Stefna á annan leiðtogafund sem fyrst Sylvía Hall skrifar 7. október 2018 13:17 Pompeo sagði heimsóknina hafa verið ánægjulega. Vísir/Getty Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundaði með Kim Jong-un í stuttri ferð sinni til Pyongyang en markmiðið var að losa um viðræður í kjarnorkumálum sem hafa gengið brösulega undanfarið. Fundurinn stóð yfir í rúma tvo tíma. Á fundinum ræddu þeir einnig að skipuleggja annan leiðtogafund Jong-un og Donald Trump Bandaríkjaforseta sem fyrst. Pompeo sagði á Twitter-reikningi sínum að ferðin hafi verið ánægjuleg og löndin tvö héldu áfram að ná árangri.Had a good trip to #Pyongyang to meet with Chairman Kim. We continue to make progress on agreements made at Singapore Summit. Thanks for hosting me and my team @StateDeptpic.twitter.com/mufyOKkDLw — Secretary Pompeo (@SecPompeo) 7 October 2018 Eftir fund sinn í Norður-Kóreu hélt Pompeo til Suður-Kóreu þar sem hann hitti Moon Jae-in, forseta landsins. Á fundi þeirra sagðist Pompeo hafa rætt næstu skref norðursins í átt að kjarnorkuafvopnun við Jong-un og möguleikann á því að bandarísk yfirvöld myndu hafa fylgjast náið með þeim aðgerðum. Þá samþykktu þeir að mynda starfshóp til þess að ræða ferlið í átt að kjarnorkuafvopnun og skipuleggja næsta leiðtogafund. Í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa Moon segir jafnframt að báðar hliðar hafi samþykkt að halda áfram viðræðum varðandi tímasetningu næsta fundar. Þessi heimsókn Pompeo þykir hafa gengið mun betur en sú síðasta en hann heimsótti Pyongyang í júlí síðastliðnum. Eftir ferð sína lýsti hann því yfir að árangur hefði náðst í viðræðum en þeim fullyrðingum var fljótlega hafnað af fjölmiðlum í landinu og sögðu þeir Pompeo hafa komið fram með ósanngjarnar kröfur. Donald Trump Suður-Kórea Tengdar fréttir Bandaríkin reiðubúin að ræða við Norður-Kóreumenn á ný Bandaríkjastjórn er reiðubúin að taka upp viðræður við stjórnvöld í Norður-Kóreu á ný, með það að markmiði að kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu verði lokið í ársbyrjun 2021. 19. september 2018 21:06 Kim Jong-un sendi Trump enn eitt bréfið Viðræður eru hafnar á milli embættismanna Norður-Kóreu og Bandaríkjanna um að forsetar ríkjanna hittist á fundi á nýjan leik. Kim Jong-un, leiðtogi N-Kóreu, sendi kollega sínum, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna bréf á dögunum 10. september 2018 22:03 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundaði með Kim Jong-un í stuttri ferð sinni til Pyongyang en markmiðið var að losa um viðræður í kjarnorkumálum sem hafa gengið brösulega undanfarið. Fundurinn stóð yfir í rúma tvo tíma. Á fundinum ræddu þeir einnig að skipuleggja annan leiðtogafund Jong-un og Donald Trump Bandaríkjaforseta sem fyrst. Pompeo sagði á Twitter-reikningi sínum að ferðin hafi verið ánægjuleg og löndin tvö héldu áfram að ná árangri.Had a good trip to #Pyongyang to meet with Chairman Kim. We continue to make progress on agreements made at Singapore Summit. Thanks for hosting me and my team @StateDeptpic.twitter.com/mufyOKkDLw — Secretary Pompeo (@SecPompeo) 7 October 2018 Eftir fund sinn í Norður-Kóreu hélt Pompeo til Suður-Kóreu þar sem hann hitti Moon Jae-in, forseta landsins. Á fundi þeirra sagðist Pompeo hafa rætt næstu skref norðursins í átt að kjarnorkuafvopnun við Jong-un og möguleikann á því að bandarísk yfirvöld myndu hafa fylgjast náið með þeim aðgerðum. Þá samþykktu þeir að mynda starfshóp til þess að ræða ferlið í átt að kjarnorkuafvopnun og skipuleggja næsta leiðtogafund. Í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa Moon segir jafnframt að báðar hliðar hafi samþykkt að halda áfram viðræðum varðandi tímasetningu næsta fundar. Þessi heimsókn Pompeo þykir hafa gengið mun betur en sú síðasta en hann heimsótti Pyongyang í júlí síðastliðnum. Eftir ferð sína lýsti hann því yfir að árangur hefði náðst í viðræðum en þeim fullyrðingum var fljótlega hafnað af fjölmiðlum í landinu og sögðu þeir Pompeo hafa komið fram með ósanngjarnar kröfur.
Donald Trump Suður-Kórea Tengdar fréttir Bandaríkin reiðubúin að ræða við Norður-Kóreumenn á ný Bandaríkjastjórn er reiðubúin að taka upp viðræður við stjórnvöld í Norður-Kóreu á ný, með það að markmiði að kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu verði lokið í ársbyrjun 2021. 19. september 2018 21:06 Kim Jong-un sendi Trump enn eitt bréfið Viðræður eru hafnar á milli embættismanna Norður-Kóreu og Bandaríkjanna um að forsetar ríkjanna hittist á fundi á nýjan leik. Kim Jong-un, leiðtogi N-Kóreu, sendi kollega sínum, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna bréf á dögunum 10. september 2018 22:03 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Bandaríkin reiðubúin að ræða við Norður-Kóreumenn á ný Bandaríkjastjórn er reiðubúin að taka upp viðræður við stjórnvöld í Norður-Kóreu á ný, með það að markmiði að kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu verði lokið í ársbyrjun 2021. 19. september 2018 21:06
Kim Jong-un sendi Trump enn eitt bréfið Viðræður eru hafnar á milli embættismanna Norður-Kóreu og Bandaríkjanna um að forsetar ríkjanna hittist á fundi á nýjan leik. Kim Jong-un, leiðtogi N-Kóreu, sendi kollega sínum, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna bréf á dögunum 10. september 2018 22:03