Vinsælli en Sigur Rós á Spotify Stefán Þór Hjartarson skrifar 18. október 2018 11:28 Tónlist mt. fujitive er líklegast vinsælasta íslenska tónlistin á streymisveitum. Mt. fujitive nefnist vinsæll listamaður á Spotify og er flokkaður undir svokallað Lo-fi, þægilega og lágstemmda instrúmental tónlist. Hann er með milljón hlustendur á mánuði og er á nokkrum stórum lagalistum streymisveitunnar. Hann er líka Íslendingur og heitir Magnús Valur Willemsson Verheul. „Ég og félagar mínir sem erum að gera svipaða tónlist köllum þetta lyftutónlist. Maður getur bara slappað af – hangið í sófanum, lært, lesið, gert eitthvað heima hjá sér í algjörri afslöppun. Þetta er mjög hlutlaus tónlist, þetta er ekki flókið né eru neinar raddir þarna sem pirra mann – þetta er bara taktur með flottu undirlagi,“ segir Magnús beðinn að lýsa þessari tónlist sem hittir svona í mark hjá hlustendum. Magnús segist hafa byrjað að gera þessa tegund af músík sirka árið 2014, en raunar alltaf verið í kringum tónlist frá blautu barnsbeini, spilað á bassa og verið í hljómsveitum í skóla. „Ég byrjaði að fikta með tónlistarforrit í kringum 2014 og byrjaði að hlusta á þá sem kynntu mig þessa senu fyrir mér. Ég datt inn á svona músík á Soundcloud og hugsaði bara: „Holy shit, þetta er nice.“ Ég fór mjög mikið að hlusta á mismunandi svona listamenn og reyndi að melta hvaðan þessi hljóð koma. Það tók mig alveg sirka tvö góð ár af stöðugri vinnu að fá rétta „sándið“: hvaða sömpl ætti að nota og hvernig trommur. Þannig að það tók mig alveg svolítinn tíma að koma mér upp þessum hljómi sem ég er með núna.“ Árið 2016 kom út fyrsta smáskífan frá mt. fujitive og fljótlega eftir það fóru hlutirnir að gerast. „Einn daginn fæ ég skilaboð á Facebook frá einhverjum Þjóðverja sem býður mér að skrifa undir samning um stafræna dreifingu á efninu mínu – Spotify, iTunes og allt það. Ég segi náttúrulega: „Já, auðvitað,“ og þaðan fer snjóboltinn að rúlla og hefur stækkað rosa mikið á stuttum tíma.“ Tónlist eftir hann er sú íslenska tónlist sem flestir hafa streymt, að minnsta kosti á Spotify, þar sem hann er með fleiri mánaðarlega hlustendur en sjálf Sigur Rós og vinsælasta lagið hans hefur verið spilað um 10 milljón sinnum. „Já, það er mesta ruglið – ég klóra mér bara í hausnum þegar ég sé þetta,“ segir Magnús hlæjandi þegar blaðamaður nefnir þessar geysilega háu tölur við hann. „Ég er á nokkrum svona „official“ Spotify lagalistum sem eru tileinkaðir svipaðri tónlist og ég er að gera. Það er auðvitað alveg ruglað – það er einn svona lagalisti með 900 þúsund hlustendur, þannig að þetta springur bara í loft upp. Að vera settur inn á svona lista er partur af samningnum mínum – plötufyrirtækið mitt er í sambandi við Spotify og sendir lög eftir mig inn á svona lista. En það er gífurlegur heiður fyrir mig að vera þarna.“ Og þessi mikla spilun gerir það að verkum að hann getur lagt listina fyrir sig. „Ég er það heppinn að geta gert þetta að vinnu – þetta er skemmtilegasta vinna sem hægt er að vinna.“ Í febrúar kom út platan ventures og segist Magnús vera hægt og rólega vera að vinna að þeirri næstu. Í kvöld kemur hann svo fram á sínum fyrstu tónleikum hérlendis – þeir fara fram klukkan 22 á Prikinu. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Sjá meira
Mt. fujitive nefnist vinsæll listamaður á Spotify og er flokkaður undir svokallað Lo-fi, þægilega og lágstemmda instrúmental tónlist. Hann er með milljón hlustendur á mánuði og er á nokkrum stórum lagalistum streymisveitunnar. Hann er líka Íslendingur og heitir Magnús Valur Willemsson Verheul. „Ég og félagar mínir sem erum að gera svipaða tónlist köllum þetta lyftutónlist. Maður getur bara slappað af – hangið í sófanum, lært, lesið, gert eitthvað heima hjá sér í algjörri afslöppun. Þetta er mjög hlutlaus tónlist, þetta er ekki flókið né eru neinar raddir þarna sem pirra mann – þetta er bara taktur með flottu undirlagi,“ segir Magnús beðinn að lýsa þessari tónlist sem hittir svona í mark hjá hlustendum. Magnús segist hafa byrjað að gera þessa tegund af músík sirka árið 2014, en raunar alltaf verið í kringum tónlist frá blautu barnsbeini, spilað á bassa og verið í hljómsveitum í skóla. „Ég byrjaði að fikta með tónlistarforrit í kringum 2014 og byrjaði að hlusta á þá sem kynntu mig þessa senu fyrir mér. Ég datt inn á svona músík á Soundcloud og hugsaði bara: „Holy shit, þetta er nice.“ Ég fór mjög mikið að hlusta á mismunandi svona listamenn og reyndi að melta hvaðan þessi hljóð koma. Það tók mig alveg sirka tvö góð ár af stöðugri vinnu að fá rétta „sándið“: hvaða sömpl ætti að nota og hvernig trommur. Þannig að það tók mig alveg svolítinn tíma að koma mér upp þessum hljómi sem ég er með núna.“ Árið 2016 kom út fyrsta smáskífan frá mt. fujitive og fljótlega eftir það fóru hlutirnir að gerast. „Einn daginn fæ ég skilaboð á Facebook frá einhverjum Þjóðverja sem býður mér að skrifa undir samning um stafræna dreifingu á efninu mínu – Spotify, iTunes og allt það. Ég segi náttúrulega: „Já, auðvitað,“ og þaðan fer snjóboltinn að rúlla og hefur stækkað rosa mikið á stuttum tíma.“ Tónlist eftir hann er sú íslenska tónlist sem flestir hafa streymt, að minnsta kosti á Spotify, þar sem hann er með fleiri mánaðarlega hlustendur en sjálf Sigur Rós og vinsælasta lagið hans hefur verið spilað um 10 milljón sinnum. „Já, það er mesta ruglið – ég klóra mér bara í hausnum þegar ég sé þetta,“ segir Magnús hlæjandi þegar blaðamaður nefnir þessar geysilega háu tölur við hann. „Ég er á nokkrum svona „official“ Spotify lagalistum sem eru tileinkaðir svipaðri tónlist og ég er að gera. Það er auðvitað alveg ruglað – það er einn svona lagalisti með 900 þúsund hlustendur, þannig að þetta springur bara í loft upp. Að vera settur inn á svona lista er partur af samningnum mínum – plötufyrirtækið mitt er í sambandi við Spotify og sendir lög eftir mig inn á svona lista. En það er gífurlegur heiður fyrir mig að vera þarna.“ Og þessi mikla spilun gerir það að verkum að hann getur lagt listina fyrir sig. „Ég er það heppinn að geta gert þetta að vinnu – þetta er skemmtilegasta vinna sem hægt er að vinna.“ Í febrúar kom út platan ventures og segist Magnús vera hægt og rólega vera að vinna að þeirri næstu. Í kvöld kemur hann svo fram á sínum fyrstu tónleikum hérlendis – þeir fara fram klukkan 22 á Prikinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”