Sport

Stúlknaliðið fór örugglega í úrslitin

Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Lissabon skrifar
Stúlknaliðið æfði í keppnishöllinni í gær
Stúlknaliðið æfði í keppnishöllinni í gær mynd/kristinn arson
Íslenska stúlknaliðið keppir til úrslita á EM í hópfimleikum eftir að hafa hafnað í X. sæti í undankeppninni í Odivelas í Portúgal í kvöld.

Tíu lið hófu keppni en sex komust áfram í úrslitin. Sænska liðið setti tóninn strax í upphafi með framúrskarandi dansæfingu og sigruðu þær undankeppnina með miklum yfirburðum.

Íslenska liðið byrjaði frábærlega á dýnunni en lenti í smá erfiðleikum á trampólíninu og fékk fjögur föll.

Dansinn var síðastur og var hann frábær, liðið fékk 20,800 í einkunn, hæstu danseinkunn kvöldsins. 

Íslensku stelpurnar þurfa að eiga fullkominn dag á föstudag til þess að keppa við þær sænsku um gullið en þær geta vel gert tilkall til silfurverðlaunanna.

Vísir verður með beina textalýsingu af úrslitunum sem fara fram á föstudaginn. Upptöku af undankeppninni má sjá í spilaranum hér að neðan.

Liðin sem fara í úrslit:

Svíþjóð

Ísland

Danmörk

Finnland

Bretland

Noregur




Fleiri fréttir

Sjá meira
×