Kínverjar staðfesta að hafa forseta Interpol í haldi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. október 2018 17:46 Meng Hongwei, forseti alþjóðalögreglunnar Interpol, er nú í haldi kínverskra stjórnvalda. Vísir/AP Kínversk stjórnvöld hafa viðurkennt að vera með Meng Hongwei, forseta alþjóðalögreglunnar Interpol, í haldi. Hongwei hefur verið talinn týndur og ekkert til hans spurst síðan 25. september. Í yfirlýsingu frá andspillingarstofnun kínverska ríkisins kom fram að Hongwei, sem er einnig aðstoðarráðherra í kínversku ríkisstjórninni, væri í haldi kínverskra yfirvalda en ástæða þess er þó enn nokkuð óljós. Ýmsir fjölmiðlar höfðu áður velt því upp að mögulega væri Hongwei í haldi í Kína. Það hefur nú fengist staðfest. Margir hafa dregið þá ályktun að handtaka Hongwei sé liður í andspillingarherferð sem fyrirskipuð var af Xi Jingping, forseta Kína, en hann hefur lagt mikið upp úr því að uppræta spillingu í kínverska stjórnkerfinu. Þó hefur ekkert þess efnis verið staðfest.Eiginkonan taldi hann vera í hættuFyrr í dag tjáði eiginkona forsetans, Grace Meng, sig við fjölmiðla þar sem hún taldi eiginmann sinn hafa verið í hættu síðan hann hvarf seint í september. Hann hafi sent henni mynd af hníf í SMS-skilaboðum, en hún tók því sem merki um að ekki væri allt með felldu og að mögulega væri hætta á ferðum. Þá bað Meng um hverja þá hjálp sem hægt væri að fá við að finna eiginmann sinn. Þetta var áður en stjórnvöld í Kína gengust við því að hafa Hongwei í haldi. Í yfirlýsingu sem Meng flutti bæði á ensku og kínversku sagði hún að þau hjónin væru bundin afar sterkum böndum. „Hann myndi styðja mig í því sem ég er að gera. Þetta mál varðar sanngirni og réttlæti. Þetta mál varðar alþjóðasamfélagið. Þetta mál varðar íbúa heimalands míns.“ Meng vildi ekki horfa í myndavélar fjölmiðla þegar hún flutti yfirlýsingu sína, af ótta við að auðkenni hennar kæmi í ljós og öryggi fjölskyldu hennar yrði stofnað í frekari hættu. Erlent Tengdar fréttir Forseti Interpol sagður í haldi í Kína Talið er að forseta alþjóðalögreglunnar Interpol, Meng Hongwei, sé haldið í varðhaldi í Kína. Grunur leikur á um að kínversk yfirvöld séu með Hongwei í yfirheyrslum. Frá þessu greinir AFP-fréttastofan. 6. október 2018 11:14 Forseti Interpol týndur eftir ferð til Kína Lögregla í Frakklandi hefur hafið rannsókn á hvarfinu. 5. október 2018 11:20 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Kínversk stjórnvöld hafa viðurkennt að vera með Meng Hongwei, forseta alþjóðalögreglunnar Interpol, í haldi. Hongwei hefur verið talinn týndur og ekkert til hans spurst síðan 25. september. Í yfirlýsingu frá andspillingarstofnun kínverska ríkisins kom fram að Hongwei, sem er einnig aðstoðarráðherra í kínversku ríkisstjórninni, væri í haldi kínverskra yfirvalda en ástæða þess er þó enn nokkuð óljós. Ýmsir fjölmiðlar höfðu áður velt því upp að mögulega væri Hongwei í haldi í Kína. Það hefur nú fengist staðfest. Margir hafa dregið þá ályktun að handtaka Hongwei sé liður í andspillingarherferð sem fyrirskipuð var af Xi Jingping, forseta Kína, en hann hefur lagt mikið upp úr því að uppræta spillingu í kínverska stjórnkerfinu. Þó hefur ekkert þess efnis verið staðfest.Eiginkonan taldi hann vera í hættuFyrr í dag tjáði eiginkona forsetans, Grace Meng, sig við fjölmiðla þar sem hún taldi eiginmann sinn hafa verið í hættu síðan hann hvarf seint í september. Hann hafi sent henni mynd af hníf í SMS-skilaboðum, en hún tók því sem merki um að ekki væri allt með felldu og að mögulega væri hætta á ferðum. Þá bað Meng um hverja þá hjálp sem hægt væri að fá við að finna eiginmann sinn. Þetta var áður en stjórnvöld í Kína gengust við því að hafa Hongwei í haldi. Í yfirlýsingu sem Meng flutti bæði á ensku og kínversku sagði hún að þau hjónin væru bundin afar sterkum böndum. „Hann myndi styðja mig í því sem ég er að gera. Þetta mál varðar sanngirni og réttlæti. Þetta mál varðar alþjóðasamfélagið. Þetta mál varðar íbúa heimalands míns.“ Meng vildi ekki horfa í myndavélar fjölmiðla þegar hún flutti yfirlýsingu sína, af ótta við að auðkenni hennar kæmi í ljós og öryggi fjölskyldu hennar yrði stofnað í frekari hættu.
Erlent Tengdar fréttir Forseti Interpol sagður í haldi í Kína Talið er að forseta alþjóðalögreglunnar Interpol, Meng Hongwei, sé haldið í varðhaldi í Kína. Grunur leikur á um að kínversk yfirvöld séu með Hongwei í yfirheyrslum. Frá þessu greinir AFP-fréttastofan. 6. október 2018 11:14 Forseti Interpol týndur eftir ferð til Kína Lögregla í Frakklandi hefur hafið rannsókn á hvarfinu. 5. október 2018 11:20 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Forseti Interpol sagður í haldi í Kína Talið er að forseta alþjóðalögreglunnar Interpol, Meng Hongwei, sé haldið í varðhaldi í Kína. Grunur leikur á um að kínversk yfirvöld séu með Hongwei í yfirheyrslum. Frá þessu greinir AFP-fréttastofan. 6. október 2018 11:14
Forseti Interpol týndur eftir ferð til Kína Lögregla í Frakklandi hefur hafið rannsókn á hvarfinu. 5. október 2018 11:20