Krísa! Friðjón Friðjónsson og Soffía Sigurgeirsdóttir skrifar 3. október 2018 07:00 Öll fyrirtæki geta orðið fyrir áfalli eða farið í gegnum krísu vegna atvika sem ekki gera boð á undan sér. Með góðum undirbúningi og réttum viðbrögðum er þó hægt að koma í veg fyrir að orðspor fyrirtækisins skaðist til lengri tíma. Það hefur aldrei gefist vel að stinga höfðinu í sandinn og bíða eftir því að áfallið líði hjá. Væntingar til fyrirtækja eru miklar og viðbrögðin hraðari en nokkru sinni fyrr. Fjölmiðlar eru vel vakandi, einstaklingar eru óhræddir við að tjá skoðun sína á samfélagsmiðlum og á skömmum tíma getur lítið atvik orðið að stóru máli ef ekki er rétt brugðist við. Orðspor fyrirtækja er undir og því skiptir öllu máli að bregðast við með réttum hætti. Viðbragðsleysi rýrir traust Það felast mikil verðmæti í því að byggja upp og viðhalda góðri ímynd. Rannsóknir sýna fram á tengsl á milli ímyndar og velgengni fyrirtækja, óháð því hvort þau eru skráð á markað eða ekki. Greining á mögulegum krísum og orðsporsáhættu er því mikilvægur liður í rekstri fyrirtækja samhliða undirbúningi um það hvernig bregðast skuli við og miðla upplýsingum. Ef fyrirtæki er ekki búið undir það að takast á við verkefnið eru allar líkur á því að skaðinn verði meiri. Oftast eru það viðbrögð stjórnenda sem gera krísuna verri en þurfa þykir. Viðbragðsleysi, sem kemur til af því að fyrirtæki og stjórnendur þeirra eru ekki undirbúin, getur haft sömu áhrif. Þær eru óteljandi sögurnar af því þegar fyrirtæki hafa brugðist við krísum með vitlausum hætti – eða jafnvel haldið að allt muni líða hjá án þess að bregðast þurfi við. Oft skýrist það af því að fyrirtækin hafa ekki undirbúið sig, hafa ekki búið til samskiptaáætlun og vita ekki hvernig bregðast skuli við þegar á reynir. Þá verða krísur að klúðri og ímynd fyrirtækisins bíður hnekki sem erfitt er að bæta. Bestu fyrirtækin koma þó undirbúin til leiks. Þau hafa nýtt tímann vel með því að greina möguleg áföll og hvernig best er að takast á við aðstæður með skýrum skilaboðum og réttum verkferlum. Fyrir fram mótuð samskiptaáætlun kemur sér vel þegar erfið mál koma upp og lykillinn að árangri er að hafa frumkvæði í innri og ytri samskiptum við hagsmunaaðila. Samskipti við fjölmiðla Það er hlutverk fjölmiðla að upplýsa almenning um það sem á sér stað í samfélaginu. Það sem fjölmiðlar kjósa að fjalla um verður almenningseign og því hefur umfjöllun fjölmiðla áhrif á það hvernig atvinnulíf, stjórnmál og samfélög bregðast við og þróast. Orðræða almennings og fjölmiðla stigmagnast með tilkomu samfélagsmiðla. Stjórnendur fyrirtækja þurfa að vera meðvitaðir um þetta breytta landslag og tilbúnir að bregðast hratt við væntingum neytenda og hagsmunaaðila sem og spurningum fjölmiðla. Það er mikilvægt að stjórnendur og talsmenn fyrirtækja séu vel undirbúnir í samskiptum ef bregðast þarf við atburðum sem snúa að starfsemi fyrirtækisins. Þögn undirstrikar óvissu en útúrsnúningur og tilraun til þess að afvegaleiða umræðu skapar vantraust. Þá er mikilvægt að styðjast einungis við staðreyndir, segja rétt og satt frá og segja söguna alla sjálfur en ekki hálfkveðnar vísur. Það sem er ósagt eða ósatt verður oftar en ekki aðalatriðið í umfjöllun sem getur orðið kostnaðarsamt. Nýlegt dæmi af Elon Musk þar sem eitt tíst kostaði hann stjórnarformennsku í Tesla og hann og fyrirtækið samtals 40 milljónir dollara í sektir sýnir að orð geta verið dýr. Það felst lærdómur í því fyrir fyrirtæki og stjórnendur þeirra að takast á við krísur. Góður undirbúningur er sem fyrr segir lykilatriði og það er mikilvægt að huga að honum áður en til krísunnar kemur. Þannig eru fyrirtæki frekar í stakk búin til að takast á við erfiðleika . Við gerð skilvirkra samskiptaáætlana skapast einnig svigrúm til að koma auga á mögulegar hættur og fyrirbyggja á þann hátt áföll sem geta haft neikvæð áhrif á ímynd fyrirtækja – áður en það verður of seint. