„Æfðu eins og hestar og ættu að geta farið í úrslit“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Lissabon skrifar 16. október 2018 17:30 Liðið æfði í keppnishöllinni í dag mynd/krsitinn arason Blandað lið unglinga á vonandi raunhæfa möguleika á að komast í úrslit á Evrópumótinu í hópfimleikum sem fram fer í Portúgal í vikunni að mati þjálfara liðsins. Fyrirliði liðsins segir æfingu liðsins í dag hafa gengið framar vonum. „Okkur líður mjög vel. Æfingin gekk mjög vel í dag. Við vorum mjög einbeitt og andlega tilbúin í allt sem við ætluðum að gera,“ sagði Þórarinn Reynir Valgeirsson, einn þjálfara liðsins. „Við fengum eina djúpa lendingu en það er bara eitthvað sem við tökum stöðuna á í kvöld og sjáum svo til á morgun.“Undanúrslitin í unglingaflokkum fara fram á morgun þar sem sex lið fara áfram í úrslitin á föstudag. Tíu þjóðir senda lið til keppni í þessum flokki; Bretland, Portúgal, Danmörk, Holland, Þýskaland, Svíþjóð, Ítalía, Ísland, Aserbaísjan og Noregur. Þórarinn sagðist lítið hafa séð af hinum liðunum á meðan æfingin stóð, öll liðin fengu tíu mínútur á hverju áhaldanna þriggja. Einbeiting þjálfarana hafi verið á íslenska liðinu. „Við getum ekki breytt neinu sem hin liðin eru að gera en ef við gerum okkar og klárum það sem við ætlum að gera þá verðum við mjög ánægð.“mynd/kristinn arasonAðspurður hvort liðið eigi raunhæfa möguleika á að komast í úrslitin sagði Þórarinn: „Ég ætla rétt að vona það. Þau eru búin að æfa eins og hestar undan farið og þau ættu að geta það.“ Stefán Ísak Stefánsson, fyrirliði liðsins, var ánægður með æfingu dagsins. „Þetta gekk mjög vel. Við fórum inn og kláruðum mjög vel,“ sagði Stefán. „Það eru einhver lið sem við tókum eftir að væru mögulega betri en við, en það eru líka önnur lið sem okkur finnst við vera betri en. Þetta verður bara spennandi.“ Keppni í undanúrslitum blandaðra unglingaliða hefst klukkan 16:45 að íslenskum tíma á morgun og verður vel fylgst með gangi mála hér á Vísi. Fimleikar Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Sjá meira
Blandað lið unglinga á vonandi raunhæfa möguleika á að komast í úrslit á Evrópumótinu í hópfimleikum sem fram fer í Portúgal í vikunni að mati þjálfara liðsins. Fyrirliði liðsins segir æfingu liðsins í dag hafa gengið framar vonum. „Okkur líður mjög vel. Æfingin gekk mjög vel í dag. Við vorum mjög einbeitt og andlega tilbúin í allt sem við ætluðum að gera,“ sagði Þórarinn Reynir Valgeirsson, einn þjálfara liðsins. „Við fengum eina djúpa lendingu en það er bara eitthvað sem við tökum stöðuna á í kvöld og sjáum svo til á morgun.“Undanúrslitin í unglingaflokkum fara fram á morgun þar sem sex lið fara áfram í úrslitin á föstudag. Tíu þjóðir senda lið til keppni í þessum flokki; Bretland, Portúgal, Danmörk, Holland, Þýskaland, Svíþjóð, Ítalía, Ísland, Aserbaísjan og Noregur. Þórarinn sagðist lítið hafa séð af hinum liðunum á meðan æfingin stóð, öll liðin fengu tíu mínútur á hverju áhaldanna þriggja. Einbeiting þjálfarana hafi verið á íslenska liðinu. „Við getum ekki breytt neinu sem hin liðin eru að gera en ef við gerum okkar og klárum það sem við ætlum að gera þá verðum við mjög ánægð.“mynd/kristinn arasonAðspurður hvort liðið eigi raunhæfa möguleika á að komast í úrslitin sagði Þórarinn: „Ég ætla rétt að vona það. Þau eru búin að æfa eins og hestar undan farið og þau ættu að geta það.“ Stefán Ísak Stefánsson, fyrirliði liðsins, var ánægður með æfingu dagsins. „Þetta gekk mjög vel. Við fórum inn og kláruðum mjög vel,“ sagði Stefán. „Það eru einhver lið sem við tókum eftir að væru mögulega betri en við, en það eru líka önnur lið sem okkur finnst við vera betri en. Þetta verður bara spennandi.“ Keppni í undanúrslitum blandaðra unglingaliða hefst klukkan 16:45 að íslenskum tíma á morgun og verður vel fylgst með gangi mála hér á Vísi.
Fimleikar Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Sjá meira