís í samtali við fréttastofu. Hún vill nýta næsta ár til þess að búa til nýjan heilstæðan samning við sérfræðilækna. 24. september 2018 17:56 Komin með samning við Sjúkratryggingar Íslands Anna Björnsdóttir taugalæknir er komin með samning við Sjúkratryggingar Íslands. 15. október 2018 10:30 Ráðherra verði að sjá til þess að dómnum verði ekki áfrýjað Formaður samtaka heilbrigðisfyrirtækja fagnar dómi héraðsdóms um að fella úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að meina sérfræðilækni um aðild að rammasamningi. Niðurstaðan sé aftur á móti áfellisdómur yfir stjórnsýslunni. Hann kallar eftir samtali við yfirvöld um framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi. 19. september 2018 20:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti í dag ákvörðun sína um að veita 57 milljóna króna framlag til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til að fjölga sérnámsstöðum í heimilislækningum um fimm. Á fjárlögum þessa árs eru 300 milljónir króna ætlaðar til að efla þverfaglega þjónustu heilsugæslunnar. Svandís sagði frá ákvörðun sinni varðandi sérnámsstöðurnar í húsakynnum Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar sem sett var á fót í sumar. Haft er eftir Svandísi á vefsíðu Velferðarráðuneytisins að ánægjulegt sé að sjá hvernig aðgerðir til að efla heilsugæsluna eru farnar að skila sér. Það sé til að mynda staðfest með nýrri skýrslu Embættis landlæknis um Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Þar er sérstaklega getið um góðan árangur varðandi bætt aðgengi að heilsugæslunni, stóraukna sálfræðiþjónustu fyrir börn og ávinninginn af því að setja á fót hjúkrunarvakt á öllum stöðvum stofnunarinnar. Ég er verulega ánægð með þennan árangur og það gleður mig að finna metnaðinn hjá stjórnendum og starfsfólki stofnunarinnar til að vinna stöðugt að bættri þjónustu við notendur.“ Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitaði til ráðuneytisins í sumar með ósk um viðbótarfjárveitingu. Nú eru 46 læknar í sérnámi í heimilislækningum eftir umtalsverða fjölgun í sumar með þrettán nýjum námsstöðum. Af þeim eru 30 á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, 8 á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, 6 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og hinir tveir eru á heilbrigðisstofnununum á Austurlandi og Suðurnesjum. „Þörf fyrir að fjölga sérnámsstöðum í heimilislækningum er tvíþætt. Annars vegar er fjölgun sérfræðinga í heimilislækningum mikilvæg til að fylgja eftir áherslum stjórnvalda um eflingu heilsugæslunnar og aukið hlutverk hennar innan heilbrigðiskerfisins. Hins vegar er meðalaldur starfandi sérfræðinga í heimilislækningum fremur hár og stór hópur þeirra mun fara á eftirlaun á næstu árum,” segir jafnframt á vefsíðu velferðarráðuneytisins.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vill framlengja um eitt ár við sérfræðilækna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vill framlengja rammasamning við sérfræðilækna sem rennur út um áramótin um eitt ár. Þetta segir Svandís í samtali við fréttastofu. Hún vill nýta næsta ár til þess að búa til nýjan heilstæðan samning við sérfræðilækna. 24. september 2018 17:56 Komin með samning við Sjúkratryggingar Íslands Anna Björnsdóttir taugalæknir er komin með samning við Sjúkratryggingar Íslands. 15. október 2018 10:30 Ráðherra verði að sjá til þess að dómnum verði ekki áfrýjað Formaður samtaka heilbrigðisfyrirtækja fagnar dómi héraðsdóms um að fella úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að meina sérfræðilækni um aðild að rammasamningi. Niðurstaðan sé aftur á móti áfellisdómur yfir stjórnsýslunni. Hann kallar eftir samtali við yfirvöld um framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi. 19. september 2018 20:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira
Vill framlengja um eitt ár við sérfræðilækna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vill framlengja rammasamning við sérfræðilækna sem rennur út um áramótin um eitt ár. Þetta segir Svandís í samtali við fréttastofu. Hún vill nýta næsta ár til þess að búa til nýjan heilstæðan samning við sérfræðilækna. 24. september 2018 17:56
Komin með samning við Sjúkratryggingar Íslands Anna Björnsdóttir taugalæknir er komin með samning við Sjúkratryggingar Íslands. 15. október 2018 10:30
Ráðherra verði að sjá til þess að dómnum verði ekki áfrýjað Formaður samtaka heilbrigðisfyrirtækja fagnar dómi héraðsdóms um að fella úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að meina sérfræðilækni um aðild að rammasamningi. Niðurstaðan sé aftur á móti áfellisdómur yfir stjórnsýslunni. Hann kallar eftir samtali við yfirvöld um framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi. 19. september 2018 20:30