Laxeldið og leiga fyrir náttúruafnot Þórólfur Matthíasson skrifar 18. október 2018 07:00 Norska fiskistofan og norska sjávarútvegsráðuneytið stóðu sumarið 2018 að uppboði á heimildum til kvíaeldis á laxi á völdum stöðum meðfram strandlengju Noregs. Staðsetningar mögulegra kvía voru frá landamærum Noregs og Svíþjóðar í suðri til strandlengjunnar á Austur-Finnmörku í norðri. Fjórtán fyrirtæki fengu leyfi og greiddu einskiptisupphæð frá 1,8 milljónum íslenskra króna til 3,2 milljóna fyrir heimild til að setja upp kvíar með afkastagetu sem svarar til framleiðslu eins tonns af sláturlaxi á ári (NOK 132.000 til 233.000 per tonn sem slátrað er). Til samanburðar má nefna að fyrirtæki sem starfa á Íslandi greiða tæplega 2.000 íslenskar krónur á ári á hvert heimilað framleiðslutonn í Umhverfissjóð sjókvíaeldis sem jafngildir einskiptisgreiðslu að upphæð 20.000 krónur Verðið sem norsku fyrirtækin buðu fyrir framleiðsluréttinn var lægst á jaðarsvæðunum við Svíþjóð og í Finnmörku, en hæst um miðbik Noregs, en þar eru aðstæður ekki ólíkar því sem er í íslensku fjörðunum fyrir austan og vestan. Verðmæti tekinna tilboða nam 40 milljörðum íslenskra króna. Fjármunirnir munu renna inn í Kvíaeldissjóðinn (Havbruksfondet) sem ráðstafar 80% af tekjum sínum til sveitarfélaga þar sem laxeldi er stundað. Til samanburðar ráðstafar Umhverfissjóður sjókvíaeldis á Íslandi drjúgum hluta fjármagns síns í styrki til fiskeldisfyrirtækjanna sjálfra eða samstarfsaðila þeirra. Laxeldi kallar á margháttaðar fjárfestingar af hálfu þeirra sveitarfélaga þar sem starfsemin á sér stað. Fjölgi fólki í sveitarfélaginu vegna aðflutnings starfsfólks í tengslum við laxeldið þarf að byggja leiguíbúðir, stækka eða bæta grunn- og leikskóla. Jafnframt þarf sveitarfélagið að koma á vöktunarferli þar sem fylgst er með umhverfisgæðum, bæði á landi, í lofti og á láði. Það eru því sterk rök fyrir að fara þá leið sem Norðmenn hafa nú farið varðandi gjaldtöku af laxeldinu. Nú liggur fyrir Alþingi tillaga um að auka heimildir sjávarútvegsráðherra til að veita fiskeldisfyrirtækjum skammtíma rekstrarleyfi. Tilefni leyfisveitingarinnar eru ákvarðanir Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem taldi fyrri leyfisútgáfu ekki standast með hliðsjón af gildandi reglum. Með hliðsjón af niðurstöðum úr uppboði sumarsins í Noregi á þarlendum kvíaeldisleyfum má ætla að verðmæti þeirrar aðstöðu sem Arctic Sea Farm og Fjarðalax vilja nýta í Patreksfirði og Tálknafirði (framleiðslugeta upp á 17.500 tonn samtals) nemi á bilinu 31 til 56 milljörðum króna. Sem er 100 til 150 sinnum hærri upphæð en greidd er til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis.Til samanburðar má nefna að útgjöld vegna stofnframkvæmda í vegagerð á Vestfjörðum námu rúmum 19 milljörðum á árabilinu 2005 til 2016. Mögulegur umframarður af fiskeldinu gæti því greitt vegagerð á Vestfjörðum í 10 til 20 ár. Nú þegar sjávarútvegsráðherra hefur opnað á endurskoðun stjórnsýslu sem tengist laxeldinu er eðlilegt að Alþingi taki gjaldtöku í greininni til sérstakrar skoðunar. Þar sem greinin er í uppbyggingarferli mætti hugsa sér að haga gjaldtöku hér með öðrum hætti en í Noregi. Þannig mætti horfa til aflaskiptakerfis sjómanna og ákveða að fastur hundraðshluti af sölutekjum laxeldisfyrirtækja gengi til íslensks kvíaeldissjóðs. Þegar aukin reynsla fæst af rekstri laxeldisins, bæði hvað varðar umhverfismál og aðra rekstrarþætti mætti endurskoða hvort tveggja, rekstrarleyfin og gjaldtökuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórólfur Matthíasson Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Norska fiskistofan og norska sjávarútvegsráðuneytið stóðu sumarið 2018 að uppboði á heimildum til kvíaeldis á laxi á völdum stöðum meðfram strandlengju Noregs. Staðsetningar mögulegra kvía voru frá landamærum Noregs og Svíþjóðar í suðri til strandlengjunnar á Austur-Finnmörku í norðri. Fjórtán fyrirtæki fengu leyfi og greiddu einskiptisupphæð frá 1,8 milljónum íslenskra króna til 3,2 milljóna fyrir heimild til að setja upp kvíar með afkastagetu sem svarar til framleiðslu eins tonns af sláturlaxi á ári (NOK 132.000 til 233.000 per tonn sem slátrað er). Til samanburðar má nefna að fyrirtæki sem starfa á Íslandi greiða tæplega 2.000 íslenskar krónur á ári á hvert heimilað framleiðslutonn í Umhverfissjóð sjókvíaeldis sem jafngildir einskiptisgreiðslu að upphæð 20.000 krónur Verðið sem norsku fyrirtækin buðu fyrir framleiðsluréttinn var lægst á jaðarsvæðunum við Svíþjóð og í Finnmörku, en hæst um miðbik Noregs, en þar eru aðstæður ekki ólíkar því sem er í íslensku fjörðunum fyrir austan og vestan. Verðmæti tekinna tilboða nam 40 milljörðum íslenskra króna. Fjármunirnir munu renna inn í Kvíaeldissjóðinn (Havbruksfondet) sem ráðstafar 80% af tekjum sínum til sveitarfélaga þar sem laxeldi er stundað. Til samanburðar ráðstafar Umhverfissjóður sjókvíaeldis á Íslandi drjúgum hluta fjármagns síns í styrki til fiskeldisfyrirtækjanna sjálfra eða samstarfsaðila þeirra. Laxeldi kallar á margháttaðar fjárfestingar af hálfu þeirra sveitarfélaga þar sem starfsemin á sér stað. Fjölgi fólki í sveitarfélaginu vegna aðflutnings starfsfólks í tengslum við laxeldið þarf að byggja leiguíbúðir, stækka eða bæta grunn- og leikskóla. Jafnframt þarf sveitarfélagið að koma á vöktunarferli þar sem fylgst er með umhverfisgæðum, bæði á landi, í lofti og á láði. Það eru því sterk rök fyrir að fara þá leið sem Norðmenn hafa nú farið varðandi gjaldtöku af laxeldinu. Nú liggur fyrir Alþingi tillaga um að auka heimildir sjávarútvegsráðherra til að veita fiskeldisfyrirtækjum skammtíma rekstrarleyfi. Tilefni leyfisveitingarinnar eru ákvarðanir Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem taldi fyrri leyfisútgáfu ekki standast með hliðsjón af gildandi reglum. Með hliðsjón af niðurstöðum úr uppboði sumarsins í Noregi á þarlendum kvíaeldisleyfum má ætla að verðmæti þeirrar aðstöðu sem Arctic Sea Farm og Fjarðalax vilja nýta í Patreksfirði og Tálknafirði (framleiðslugeta upp á 17.500 tonn samtals) nemi á bilinu 31 til 56 milljörðum króna. Sem er 100 til 150 sinnum hærri upphæð en greidd er til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis.Til samanburðar má nefna að útgjöld vegna stofnframkvæmda í vegagerð á Vestfjörðum námu rúmum 19 milljörðum á árabilinu 2005 til 2016. Mögulegur umframarður af fiskeldinu gæti því greitt vegagerð á Vestfjörðum í 10 til 20 ár. Nú þegar sjávarútvegsráðherra hefur opnað á endurskoðun stjórnsýslu sem tengist laxeldinu er eðlilegt að Alþingi taki gjaldtöku í greininni til sérstakrar skoðunar. Þar sem greinin er í uppbyggingarferli mætti hugsa sér að haga gjaldtöku hér með öðrum hætti en í Noregi. Þannig mætti horfa til aflaskiptakerfis sjómanna og ákveða að fastur hundraðshluti af sölutekjum laxeldisfyrirtækja gengi til íslensks kvíaeldissjóðs. Þegar aukin reynsla fæst af rekstri laxeldisins, bæði hvað varðar umhverfismál og aðra rekstrarþætti mætti endurskoða hvort tveggja, rekstrarleyfin og gjaldtökuna.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun