Góðærið er búið Hörður Ægisson skrifar 5. október 2018 07:00 Stóru ákvarðanirnar skiptu sköpum til að leysa úr þeirri fordæmalausu stöðu sem Ísland stóð frammi fyrir við fall bankakerfisins fyrir tíu árum. Setning neyðarlaganna og innleiðing fjármagnshafta haustið 2008, frumvæði Seðlabankans að því að færa slitabúin undir höftin í mars 2012 og að lokum þær sérsniðnu innlendu lausnir, útbúnar af íslenskum ráðgjöfum stjórnvalda, sem kynntar voru 2015 og tryggðu að hægt var að losa um höftin án þess að hætta yrði á annarri kollsteypu. Allar þessar aðgerðir reyndust réttar. Þá skipti ekki síður máli að almenningi tókst, með aðstoð forsetans, að koma í veg fyrir þau áform stjórnvalda, sem voru ekkert annað en atlaga að efnahagslegu sjálfstæði landsins, að knýja í gegn glórulausa samninga um Icesave 2009. Enn eru þeir til í dag sem eru þeirrar skoðunar að það hefði verið siðferðis- og efnahagslega rétt af Íslendingum að gangast í ábyrgð fyrir erlendum skuldum fallins einkabanka. Þeim hinum sömu er vorkunn. Þegar litið er til baka er lyginni líkast hversu vel hefur tekist til við endurreisn efnahagslífsins. Vöxtur í ferðaþjónustu og einstaklega vel heppnuð áætlun við afnám hafa þar ráðið hvað mestu um. Haftaáætlunin, sem hafði ekki nein lagaleg eftirmál, var lykilatriði við að breyta á svipstundu væntingum fjárfesta, fyrirtækja og almennings gagnvart framtíð hagkerfisins. Efnahagslegi ávinningurinn fólst því ekki aðeins í þeim 500 milljarða eignum sem kröfuhafar samþykktu að framselja endurgjaldslaust til stjórnvalda. Lánshæfismat ríkisins, sem hefur hækkað hraðar en dæmi eru um í fjármálasögunni, er þannig komið í A-flokk, kaupmáttur aukist um meira 25 prósent á aðeins þremur árum, vextir hafa lækkað samhliða því að verðbólga hefur haldist lág, erlend fjárfesting hefur stóraukist og erlend staða þjóðarbúsins er betri en nokkurn tíma. Við þetta bætist að eiginfjárstaða fyrirtækja hefur ekki mælst sterkari í áratugi og skuldir heimila ekki verið lægri frá því um aldamót. Þá á bankakerfið í dag, sem er eitt hið best fjármagnaða í Evrópu, lítið sem ekkert sameiginlegt með því sem hrundi í október 2008. Staðan er því á alla efnahagslega mælikvarða allt önnur og miklu betri en hún var í aðdraganda fjármálaáfallsins. Það er ekkert „hrun“ í vændum. Það eru engu að síður, eins og auðvitað alltaf, blikur á lofti og líkur á mjúkri lendingu fara nú smám saman minnkandi. Gengi krónunnar hefur gefið eftir um nærri tíu prósent á aðeins hálfu ári, verðbólguálag á skuldabréfamarkaði fer á sama tíma hækkandi og þá hafa væntingar stjórnenda fyrirtækja til næstu sex mánaða lækkað gríðarlega á skömmum tíma og aldrei mælst minni. Það ber því allt að sama brunni. Góðæri síðustu ára er búið. Þær áskoranir sem Íslendingar standa núna frammi fyrir, samtímis því að hagkerfið fer hratt kólnandi, eru sem betur fer ekki af sömu stærðargráðu og haustið 2008. Mestu áhyggjurnar, að minnsta kosti til skemmri tíma litið, lúta að grafalvarlegum rekstrarvanda flugfélaganna sem eru orðin kerfislega mikilvæg fyrir efnahagslífið. Ólíklegt er að bæði félögin muni að óbreyttu lifa veturinn af nema fjárhagsstaðan verði treyst með verulegri hlutafjáraukningu. Ólíkt stöðu flugfélaganna, sem mun ráðast mjög af þróun ytri aðstæðna næstu mánuði, þá er framvindan á vinnumarkaði alfarið undir okkur sjálfum komin. Þar er ekki ástæða til bjartsýni ef marka má yfirlýsingar fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar í aðdraganda kjarasamninga. Tækifærið til að festa í sessi efnahagsstöðugleika síðustu ára hefur aldrei verið betra. Flest bendir hins vegar til þess að við ætlum okkur að glutra því niður. Sú niðurstaða mun tæpast koma neinum á óvart. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Sjá meira
Stóru ákvarðanirnar skiptu sköpum til að leysa úr þeirri fordæmalausu stöðu sem Ísland stóð frammi fyrir við fall bankakerfisins fyrir tíu árum. Setning neyðarlaganna og innleiðing fjármagnshafta haustið 2008, frumvæði Seðlabankans að því að færa slitabúin undir höftin í mars 2012 og að lokum þær sérsniðnu innlendu lausnir, útbúnar af íslenskum ráðgjöfum stjórnvalda, sem kynntar voru 2015 og tryggðu að hægt var að losa um höftin án þess að hætta yrði á annarri kollsteypu. Allar þessar aðgerðir reyndust réttar. Þá skipti ekki síður máli að almenningi tókst, með aðstoð forsetans, að koma í veg fyrir þau áform stjórnvalda, sem voru ekkert annað en atlaga að efnahagslegu sjálfstæði landsins, að knýja í gegn glórulausa samninga um Icesave 2009. Enn eru þeir til í dag sem eru þeirrar skoðunar að það hefði verið siðferðis- og efnahagslega rétt af Íslendingum að gangast í ábyrgð fyrir erlendum skuldum fallins einkabanka. Þeim hinum sömu er vorkunn. Þegar litið er til baka er lyginni líkast hversu vel hefur tekist til við endurreisn efnahagslífsins. Vöxtur í ferðaþjónustu og einstaklega vel heppnuð áætlun við afnám hafa þar ráðið hvað mestu um. Haftaáætlunin, sem hafði ekki nein lagaleg eftirmál, var lykilatriði við að breyta á svipstundu væntingum fjárfesta, fyrirtækja og almennings gagnvart framtíð hagkerfisins. Efnahagslegi ávinningurinn fólst því ekki aðeins í þeim 500 milljarða eignum sem kröfuhafar samþykktu að framselja endurgjaldslaust til stjórnvalda. Lánshæfismat ríkisins, sem hefur hækkað hraðar en dæmi eru um í fjármálasögunni, er þannig komið í A-flokk, kaupmáttur aukist um meira 25 prósent á aðeins þremur árum, vextir hafa lækkað samhliða því að verðbólga hefur haldist lág, erlend fjárfesting hefur stóraukist og erlend staða þjóðarbúsins er betri en nokkurn tíma. Við þetta bætist að eiginfjárstaða fyrirtækja hefur ekki mælst sterkari í áratugi og skuldir heimila ekki verið lægri frá því um aldamót. Þá á bankakerfið í dag, sem er eitt hið best fjármagnaða í Evrópu, lítið sem ekkert sameiginlegt með því sem hrundi í október 2008. Staðan er því á alla efnahagslega mælikvarða allt önnur og miklu betri en hún var í aðdraganda fjármálaáfallsins. Það er ekkert „hrun“ í vændum. Það eru engu að síður, eins og auðvitað alltaf, blikur á lofti og líkur á mjúkri lendingu fara nú smám saman minnkandi. Gengi krónunnar hefur gefið eftir um nærri tíu prósent á aðeins hálfu ári, verðbólguálag á skuldabréfamarkaði fer á sama tíma hækkandi og þá hafa væntingar stjórnenda fyrirtækja til næstu sex mánaða lækkað gríðarlega á skömmum tíma og aldrei mælst minni. Það ber því allt að sama brunni. Góðæri síðustu ára er búið. Þær áskoranir sem Íslendingar standa núna frammi fyrir, samtímis því að hagkerfið fer hratt kólnandi, eru sem betur fer ekki af sömu stærðargráðu og haustið 2008. Mestu áhyggjurnar, að minnsta kosti til skemmri tíma litið, lúta að grafalvarlegum rekstrarvanda flugfélaganna sem eru orðin kerfislega mikilvæg fyrir efnahagslífið. Ólíklegt er að bæði félögin muni að óbreyttu lifa veturinn af nema fjárhagsstaðan verði treyst með verulegri hlutafjáraukningu. Ólíkt stöðu flugfélaganna, sem mun ráðast mjög af þróun ytri aðstæðna næstu mánuði, þá er framvindan á vinnumarkaði alfarið undir okkur sjálfum komin. Þar er ekki ástæða til bjartsýni ef marka má yfirlýsingar fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar í aðdraganda kjarasamninga. Tækifærið til að festa í sessi efnahagsstöðugleika síðustu ára hefur aldrei verið betra. Flest bendir hins vegar til þess að við ætlum okkur að glutra því niður. Sú niðurstaða mun tæpast koma neinum á óvart.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun