Sport

Blandað lið unglinga í úrslit á EM

Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Lissabon skrifar
mynd/kristinn arason
Blandað lið unglinga er komið í úrslit á EM í hópfimleikum. Liðið lenti í 4. sæti í undankeppninni.

Tíu lið hófu keppni en sex komust áfram í úrslitin. Snemma var ljóst að danska og sænska liðið voru skrefinu á undan keppinautum sínum. Portúgalir, Aserar og Þjóðverjar voru svo áberandi lökust og vermdu botnsætin.

Íslenska liðið stóð sig mjög vel og komst þokkalega í gegnum æfingarnar sínar. Liðið fékk tvö föll á dýnunni og í einni lendingunni á trampólíninu þurfti að styðja höndum í lendingardýnuna. Dansinn var glæsilegur og vel kláraður.

Íslendingar ættu vel að geta barist um bronsverðlaunin í úrslitunum á föstudag og jafnvel fengið annan lit á verðlaunapeninginn ef allt fer á besta veg.

Upptöku frá keppninni má sjá hér að neðan sem og beina textalýsingu fréttamanns frá keppninni.

Liðin sem fara í úrslit:

Danmörk

Svíþjóð

Bretland

Ísland

Noregur

Holland




Fleiri fréttir

Sjá meira
×