Föllum ekki í hræðsluáróðursgryfjuna Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Kristín I. Pálsdóttir skrifar 4. október 2018 07:00 Fyrir stuttu var myndin „Lof mér að falla“ eftir Baldvin Z frumsýnd en myndin fjallar um sorgleg örlög tveggja stúlkna sem ánetjast vímuefnum. Í umræðum um myndina er áberandi að bundnar eru miklar vonir við að hún verði til þess að fæla börn og ungmenni frá eiturlyfjaneyslu og hafi mikið forvarnargildi. Því miður hafa sögur eins og sú sem er sögð í myndinni lítið sem ekkert forvarnargildi, enda er myndin ekki forvarnarverkefni. Þó að við skyldum alla nemendur til að sjá hana er ólíklegt að það forði þeim frá neyslu vímuefna. Dapurlegar neyslusögur eða hræðsluáróður hafa lítið sem ekkert forvarnargildi eða fælingarmátt. Líklegt er að ungmenni sem horfa á myndina spegli sig ekki í persónum hennar, ekki einu sinni þó að þau séu að fikta við neyslu. Unglingar lifa í þeirri trú að þau muni aldrei missa svona stjórnina, þau muni hætta áður en svo langt væri gengið. Auk þess er sumum alveg sama og hræðast ekki dauðann. Rannsóknir síðustu áratuga sýna að forvarnir sem byggja á hræðsluáróðri virka einfaldlega ekki á ungt fólk og geta haft öfug áhrif á þá sem í mestri hættu eru. Samkvæmt „íslenska módelinu“ sem svo hefur verið kallað, virkar ekki vel að „ganga á milli skóla og predika yfir ungmennum um skaðsemi áfengis og reykinga“. Forvarnir eiga ekki að snúast um að reyna að stjórna unglingum heldur frekar hvetja til samvista með foreldrum, leiðbeina á rétta braut og hvetja fjölskyldur til að gera ýmislegt saman. (Sjá nánar https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/10/03/arangur_i_forvornum_fangar_athygli_dana/.)Kristín I. Pálsdóttir fyrir hönd ráðs RótarinnarSú hugsun að fíkniefnaneysla sé einfaldlega afleiðing af tilviljanakenndri ákvarðanatöku og „vondum félagsskap“ horfir fram hjá því að ungmenni sem fara út í neyslu eiga flest sögu sem skýrir af hverju þau velja að deyfa sig með fíkniefnum, öfugt við það sem oft er haldið á lofti. Nægir að benda á ACE-rannsóknina, rannsókn á erfiðri reynslu í æsku, sem sýnir fram á sterkt samband á milli þess að verða fyrir erfiðri reynslu í æsku og að leiðast út í neyslu fíkniefna síðar á ævinni, og skýrslu UNICEF á Íslandi frá árinu 2013, Réttindi barna á Íslandi: Ofbeldi og forvarnir, þar sem fjallað er um áhrifaþætti á þróun fíknihegðunar. Tvær rannsóknir hafa verið gerðar á Íslandi á konum með fíknivanda og báðar sýna að helmingur kvennanna höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku. Kyn er mikilvægur áhrifaþáttur á þróun fíknar og þau vandamál sem fylgja fíknivanda leggjast iðulega þyngra á konur en karla vegna félagsmótunar og kynhlutverka. Oft er því hægt að rekja upphaf þess að stúlkur í sporum aðalpersónanna í „Lof mér að falla“ fara að þróa með sér fíknivanda og það upphaf tengist iðulega því mikla ofbeldi sem stúlkur og konur verða fyrir. Þess er óskandi að myndin „Lof mér að falla“ veki upp frjóa og lausnamiðaða umræðu um bráðan vanda ungs fólks í neyslu. Sú umræða þarf hins vegar að beinast að þeim sem bera ábyrgð á velferð barna og ungmenna en ekki að börnunum og ungmennunum sjálfum. Þannig getur hún haft áhrif á yfirvöld og aðra sem er annt um velferð barna og unglinga á Íslandi og hvatt þau til dáða. Forvarnir þurfa að byggja á gagnreyndum aðferðum og þar hafa hræðsluáróður og neyslusögur ekkert hlutverk en geta hins vegar haft öfug áhrif á þau sem eru í viðkvæmri stöðu og áhættuhópi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir stuttu var myndin „Lof mér að falla“ eftir Baldvin Z frumsýnd en myndin fjallar um sorgleg örlög tveggja stúlkna sem ánetjast vímuefnum. Í umræðum um myndina er áberandi að bundnar eru miklar vonir við að hún verði til þess að fæla börn og ungmenni frá eiturlyfjaneyslu og hafi mikið forvarnargildi. Því miður hafa sögur eins og sú sem er sögð í myndinni lítið sem ekkert forvarnargildi, enda er myndin ekki forvarnarverkefni. Þó að við skyldum alla nemendur til að sjá hana er ólíklegt að það forði þeim frá neyslu vímuefna. Dapurlegar neyslusögur eða hræðsluáróður hafa lítið sem ekkert forvarnargildi eða fælingarmátt. Líklegt er að ungmenni sem horfa á myndina spegli sig ekki í persónum hennar, ekki einu sinni þó að þau séu að fikta við neyslu. Unglingar lifa í þeirri trú að þau muni aldrei missa svona stjórnina, þau muni hætta áður en svo langt væri gengið. Auk þess er sumum alveg sama og hræðast ekki dauðann. Rannsóknir síðustu áratuga sýna að forvarnir sem byggja á hræðsluáróðri virka einfaldlega ekki á ungt fólk og geta haft öfug áhrif á þá sem í mestri hættu eru. Samkvæmt „íslenska módelinu“ sem svo hefur verið kallað, virkar ekki vel að „ganga á milli skóla og predika yfir ungmennum um skaðsemi áfengis og reykinga“. Forvarnir eiga ekki að snúast um að reyna að stjórna unglingum heldur frekar hvetja til samvista með foreldrum, leiðbeina á rétta braut og hvetja fjölskyldur til að gera ýmislegt saman. (Sjá nánar https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/10/03/arangur_i_forvornum_fangar_athygli_dana/.)Kristín I. Pálsdóttir fyrir hönd ráðs RótarinnarSú hugsun að fíkniefnaneysla sé einfaldlega afleiðing af tilviljanakenndri ákvarðanatöku og „vondum félagsskap“ horfir fram hjá því að ungmenni sem fara út í neyslu eiga flest sögu sem skýrir af hverju þau velja að deyfa sig með fíkniefnum, öfugt við það sem oft er haldið á lofti. Nægir að benda á ACE-rannsóknina, rannsókn á erfiðri reynslu í æsku, sem sýnir fram á sterkt samband á milli þess að verða fyrir erfiðri reynslu í æsku og að leiðast út í neyslu fíkniefna síðar á ævinni, og skýrslu UNICEF á Íslandi frá árinu 2013, Réttindi barna á Íslandi: Ofbeldi og forvarnir, þar sem fjallað er um áhrifaþætti á þróun fíknihegðunar. Tvær rannsóknir hafa verið gerðar á Íslandi á konum með fíknivanda og báðar sýna að helmingur kvennanna höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku. Kyn er mikilvægur áhrifaþáttur á þróun fíknar og þau vandamál sem fylgja fíknivanda leggjast iðulega þyngra á konur en karla vegna félagsmótunar og kynhlutverka. Oft er því hægt að rekja upphaf þess að stúlkur í sporum aðalpersónanna í „Lof mér að falla“ fara að þróa með sér fíknivanda og það upphaf tengist iðulega því mikla ofbeldi sem stúlkur og konur verða fyrir. Þess er óskandi að myndin „Lof mér að falla“ veki upp frjóa og lausnamiðaða umræðu um bráðan vanda ungs fólks í neyslu. Sú umræða þarf hins vegar að beinast að þeim sem bera ábyrgð á velferð barna og ungmenna en ekki að börnunum og ungmennunum sjálfum. Þannig getur hún haft áhrif á yfirvöld og aðra sem er annt um velferð barna og unglinga á Íslandi og hvatt þau til dáða. Forvarnir þurfa að byggja á gagnreyndum aðferðum og þar hafa hræðsluáróður og neyslusögur ekkert hlutverk en geta hins vegar haft öfug áhrif á þau sem eru í viðkvæmri stöðu og áhættuhópi.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun