Krefjast þess að greinar þekkts hjartalæknis verði dregnar til baka Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2018 13:33 Brigham and Women's-sjúkrahúsið er stærsta háskólasjúkrahús Harvard. Vísir/Getty Harvard-háskóli hefur farið fram á að greinar um rúmlega þrjátíu rannsóknir þekkts hjartalæknis verði dregnar til baka vegna þess að í þeim sé að finna fölsuð eða skálduð gögn. Læknirinn skaust upp á stjörnuhiminn þegar hann hélt því fram að hægt væri að gera við hjartaskemmdir með stofnfrumumeðferð. Rannsókn á greinum sem Piero Anversa hefur birt hófst í janúar árið 2013. Læknaskóli Harvard og Brigham and Women‘s-sjúkrahúsið í Boston samþykkti að greiða alríkisstjórn Bandaríkjanna tíu milljónir dollara í dómsátt vegna ásakana um að Anversa hefði notað fölsk gögn til að fá rannsóknarstyrki í fyrra. Nú hefur háskólinn komist að þeirri niðurstöðu að Anversa hafi falsað gögn í 31 rannsókn sem hann birti greinar um. Draga ætti þær greinar til baka, að því er segir í frétt New York Times.Aldrei tókst að sannreyna niðurstöðurnar Anversa vakti fyrst athygli með rannsókn sem hann birti árið 2001 sem benti til þess að hægt væri að endurnýja skemmda hjartavöðva með stofnfrumum þvert á það sem vísindamenn höfðu talið. Sagðist hann hafa tekið stofnfrumur úr beinmerg og sprautað þeim í hjarta músa. Stofnfrumurnar hafi þar orðið að hjartafrumum og gert við skemmdirnar. Þá fullyrti hann síðar að ekki þyrfti að nota frumur úr beinmerg heldur hefði hjartað eigin stofnfrumur sem hægt væri að ná í og rækta á tilraunastofu. Öðrum rannsóknarstofum tókst aldrei að sannreyna niðurstöður hans. Rannsóknir hans leiddu engu að síður til stofnunar fjölda sprotafyrirtækja til að þróa meðferðir við hjartasjúkdómum. „Nokkrar greinar væru áhyggjuefni en 31 grein til viðbótar sem vafi leikur um er nánast fordæmalaust. Þetta er næstum því heildarverk heillar rannsóknarstofu og þannig er næstum því heilt vísindasvið nú véfengt,“ segir Benoit Bruneau, aðstoðarforstjóri hjarta- og æðarannsókna við Gladstone-stofnunina í San Fransiskó. Vísindi Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira
Harvard-háskóli hefur farið fram á að greinar um rúmlega þrjátíu rannsóknir þekkts hjartalæknis verði dregnar til baka vegna þess að í þeim sé að finna fölsuð eða skálduð gögn. Læknirinn skaust upp á stjörnuhiminn þegar hann hélt því fram að hægt væri að gera við hjartaskemmdir með stofnfrumumeðferð. Rannsókn á greinum sem Piero Anversa hefur birt hófst í janúar árið 2013. Læknaskóli Harvard og Brigham and Women‘s-sjúkrahúsið í Boston samþykkti að greiða alríkisstjórn Bandaríkjanna tíu milljónir dollara í dómsátt vegna ásakana um að Anversa hefði notað fölsk gögn til að fá rannsóknarstyrki í fyrra. Nú hefur háskólinn komist að þeirri niðurstöðu að Anversa hafi falsað gögn í 31 rannsókn sem hann birti greinar um. Draga ætti þær greinar til baka, að því er segir í frétt New York Times.Aldrei tókst að sannreyna niðurstöðurnar Anversa vakti fyrst athygli með rannsókn sem hann birti árið 2001 sem benti til þess að hægt væri að endurnýja skemmda hjartavöðva með stofnfrumum þvert á það sem vísindamenn höfðu talið. Sagðist hann hafa tekið stofnfrumur úr beinmerg og sprautað þeim í hjarta músa. Stofnfrumurnar hafi þar orðið að hjartafrumum og gert við skemmdirnar. Þá fullyrti hann síðar að ekki þyrfti að nota frumur úr beinmerg heldur hefði hjartað eigin stofnfrumur sem hægt væri að ná í og rækta á tilraunastofu. Öðrum rannsóknarstofum tókst aldrei að sannreyna niðurstöður hans. Rannsóknir hans leiddu engu að síður til stofnunar fjölda sprotafyrirtækja til að þróa meðferðir við hjartasjúkdómum. „Nokkrar greinar væru áhyggjuefni en 31 grein til viðbótar sem vafi leikur um er nánast fordæmalaust. Þetta er næstum því heildarverk heillar rannsóknarstofu og þannig er næstum því heilt vísindasvið nú véfengt,“ segir Benoit Bruneau, aðstoðarforstjóri hjarta- og æðarannsókna við Gladstone-stofnunina í San Fransiskó.
Vísindi Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira