Náðun fyrrverandi forseta Perú snúið við fyrir dómi Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2018 22:40 Fujimori bar vitni í máli gegn fyrrverandi yfirmanna í stjórnarhernum fyrr á þessu ári. Hann er nú áttræður að aldri. Vísir/EPA Dómstóll í Perú hefur ógilt náðun sem Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti landsins, hlaut í desember í fyrra. Náðun Fujimori var afar umdeild og var talin hluti af valdatafli þáverandi forseta landsins sem reyndi að bjarga ríkisstjórn sinni frá falli. Pedro Pablo Kuczynski, þáverandi forseti Perú, náðaði Fujimori af heilsufarsástæðum í desember. Ásakanir voru um að það hafi hann gert til að kaupa sér stuðning stjórnmálaflokks sem dóttir Fujimori leiðir til að verja sig fyrir vantrausti á þingi. Nú hefur dómstóll úrskurðað að Fujimori skuli aftur í steininn. Féllst hann á áfrýjun samtaka fórnarlamba Fujimori. Lögmenn hans segja að hann muni reka málið áfram fyrir dómstólum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fujimori, sem nú er áttræður, hefur dúsað í fangelsi frá því hann var sakfelldur vegna mannréttindabrota og spillingar og dæmdur til tuttugu og fimm ára fangelsisvistar. Hann var forseti Perú frá 1992 til 2000. Á þeim tíma leysti hann meðal annars þing landsins upp og tók sér alræðisvald, að eigin sögn til að kveða niður uppreisn maóistahreyfingarinnar Skínandi stígs. Í þeim tilgangi leyfði hann dauðasveitum að myrða fólk án dóms og laga. Fyrir það var hann sakfelldur árið 2009. Fujimori hlaut annan dóm tveimur árum síðar, þá fyrir spillingu. Kuczynski sagði af sér í mars vegna ásakana um að hann hefði keypt atkvæði. Perú Suður-Ameríka Tengdar fréttir Fujimori ekki laus allra mála vegna mannréttindabrota Enn er hægt að sækja fyrrverandi forseta Perú til saka vegna morða dauðasveita á sex manns árið 1992 þrátt fyrir náðun hans í desember. 19. febrúar 2018 23:57 Forseti Perú segir af sér vegna atkvæðakaupa Myndband kom fram sem virtist sýna bandamenn forsetans bjóða stjórnarandstöðuþingmönnum ábatasama samninga við ríkið í skiptum fyrir atkvæði þeirra gegn ákæru í þinginu. 21. mars 2018 22:25 Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur í Perú Þúsundir mótmælenda komu saman í Líma, höfuðborg Perú, til að mótmæla ákvörðun um að náða Alberto Fujimori fyrrverandi forseta landsins. 26. desember 2017 12:30 Fyrrverandi forseti Perú náðaður Alberto Fujimori tók sér einræðisvald í Perú á 10. áratugnum. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa heimilað morð dauðasveita á fólki. 25. desember 2017 09:31 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Dómstóll í Perú hefur ógilt náðun sem Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti landsins, hlaut í desember í fyrra. Náðun Fujimori var afar umdeild og var talin hluti af valdatafli þáverandi forseta landsins sem reyndi að bjarga ríkisstjórn sinni frá falli. Pedro Pablo Kuczynski, þáverandi forseti Perú, náðaði Fujimori af heilsufarsástæðum í desember. Ásakanir voru um að það hafi hann gert til að kaupa sér stuðning stjórnmálaflokks sem dóttir Fujimori leiðir til að verja sig fyrir vantrausti á þingi. Nú hefur dómstóll úrskurðað að Fujimori skuli aftur í steininn. Féllst hann á áfrýjun samtaka fórnarlamba Fujimori. Lögmenn hans segja að hann muni reka málið áfram fyrir dómstólum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fujimori, sem nú er áttræður, hefur dúsað í fangelsi frá því hann var sakfelldur vegna mannréttindabrota og spillingar og dæmdur til tuttugu og fimm ára fangelsisvistar. Hann var forseti Perú frá 1992 til 2000. Á þeim tíma leysti hann meðal annars þing landsins upp og tók sér alræðisvald, að eigin sögn til að kveða niður uppreisn maóistahreyfingarinnar Skínandi stígs. Í þeim tilgangi leyfði hann dauðasveitum að myrða fólk án dóms og laga. Fyrir það var hann sakfelldur árið 2009. Fujimori hlaut annan dóm tveimur árum síðar, þá fyrir spillingu. Kuczynski sagði af sér í mars vegna ásakana um að hann hefði keypt atkvæði.
Perú Suður-Ameríka Tengdar fréttir Fujimori ekki laus allra mála vegna mannréttindabrota Enn er hægt að sækja fyrrverandi forseta Perú til saka vegna morða dauðasveita á sex manns árið 1992 þrátt fyrir náðun hans í desember. 19. febrúar 2018 23:57 Forseti Perú segir af sér vegna atkvæðakaupa Myndband kom fram sem virtist sýna bandamenn forsetans bjóða stjórnarandstöðuþingmönnum ábatasama samninga við ríkið í skiptum fyrir atkvæði þeirra gegn ákæru í þinginu. 21. mars 2018 22:25 Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur í Perú Þúsundir mótmælenda komu saman í Líma, höfuðborg Perú, til að mótmæla ákvörðun um að náða Alberto Fujimori fyrrverandi forseta landsins. 26. desember 2017 12:30 Fyrrverandi forseti Perú náðaður Alberto Fujimori tók sér einræðisvald í Perú á 10. áratugnum. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa heimilað morð dauðasveita á fólki. 25. desember 2017 09:31 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Fujimori ekki laus allra mála vegna mannréttindabrota Enn er hægt að sækja fyrrverandi forseta Perú til saka vegna morða dauðasveita á sex manns árið 1992 þrátt fyrir náðun hans í desember. 19. febrúar 2018 23:57
Forseti Perú segir af sér vegna atkvæðakaupa Myndband kom fram sem virtist sýna bandamenn forsetans bjóða stjórnarandstöðuþingmönnum ábatasama samninga við ríkið í skiptum fyrir atkvæði þeirra gegn ákæru í þinginu. 21. mars 2018 22:25
Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur í Perú Þúsundir mótmælenda komu saman í Líma, höfuðborg Perú, til að mótmæla ákvörðun um að náða Alberto Fujimori fyrrverandi forseta landsins. 26. desember 2017 12:30
Fyrrverandi forseti Perú náðaður Alberto Fujimori tók sér einræðisvald í Perú á 10. áratugnum. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa heimilað morð dauðasveita á fólki. 25. desember 2017 09:31