Kínverjar staðfesta að hafa forseta Interpol í haldi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. október 2018 17:46 Meng Hongwei, forseti alþjóðalögreglunnar Interpol, er nú í haldi kínverskra stjórnvalda. Vísir/AP Kínversk stjórnvöld hafa viðurkennt að vera með Meng Hongwei, forseta alþjóðalögreglunnar Interpol, í haldi. Hongwei hefur verið talinn týndur og ekkert til hans spurst síðan 25. september. Í yfirlýsingu frá andspillingarstofnun kínverska ríkisins kom fram að Hongwei, sem er einnig aðstoðarráðherra í kínversku ríkisstjórninni, væri í haldi kínverskra yfirvalda en ástæða þess er þó enn nokkuð óljós. Ýmsir fjölmiðlar höfðu áður velt því upp að mögulega væri Hongwei í haldi í Kína. Það hefur nú fengist staðfest. Margir hafa dregið þá ályktun að handtaka Hongwei sé liður í andspillingarherferð sem fyrirskipuð var af Xi Jingping, forseta Kína, en hann hefur lagt mikið upp úr því að uppræta spillingu í kínverska stjórnkerfinu. Þó hefur ekkert þess efnis verið staðfest.Eiginkonan taldi hann vera í hættuFyrr í dag tjáði eiginkona forsetans, Grace Meng, sig við fjölmiðla þar sem hún taldi eiginmann sinn hafa verið í hættu síðan hann hvarf seint í september. Hann hafi sent henni mynd af hníf í SMS-skilaboðum, en hún tók því sem merki um að ekki væri allt með felldu og að mögulega væri hætta á ferðum. Þá bað Meng um hverja þá hjálp sem hægt væri að fá við að finna eiginmann sinn. Þetta var áður en stjórnvöld í Kína gengust við því að hafa Hongwei í haldi. Í yfirlýsingu sem Meng flutti bæði á ensku og kínversku sagði hún að þau hjónin væru bundin afar sterkum böndum. „Hann myndi styðja mig í því sem ég er að gera. Þetta mál varðar sanngirni og réttlæti. Þetta mál varðar alþjóðasamfélagið. Þetta mál varðar íbúa heimalands míns.“ Meng vildi ekki horfa í myndavélar fjölmiðla þegar hún flutti yfirlýsingu sína, af ótta við að auðkenni hennar kæmi í ljós og öryggi fjölskyldu hennar yrði stofnað í frekari hættu. Erlent Tengdar fréttir Forseti Interpol sagður í haldi í Kína Talið er að forseta alþjóðalögreglunnar Interpol, Meng Hongwei, sé haldið í varðhaldi í Kína. Grunur leikur á um að kínversk yfirvöld séu með Hongwei í yfirheyrslum. Frá þessu greinir AFP-fréttastofan. 6. október 2018 11:14 Forseti Interpol týndur eftir ferð til Kína Lögregla í Frakklandi hefur hafið rannsókn á hvarfinu. 5. október 2018 11:20 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira
Kínversk stjórnvöld hafa viðurkennt að vera með Meng Hongwei, forseta alþjóðalögreglunnar Interpol, í haldi. Hongwei hefur verið talinn týndur og ekkert til hans spurst síðan 25. september. Í yfirlýsingu frá andspillingarstofnun kínverska ríkisins kom fram að Hongwei, sem er einnig aðstoðarráðherra í kínversku ríkisstjórninni, væri í haldi kínverskra yfirvalda en ástæða þess er þó enn nokkuð óljós. Ýmsir fjölmiðlar höfðu áður velt því upp að mögulega væri Hongwei í haldi í Kína. Það hefur nú fengist staðfest. Margir hafa dregið þá ályktun að handtaka Hongwei sé liður í andspillingarherferð sem fyrirskipuð var af Xi Jingping, forseta Kína, en hann hefur lagt mikið upp úr því að uppræta spillingu í kínverska stjórnkerfinu. Þó hefur ekkert þess efnis verið staðfest.Eiginkonan taldi hann vera í hættuFyrr í dag tjáði eiginkona forsetans, Grace Meng, sig við fjölmiðla þar sem hún taldi eiginmann sinn hafa verið í hættu síðan hann hvarf seint í september. Hann hafi sent henni mynd af hníf í SMS-skilaboðum, en hún tók því sem merki um að ekki væri allt með felldu og að mögulega væri hætta á ferðum. Þá bað Meng um hverja þá hjálp sem hægt væri að fá við að finna eiginmann sinn. Þetta var áður en stjórnvöld í Kína gengust við því að hafa Hongwei í haldi. Í yfirlýsingu sem Meng flutti bæði á ensku og kínversku sagði hún að þau hjónin væru bundin afar sterkum böndum. „Hann myndi styðja mig í því sem ég er að gera. Þetta mál varðar sanngirni og réttlæti. Þetta mál varðar alþjóðasamfélagið. Þetta mál varðar íbúa heimalands míns.“ Meng vildi ekki horfa í myndavélar fjölmiðla þegar hún flutti yfirlýsingu sína, af ótta við að auðkenni hennar kæmi í ljós og öryggi fjölskyldu hennar yrði stofnað í frekari hættu.
Erlent Tengdar fréttir Forseti Interpol sagður í haldi í Kína Talið er að forseta alþjóðalögreglunnar Interpol, Meng Hongwei, sé haldið í varðhaldi í Kína. Grunur leikur á um að kínversk yfirvöld séu með Hongwei í yfirheyrslum. Frá þessu greinir AFP-fréttastofan. 6. október 2018 11:14 Forseti Interpol týndur eftir ferð til Kína Lögregla í Frakklandi hefur hafið rannsókn á hvarfinu. 5. október 2018 11:20 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira
Forseti Interpol sagður í haldi í Kína Talið er að forseta alþjóðalögreglunnar Interpol, Meng Hongwei, sé haldið í varðhaldi í Kína. Grunur leikur á um að kínversk yfirvöld séu með Hongwei í yfirheyrslum. Frá þessu greinir AFP-fréttastofan. 6. október 2018 11:14
Forseti Interpol týndur eftir ferð til Kína Lögregla í Frakklandi hefur hafið rannsókn á hvarfinu. 5. október 2018 11:20