Tindátaleikur Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 18. október 2018 11:00 Íslendingar búa við einstakar aðstæður. Við búum á einangraðri eyju í miðju Atlantshafi, langt er í næstu lönd og við höfum ekki hefð fyrir því að senda unga fólkið okkar í stríð. Við gætum nýtt þær einstöku aðstæður til að verða öðrum samfélögum fyrirmynd í friðarmálum, hafna því að taka þátt í nokkru hernaðarbrölti og verða viti friðsamlegra samskipta í heimi þar sem rökkur virðist vera að bresta á í ýmsum milliríkjasamskiptum. Því miður erum við aðilar að hernaðarbandalaginu Nató og nú hefur sú staðreynd kallað yfir okkur heræfingar. Hóp tindáta sem munu fara um náttúru Íslands á æfingum við að verða betri hermenn. Betri í að drepa annað fólk. Heræfingar eiga ekki heima á Íslandi almennt, landi sem af og til stærir sig af herleysi. Heræfingar eiga hins vegar alls ekki heima í íslenskri náttúru, viðkvæm sem hún er og æ ásetnari af fjölda gesta sem sækja landið heim í friðsamlegum tilgangi. Um helgina munu fara fram heræfingar í Þjórsárdal. Mörg hundruð hermenn munu fara þar um og æfa sig. Mikið hefur verið gert úr því að þetta sé nú varla æfing, eiginlega bara sveitaferð fyrir hermennina. Bússubúðir (bootcamp) sem séu ósköp saklausar. En það er ekkert saklaust við heri. Herir eru gangandi mengunarslys, fyrir utan allt annað slæmt sem þeim fylgir, og það er óásættanlegt að þeim sé vísað á svæði eins og Þjórsárdal. Mikil uppræktun hefur átt sér þar stað, enda veitir ekki af þar sem Hekla hefur reglulega dreift ösku og vikri yfir stór landsvæði. Svo rammt hefur að því kveðið að byggðin lagðist í eyði árið 1104 og hefur aldrei náð sér á sama strik síðan. Hundruð hermanna að þramma þar um í hóp er ekki það sem náttúran þarf á að halda. Hermenn í tindátaleik að ímynda sér að bak við næstu blöðku liggi óvinur í leyni, að við Rauðukamba sé Rússa að finna, það þurfi að ná Stöng á sitt vald eða jafnvel verja leiðina að Háafossi. Það hlýtur að vera skýlaus krafa að hermennirnir fari ekki um viðkvæm svæði, stundi engan utanvegaakstur og haldi sig á göngustígum. Og ef svo verður gert, þá má velta því fyrir sér hvað þeir eru að gera á þessu svæði, hvaða þjálfun er í því fólgin og hvort þeir ættu ekki bara að halda sig heima hjá sér? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Sjá meira
Íslendingar búa við einstakar aðstæður. Við búum á einangraðri eyju í miðju Atlantshafi, langt er í næstu lönd og við höfum ekki hefð fyrir því að senda unga fólkið okkar í stríð. Við gætum nýtt þær einstöku aðstæður til að verða öðrum samfélögum fyrirmynd í friðarmálum, hafna því að taka þátt í nokkru hernaðarbrölti og verða viti friðsamlegra samskipta í heimi þar sem rökkur virðist vera að bresta á í ýmsum milliríkjasamskiptum. Því miður erum við aðilar að hernaðarbandalaginu Nató og nú hefur sú staðreynd kallað yfir okkur heræfingar. Hóp tindáta sem munu fara um náttúru Íslands á æfingum við að verða betri hermenn. Betri í að drepa annað fólk. Heræfingar eiga ekki heima á Íslandi almennt, landi sem af og til stærir sig af herleysi. Heræfingar eiga hins vegar alls ekki heima í íslenskri náttúru, viðkvæm sem hún er og æ ásetnari af fjölda gesta sem sækja landið heim í friðsamlegum tilgangi. Um helgina munu fara fram heræfingar í Þjórsárdal. Mörg hundruð hermenn munu fara þar um og æfa sig. Mikið hefur verið gert úr því að þetta sé nú varla æfing, eiginlega bara sveitaferð fyrir hermennina. Bússubúðir (bootcamp) sem séu ósköp saklausar. En það er ekkert saklaust við heri. Herir eru gangandi mengunarslys, fyrir utan allt annað slæmt sem þeim fylgir, og það er óásættanlegt að þeim sé vísað á svæði eins og Þjórsárdal. Mikil uppræktun hefur átt sér þar stað, enda veitir ekki af þar sem Hekla hefur reglulega dreift ösku og vikri yfir stór landsvæði. Svo rammt hefur að því kveðið að byggðin lagðist í eyði árið 1104 og hefur aldrei náð sér á sama strik síðan. Hundruð hermanna að þramma þar um í hóp er ekki það sem náttúran þarf á að halda. Hermenn í tindátaleik að ímynda sér að bak við næstu blöðku liggi óvinur í leyni, að við Rauðukamba sé Rússa að finna, það þurfi að ná Stöng á sitt vald eða jafnvel verja leiðina að Háafossi. Það hlýtur að vera skýlaus krafa að hermennirnir fari ekki um viðkvæm svæði, stundi engan utanvegaakstur og haldi sig á göngustígum. Og ef svo verður gert, þá má velta því fyrir sér hvað þeir eru að gera á þessu svæði, hvaða þjálfun er í því fólgin og hvort þeir ættu ekki bara að halda sig heima hjá sér?
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun