„Æfðu eins og hestar og ættu að geta farið í úrslit“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Lissabon skrifar 16. október 2018 17:30 Liðið æfði í keppnishöllinni í dag mynd/krsitinn arason Blandað lið unglinga á vonandi raunhæfa möguleika á að komast í úrslit á Evrópumótinu í hópfimleikum sem fram fer í Portúgal í vikunni að mati þjálfara liðsins. Fyrirliði liðsins segir æfingu liðsins í dag hafa gengið framar vonum. „Okkur líður mjög vel. Æfingin gekk mjög vel í dag. Við vorum mjög einbeitt og andlega tilbúin í allt sem við ætluðum að gera,“ sagði Þórarinn Reynir Valgeirsson, einn þjálfara liðsins. „Við fengum eina djúpa lendingu en það er bara eitthvað sem við tökum stöðuna á í kvöld og sjáum svo til á morgun.“Undanúrslitin í unglingaflokkum fara fram á morgun þar sem sex lið fara áfram í úrslitin á föstudag. Tíu þjóðir senda lið til keppni í þessum flokki; Bretland, Portúgal, Danmörk, Holland, Þýskaland, Svíþjóð, Ítalía, Ísland, Aserbaísjan og Noregur. Þórarinn sagðist lítið hafa séð af hinum liðunum á meðan æfingin stóð, öll liðin fengu tíu mínútur á hverju áhaldanna þriggja. Einbeiting þjálfarana hafi verið á íslenska liðinu. „Við getum ekki breytt neinu sem hin liðin eru að gera en ef við gerum okkar og klárum það sem við ætlum að gera þá verðum við mjög ánægð.“mynd/kristinn arasonAðspurður hvort liðið eigi raunhæfa möguleika á að komast í úrslitin sagði Þórarinn: „Ég ætla rétt að vona það. Þau eru búin að æfa eins og hestar undan farið og þau ættu að geta það.“ Stefán Ísak Stefánsson, fyrirliði liðsins, var ánægður með æfingu dagsins. „Þetta gekk mjög vel. Við fórum inn og kláruðum mjög vel,“ sagði Stefán. „Það eru einhver lið sem við tókum eftir að væru mögulega betri en við, en það eru líka önnur lið sem okkur finnst við vera betri en. Þetta verður bara spennandi.“ Keppni í undanúrslitum blandaðra unglingaliða hefst klukkan 16:45 að íslenskum tíma á morgun og verður vel fylgst með gangi mála hér á Vísi. Fimleikar Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sjá meira
Blandað lið unglinga á vonandi raunhæfa möguleika á að komast í úrslit á Evrópumótinu í hópfimleikum sem fram fer í Portúgal í vikunni að mati þjálfara liðsins. Fyrirliði liðsins segir æfingu liðsins í dag hafa gengið framar vonum. „Okkur líður mjög vel. Æfingin gekk mjög vel í dag. Við vorum mjög einbeitt og andlega tilbúin í allt sem við ætluðum að gera,“ sagði Þórarinn Reynir Valgeirsson, einn þjálfara liðsins. „Við fengum eina djúpa lendingu en það er bara eitthvað sem við tökum stöðuna á í kvöld og sjáum svo til á morgun.“Undanúrslitin í unglingaflokkum fara fram á morgun þar sem sex lið fara áfram í úrslitin á föstudag. Tíu þjóðir senda lið til keppni í þessum flokki; Bretland, Portúgal, Danmörk, Holland, Þýskaland, Svíþjóð, Ítalía, Ísland, Aserbaísjan og Noregur. Þórarinn sagðist lítið hafa séð af hinum liðunum á meðan æfingin stóð, öll liðin fengu tíu mínútur á hverju áhaldanna þriggja. Einbeiting þjálfarana hafi verið á íslenska liðinu. „Við getum ekki breytt neinu sem hin liðin eru að gera en ef við gerum okkar og klárum það sem við ætlum að gera þá verðum við mjög ánægð.“mynd/kristinn arasonAðspurður hvort liðið eigi raunhæfa möguleika á að komast í úrslitin sagði Þórarinn: „Ég ætla rétt að vona það. Þau eru búin að æfa eins og hestar undan farið og þau ættu að geta það.“ Stefán Ísak Stefánsson, fyrirliði liðsins, var ánægður með æfingu dagsins. „Þetta gekk mjög vel. Við fórum inn og kláruðum mjög vel,“ sagði Stefán. „Það eru einhver lið sem við tókum eftir að væru mögulega betri en við, en það eru líka önnur lið sem okkur finnst við vera betri en. Þetta verður bara spennandi.“ Keppni í undanúrslitum blandaðra unglingaliða hefst klukkan 16:45 að íslenskum tíma á morgun og verður vel fylgst með gangi mála hér á Vísi.
Fimleikar Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sjá meira