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Friðjón Friðjónsson Mest lesið Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Öll fyrirtæki geta orðið fyrir áfalli eða farið í gegnum krísu vegna atvika sem ekki gera boð á undan sér. Með góðum undirbúningi og réttum viðbrögðum er þó hægt að koma í veg fyrir að orðspor fyrirtækisins skaðist til lengri tíma. Það hefur aldrei gefist vel að stinga höfðinu í sandinn og bíða eftir því að áfallið líði hjá. Væntingar til fyrirtækja eru miklar og viðbrögðin hraðari en nokkru sinni fyrr. Fjölmiðlar eru vel vakandi, einstaklingar eru óhræddir við að tjá skoðun sína á samfélagsmiðlum og á skömmum tíma getur lítið atvik orðið að stóru máli ef ekki er rétt brugðist við. Orðspor fyrirtækja er undir og því skiptir öllu máli að bregðast við með réttum hætti. Viðbragðsleysi rýrir traust Það felast mikil verðmæti í því að byggja upp og viðhalda góðri ímynd. Rannsóknir sýna fram á tengsl á milli ímyndar og velgengni fyrirtækja, óháð því hvort þau eru skráð á markað eða ekki. Greining á mögulegum krísum og orðsporsáhættu er því mikilvægur liður í rekstri fyrirtækja samhliða undirbúningi um það hvernig bregðast skuli við og miðla upplýsingum. Ef fyrirtæki er ekki búið undir það að takast á við verkefnið eru allar líkur á því að skaðinn verði meiri. Oftast eru það viðbrögð stjórnenda sem gera krísuna verri en þurfa þykir. Viðbragðsleysi, sem kemur til af því að fyrirtæki og stjórnendur þeirra eru ekki undirbúin, getur haft sömu áhrif. Þær eru óteljandi sögurnar af því þegar fyrirtæki hafa brugðist við krísum með vitlausum hætti – eða jafnvel haldið að allt muni líða hjá án þess að bregðast þurfi við. Oft skýrist það af því að fyrirtækin hafa ekki undirbúið sig, hafa ekki búið til samskiptaáætlun og vita ekki hvernig bregðast skuli við þegar á reynir. Þá verða krísur að klúðri og ímynd fyrirtækisins bíður hnekki sem erfitt er að bæta. Bestu fyrirtækin koma þó undirbúin til leiks. Þau hafa nýtt tímann vel með því að greina möguleg áföll og hvernig best er að takast á við aðstæður með skýrum skilaboðum og réttum verkferlum. Fyrir fram mótuð samskiptaáætlun kemur sér vel þegar erfið mál koma upp og lykillinn að árangri er að hafa frumkvæði í innri og ytri samskiptum við hagsmunaaðila. Samskipti við fjölmiðla Það er hlutverk fjölmiðla að upplýsa almenning um það sem á sér stað í samfélaginu. Það sem fjölmiðlar kjósa að fjalla um verður almenningseign og því hefur umfjöllun fjölmiðla áhrif á það hvernig atvinnulíf, stjórnmál og samfélög bregðast við og þróast. Orðræða almennings og fjölmiðla stigmagnast með tilkomu samfélagsmiðla. Stjórnendur fyrirtækja þurfa að vera meðvitaðir um þetta breytta landslag og tilbúnir að bregðast hratt við væntingum neytenda og hagsmunaaðila sem og spurningum fjölmiðla. Það er mikilvægt að stjórnendur og talsmenn fyrirtækja séu vel undirbúnir í samskiptum ef bregðast þarf við atburðum sem snúa að starfsemi fyrirtækisins. Þögn undirstrikar óvissu en útúrsnúningur og tilraun til þess að afvegaleiða umræðu skapar vantraust. Þá er mikilvægt að styðjast einungis við staðreyndir, segja rétt og satt frá og segja söguna alla sjálfur en ekki hálfkveðnar vísur. Það sem er ósagt eða ósatt verður oftar en ekki aðalatriðið í umfjöllun sem getur orðið kostnaðarsamt. Nýlegt dæmi af Elon Musk þar sem eitt tíst kostaði hann stjórnarformennsku í Tesla og hann og fyrirtækið samtals 40 milljónir dollara í sektir sýnir að orð geta verið dýr. Það felst lærdómur í því fyrir fyrirtæki og stjórnendur þeirra að takast á við krísur. Góður undirbúningur er sem fyrr segir lykilatriði og það er mikilvægt að huga að honum áður en til krísunnar kemur. Þannig eru fyrirtæki frekar í stakk búin til að takast á við erfiðleika . Við gerð skilvirkra samskiptaáætlana skapast einnig svigrúm til að koma auga á mögulegar hættur og fyrirbyggja á þann hátt áföll sem geta haft neikvæð áhrif á ímynd fyrirtækja – áður en það verður of seint.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar