Shailene Woodley: Fólk og náttúra ekki í baráttu fyrir tilveru sinni á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 4. október 2018 15:16 Leikkonan Shailene Woodley er stödd hér á landi til að sitja í dómnefnd RIFF. Vísir/Vilhelm Bandaríska leikkonan Shailene Woodley segist aldrei hafa upplifað jafn mikla kyrrð og ró og íslenskri náttúru. Hún segir Ísland eina af fáu stöðum í heiminum þar sem mannfólk og náttúran eru ekki í baráttu um tilverurétt. Woodley er í dómnefnd alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar Reykjavík International Film Festival sem lýkur á sunnudag. Auk hennar sitja kvikmyndaframleiðendurnir Anne Hubbell og Michael Schültz í dómnefndinni sem mun afhenda bestu mynd hátíðarinnar gullna lundann. Hún kom til landsins í gær en þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hún kemur til Íslands. Fyrir nokkrum árum kom hún til Íslands til að heimsækja vin sinn. Um var að ræða stutta dvöl þar sem hún fór í þyrluskoðunarferð. „Við sáum landið úr lofti og öll þau ósnortnu víðerni sem það hefur upp á að bjóða,“ segir Woodley. Hún er ekki mikið fyrir að fara á túristastaði og segist vilja fá að upplifa hvert land sem hún heimsækir eins og innfæddir upplifa það. Ísland einstakt Hún segir það einstaka upplifun að ferðast um Íslands. Shailene hefur í tvígang verið tilnefnd til Golden Globe verðlauna.Vísir/Vilhelm „Ég hef orðið þess gæfu njótandi að ferðast víða. Á flestum stöðum líður mér eins og mannfólkið og náttúran séu í baráttu við hvort annað og að mannfólkið eigi erfitt að þrífast í samlyndi við náttúruna. Ísland var fyrsti staðurinn sem ég hef á ævinni komið til þar sem ég fann fyrir því að ró væri yfir náttúrunni og það væri ekki samkeppni á milli hennar og mannfólksins um yfirráð. Þetta gaf mér mikla orku og ég féll algjörlega fyrir landinu. Þegar ég var á hálendinu fann ég fyrir kyrrð og ró sem ég hafði ekki upplifað annarstaðar.“ Ástæðan fyrir því að hún rataði í dómnefnd RIFF er einföld. Hún var við tökur á myndinni Adrift í fyrra en leikstjóri myndarinnar er Baltasar Kormákur. „Á meðan við unnum við myndina þá töluðum við frekar oft um Ísland því ég var svo forvitin um landið. Hann stakk því að ég myndi koma á RIFF og við myndum skoða Ísland. Hann hafði svo samband fyrir nokkrum mánuðum og sagði að áhugi væri fyrir því að fá mig í dómnefnd hátíðarinnar og ég sagði umsvifalaust já þrátt fyrir að vita ekki hvernig dagskráin yrði hjá mér í október,“ segir Woodley. Fer fögrum orðum um Baltasar Baltasar með Tami Oldham og aðalleikurum myndarinnar Adrift, þeim Shailene Woodley og Sam Claflin.vísir/ap Hún fer fögrum orðum um Baltasar sem leikstjóra og segir að hún myndi nánast taka hvaða kvikmyndahlutverki sem er frá honum. „Með þeirri undantekningu að ég væri örugglega ekki tilbúinn að leika í mynd sem gerist á Everest og ég þyrfti að vera við tökur í snjó allan daginn. Ég er sólarmanneskja,“ segir Woodley og hlær. Hún segir þau Baltasar vera frekar lík þegar kemur að ást þeirra á náttúrunni. „Hann er týpan sem hoppar út í sjó á Íslandi á sundskýlunni einni saman, hann er ekki hræddur við að takast á við náttúruna og ég vil trúa því að ég sé svipuð. Að vinna með Balta var svo sérstakt því hann er svo óhræddur við að ganga nógu langt til að ná réttum skotum þar sem náttúrunni er gert jafn hátt undir höfði og aðalpersónunum myndarinnar. Það skín í gegn í myndum hans að náttúran er oftast í aðalhlutverki og fyrir mér var það sérstakt, sérstaklega þar sem við vorum mikið að mynda á sjó. Ég er svo mikið vatnsbarn og því var gaman að hafa leikstjóra sem var óhræddur við að leyfa mér að kafa á miklu dýpi og synda í kraftmiklum öldum,“ segir Woodley. Segir Baltasar engan einræðisherra Hún segir Baltasar heldur engan einræðisherra, heldur hafi hann leitað eftir áliti annarra á meðan þau tóku upp Adrift. „Mér leið eins og við værum að gera þessa mynd saman. Hann var engu að síðar leiðtoginn og leiddi okkur óttalaus, ásamt því að sýna kærleik, samkennd og stillingu. Við vorum að vinna við afar erfiðar aðstæður sem hefðu geta haft slæm áhrif á sálarlíf þeirra sem unnu að þessari mynd en hann hélt öllum rólegum og passaði upp á við skemmtum okkur í leiðinni,“ segir Woodley. Nokkrir Íslendingar störfuðu við gerð myndarinnar en hún segir þetta fyrstu myndina sem hún vinnur að þar sem tökuteymið er ekki bandarískt. Í töluliðinu var fólk frá Nýja Sjálandi, Fíjí, Englandi og Frakklandi. „Þetta var í fyrsta skiptið sem ég vann við kvikmynd þar sem bandarísk menning var ekki við líði. Ég upplifið því meira frelsi og léttúð, sem er ekki að finna hjá bandarísku kvikmyndagerðarfólki. Bandaríska hugarfarið er svolítið þannig að þú vinnur rosalega mikið og sest síðan í helgan stein en missir þá svolítið tilganginn og veist ekki hvað þú átt að gera við líf þitt. En mér finnst eins og á öðrum stöðum í heiminum þá leggur þú hart að þér en hefur gaman að lífinu í leiðinni. Þar virðist fólk gefa sér tíma til að hafa gaman af tækifærinu sem þú færð. Þetta var mjög áberandi á meðan við unnum að Adrift. Við vorum við tökur í 12 til 14 tíma á dag úti á sjó en það nutu allir hverrar stundir í stað þess að líta á það sem kvöl,“ segir Woodley. Hún vonast til að fá tækifæri til að ferðast um landið að vera úti í náttúrunni á meðan dvöl hennar stendur.Vísir/Vilhelm Hún vonast til að fá að skoða Ísland þegar kvikmyndahátíðinni er lokið. „Ég vil komast út í náttúruna, sjá nokkra hveri og fá að liggja úti í móa,“ segir leikkonan. Tvívegis tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Leikkonan verður 27 ára í nóvember en hún hefur starfað við leiklist frá átta ára aldri. Eftir að hafa leikið nokkur minni hlutverk sló hún í gegn í myndinni The Descendants en hún var tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn í þeirri mynd sem skartaði George Clooney í aðalhlutverki. Á eftir þeirri mynd fylgdu myndirnar Divergant og The Fault in Our Stars sem gerðu hana frekar eftirsótta í Hollywood. Hún hefur einnig getið sér gott orð fyrir leik í þáttunum Big Little Lies en hún hefur verið tilnefnd til Golden Globe verðlauna fyrir frammistöðu sína í þeim þáttum. Myndin Adrift er byggð á sannsögulegum atburðum og segir frá ungri konu, Tami Oldham Ashcraft, sem þarf að takast á við mikið mótlæti á Kyrrahafinu eftir að skúta, sem hún og unnusti hennar höfðu tekið að sér að sigla frá Tahíti til San Diego í Bandaríkjunum fyrir eigendur hennar, gjöreyðilagðist í fjórða stigs fellibyl árið 1983. Íslandsvinir Menning RIFF Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Stjörnurnar fylltu Smárabíó á forsýningu Adrift Sérstök hátíðarforsýning á nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks var í Smárabíói í gærkvöldi og var þétt setið í aðalsalnum. 7. júní 2018 10:30 Þurfti að léttast og styrkja sig til að geta leikið persónu í nýjustu mynd Baltasars Þetta var ágætis reynsla þegar kemur að seiglu en ekki eitthvað sem ég myndi tileinka mér dags daglega, segir leikkonan. 23. maí 2018 23:37 Adrift þriðja vinsælasta kvikmyndin Adrift, nýjasta stórmynd Baltasars Kormáks, var þriðja aðsóknarmesta myndin í bandarískum kvikmyndahúsum um helgina. 4. júní 2018 07:45 „Mér líður eins og ég hafi eignast vin fyrir lífstíð“ Aðalleikararnir í nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Adrift, eru virkilega ánægðir með reynsluna. 3. júní 2018 17:05 „Kvenkyns ofurhetja sem þurfti ekki skikkju“ Baltasar segir fáar myndir, ef einhverjar, fjalla um baráttu kvenna við náttúruöflin. 28. maí 2018 16:24 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Bandaríska leikkonan Shailene Woodley segist aldrei hafa upplifað jafn mikla kyrrð og ró og íslenskri náttúru. Hún segir Ísland eina af fáu stöðum í heiminum þar sem mannfólk og náttúran eru ekki í baráttu um tilverurétt. Woodley er í dómnefnd alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar Reykjavík International Film Festival sem lýkur á sunnudag. Auk hennar sitja kvikmyndaframleiðendurnir Anne Hubbell og Michael Schültz í dómnefndinni sem mun afhenda bestu mynd hátíðarinnar gullna lundann. Hún kom til landsins í gær en þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hún kemur til Íslands. Fyrir nokkrum árum kom hún til Íslands til að heimsækja vin sinn. Um var að ræða stutta dvöl þar sem hún fór í þyrluskoðunarferð. „Við sáum landið úr lofti og öll þau ósnortnu víðerni sem það hefur upp á að bjóða,“ segir Woodley. Hún er ekki mikið fyrir að fara á túristastaði og segist vilja fá að upplifa hvert land sem hún heimsækir eins og innfæddir upplifa það. Ísland einstakt Hún segir það einstaka upplifun að ferðast um Íslands. Shailene hefur í tvígang verið tilnefnd til Golden Globe verðlauna.Vísir/Vilhelm „Ég hef orðið þess gæfu njótandi að ferðast víða. Á flestum stöðum líður mér eins og mannfólkið og náttúran séu í baráttu við hvort annað og að mannfólkið eigi erfitt að þrífast í samlyndi við náttúruna. Ísland var fyrsti staðurinn sem ég hef á ævinni komið til þar sem ég fann fyrir því að ró væri yfir náttúrunni og það væri ekki samkeppni á milli hennar og mannfólksins um yfirráð. Þetta gaf mér mikla orku og ég féll algjörlega fyrir landinu. Þegar ég var á hálendinu fann ég fyrir kyrrð og ró sem ég hafði ekki upplifað annarstaðar.“ Ástæðan fyrir því að hún rataði í dómnefnd RIFF er einföld. Hún var við tökur á myndinni Adrift í fyrra en leikstjóri myndarinnar er Baltasar Kormákur. „Á meðan við unnum við myndina þá töluðum við frekar oft um Ísland því ég var svo forvitin um landið. Hann stakk því að ég myndi koma á RIFF og við myndum skoða Ísland. Hann hafði svo samband fyrir nokkrum mánuðum og sagði að áhugi væri fyrir því að fá mig í dómnefnd hátíðarinnar og ég sagði umsvifalaust já þrátt fyrir að vita ekki hvernig dagskráin yrði hjá mér í október,“ segir Woodley. Fer fögrum orðum um Baltasar Baltasar með Tami Oldham og aðalleikurum myndarinnar Adrift, þeim Shailene Woodley og Sam Claflin.vísir/ap Hún fer fögrum orðum um Baltasar sem leikstjóra og segir að hún myndi nánast taka hvaða kvikmyndahlutverki sem er frá honum. „Með þeirri undantekningu að ég væri örugglega ekki tilbúinn að leika í mynd sem gerist á Everest og ég þyrfti að vera við tökur í snjó allan daginn. Ég er sólarmanneskja,“ segir Woodley og hlær. Hún segir þau Baltasar vera frekar lík þegar kemur að ást þeirra á náttúrunni. „Hann er týpan sem hoppar út í sjó á Íslandi á sundskýlunni einni saman, hann er ekki hræddur við að takast á við náttúruna og ég vil trúa því að ég sé svipuð. Að vinna með Balta var svo sérstakt því hann er svo óhræddur við að ganga nógu langt til að ná réttum skotum þar sem náttúrunni er gert jafn hátt undir höfði og aðalpersónunum myndarinnar. Það skín í gegn í myndum hans að náttúran er oftast í aðalhlutverki og fyrir mér var það sérstakt, sérstaklega þar sem við vorum mikið að mynda á sjó. Ég er svo mikið vatnsbarn og því var gaman að hafa leikstjóra sem var óhræddur við að leyfa mér að kafa á miklu dýpi og synda í kraftmiklum öldum,“ segir Woodley. Segir Baltasar engan einræðisherra Hún segir Baltasar heldur engan einræðisherra, heldur hafi hann leitað eftir áliti annarra á meðan þau tóku upp Adrift. „Mér leið eins og við værum að gera þessa mynd saman. Hann var engu að síðar leiðtoginn og leiddi okkur óttalaus, ásamt því að sýna kærleik, samkennd og stillingu. Við vorum að vinna við afar erfiðar aðstæður sem hefðu geta haft slæm áhrif á sálarlíf þeirra sem unnu að þessari mynd en hann hélt öllum rólegum og passaði upp á við skemmtum okkur í leiðinni,“ segir Woodley. Nokkrir Íslendingar störfuðu við gerð myndarinnar en hún segir þetta fyrstu myndina sem hún vinnur að þar sem tökuteymið er ekki bandarískt. Í töluliðinu var fólk frá Nýja Sjálandi, Fíjí, Englandi og Frakklandi. „Þetta var í fyrsta skiptið sem ég vann við kvikmynd þar sem bandarísk menning var ekki við líði. Ég upplifið því meira frelsi og léttúð, sem er ekki að finna hjá bandarísku kvikmyndagerðarfólki. Bandaríska hugarfarið er svolítið þannig að þú vinnur rosalega mikið og sest síðan í helgan stein en missir þá svolítið tilganginn og veist ekki hvað þú átt að gera við líf þitt. En mér finnst eins og á öðrum stöðum í heiminum þá leggur þú hart að þér en hefur gaman að lífinu í leiðinni. Þar virðist fólk gefa sér tíma til að hafa gaman af tækifærinu sem þú færð. Þetta var mjög áberandi á meðan við unnum að Adrift. Við vorum við tökur í 12 til 14 tíma á dag úti á sjó en það nutu allir hverrar stundir í stað þess að líta á það sem kvöl,“ segir Woodley. Hún vonast til að fá tækifæri til að ferðast um landið að vera úti í náttúrunni á meðan dvöl hennar stendur.Vísir/Vilhelm Hún vonast til að fá að skoða Ísland þegar kvikmyndahátíðinni er lokið. „Ég vil komast út í náttúruna, sjá nokkra hveri og fá að liggja úti í móa,“ segir leikkonan. Tvívegis tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Leikkonan verður 27 ára í nóvember en hún hefur starfað við leiklist frá átta ára aldri. Eftir að hafa leikið nokkur minni hlutverk sló hún í gegn í myndinni The Descendants en hún var tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn í þeirri mynd sem skartaði George Clooney í aðalhlutverki. Á eftir þeirri mynd fylgdu myndirnar Divergant og The Fault in Our Stars sem gerðu hana frekar eftirsótta í Hollywood. Hún hefur einnig getið sér gott orð fyrir leik í þáttunum Big Little Lies en hún hefur verið tilnefnd til Golden Globe verðlauna fyrir frammistöðu sína í þeim þáttum. Myndin Adrift er byggð á sannsögulegum atburðum og segir frá ungri konu, Tami Oldham Ashcraft, sem þarf að takast á við mikið mótlæti á Kyrrahafinu eftir að skúta, sem hún og unnusti hennar höfðu tekið að sér að sigla frá Tahíti til San Diego í Bandaríkjunum fyrir eigendur hennar, gjöreyðilagðist í fjórða stigs fellibyl árið 1983.
Íslandsvinir Menning RIFF Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Stjörnurnar fylltu Smárabíó á forsýningu Adrift Sérstök hátíðarforsýning á nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks var í Smárabíói í gærkvöldi og var þétt setið í aðalsalnum. 7. júní 2018 10:30 Þurfti að léttast og styrkja sig til að geta leikið persónu í nýjustu mynd Baltasars Þetta var ágætis reynsla þegar kemur að seiglu en ekki eitthvað sem ég myndi tileinka mér dags daglega, segir leikkonan. 23. maí 2018 23:37 Adrift þriðja vinsælasta kvikmyndin Adrift, nýjasta stórmynd Baltasars Kormáks, var þriðja aðsóknarmesta myndin í bandarískum kvikmyndahúsum um helgina. 4. júní 2018 07:45 „Mér líður eins og ég hafi eignast vin fyrir lífstíð“ Aðalleikararnir í nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Adrift, eru virkilega ánægðir með reynsluna. 3. júní 2018 17:05 „Kvenkyns ofurhetja sem þurfti ekki skikkju“ Baltasar segir fáar myndir, ef einhverjar, fjalla um baráttu kvenna við náttúruöflin. 28. maí 2018 16:24 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Stjörnurnar fylltu Smárabíó á forsýningu Adrift Sérstök hátíðarforsýning á nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks var í Smárabíói í gærkvöldi og var þétt setið í aðalsalnum. 7. júní 2018 10:30
Þurfti að léttast og styrkja sig til að geta leikið persónu í nýjustu mynd Baltasars Þetta var ágætis reynsla þegar kemur að seiglu en ekki eitthvað sem ég myndi tileinka mér dags daglega, segir leikkonan. 23. maí 2018 23:37
Adrift þriðja vinsælasta kvikmyndin Adrift, nýjasta stórmynd Baltasars Kormáks, var þriðja aðsóknarmesta myndin í bandarískum kvikmyndahúsum um helgina. 4. júní 2018 07:45
„Mér líður eins og ég hafi eignast vin fyrir lífstíð“ Aðalleikararnir í nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Adrift, eru virkilega ánægðir með reynsluna. 3. júní 2018 17:05
„Kvenkyns ofurhetja sem þurfti ekki skikkju“ Baltasar segir fáar myndir, ef einhverjar, fjalla um baráttu kvenna við náttúruöflin. 28. maí 2018 16:24