Telja að lík blaðamannsins hafi verið bútað niður og flutt á brott Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. október 2018 18:31 Ekkert hefur spurst til Jamals Khashoggi, blaðamann frá Sádí-Arabíu frá því hann heimsótti ræðisskrifstofu heimalands síns síðasta þriðjudag. Hann hefur undanfarið ár verið í sjálfskipaðri útlegð í Washington af ótta við ofsóknir yfirvalda. Vísir/AP Talsmaður tyrknesku ríkisstjórnarinnar sagðist telja líklegt að fimmtán Sádi-Arabar hefðu pyntað blaðamanninn Jamal Khashoggi á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl á þriðjudag. Líklega hefðu þeir bútað niður líkið af blaðamanninum og flutt á brott en þetta eru óstaðfestar heimildir Reuters og Washington Post.Recep Tayyp Erdogan greindi frá því í dag í yfirlýsingu að hann fylgist grannt með gangi mála. Lögregluteymi vinni að því að gaumgæfa myndbandsupptökur og gögn frá flugvöllum í tengslum við hvarf Khashoggis en blaðamaðurinn átti erindi á ræðisskrifstofuna á þriðjudag en ekkert hefur spurst til hans síðan. Yasin Aktai, ráðgjafi Erdogans, greindi fréttastofu Reuters frá því að Khashoggi hefði verið ráðinn af dögum. Yfirvöld í Tyrklandi segjast hafa sannanir fyrir því að Khasoggi hafi verið ráðinn af dögum.Heimildir Guardian herma að fimmtán Sádi-Arabar, sem taldir eru hafa framið ódæðið, hafi komið til landsins á þriðjudag sérstaklega til að ráða Khashoggi af dögum. Þeir hafi síðan farið frá Sádí-Arabíu samdægurs. Tyrknesk yfirvöld telja fullvíst Khashoggi hafi verið myrtur af yfirlögðu ráði. Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja að ásakanirnar eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Khashoggi var pistlahöfundur á Washington Post þar sem hann hafði í frammi gagnrýni á stjórnarhætti í heimalandi sínu. Hann hafði verið í sjálfskipaðri útlegð í Washingon undanfarið ár af ótta við ofsóknir og ofbeldi yfirvalda.Hér er hægt að lesa pistlana sem Khashoggi skrifaði fyrir Washington Post. Tengdar fréttir Blaðamaður talinn hafa verið myrtur á ræðismannaskrifstofu heimalands síns Tyrkneska lögreglan telur að Sádí-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur á ræðismannaskrifsstofu Sádi-arabíu í Istanbúl þar sem síðast sást til hans. 6. október 2018 21:17 Erdogan fylgist náið með máli blaðamannsins Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segist hafa verið farinn að fylgjast með máli blaðamannsins Jamal Khashoggi þegar fréttir þess efnis að hann hefði verið myrtur voru birtar í gær. 7. október 2018 16:54 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Talsmaður tyrknesku ríkisstjórnarinnar sagðist telja líklegt að fimmtán Sádi-Arabar hefðu pyntað blaðamanninn Jamal Khashoggi á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl á þriðjudag. Líklega hefðu þeir bútað niður líkið af blaðamanninum og flutt á brott en þetta eru óstaðfestar heimildir Reuters og Washington Post.Recep Tayyp Erdogan greindi frá því í dag í yfirlýsingu að hann fylgist grannt með gangi mála. Lögregluteymi vinni að því að gaumgæfa myndbandsupptökur og gögn frá flugvöllum í tengslum við hvarf Khashoggis en blaðamaðurinn átti erindi á ræðisskrifstofuna á þriðjudag en ekkert hefur spurst til hans síðan. Yasin Aktai, ráðgjafi Erdogans, greindi fréttastofu Reuters frá því að Khashoggi hefði verið ráðinn af dögum. Yfirvöld í Tyrklandi segjast hafa sannanir fyrir því að Khasoggi hafi verið ráðinn af dögum.Heimildir Guardian herma að fimmtán Sádi-Arabar, sem taldir eru hafa framið ódæðið, hafi komið til landsins á þriðjudag sérstaklega til að ráða Khashoggi af dögum. Þeir hafi síðan farið frá Sádí-Arabíu samdægurs. Tyrknesk yfirvöld telja fullvíst Khashoggi hafi verið myrtur af yfirlögðu ráði. Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja að ásakanirnar eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Khashoggi var pistlahöfundur á Washington Post þar sem hann hafði í frammi gagnrýni á stjórnarhætti í heimalandi sínu. Hann hafði verið í sjálfskipaðri útlegð í Washingon undanfarið ár af ótta við ofsóknir og ofbeldi yfirvalda.Hér er hægt að lesa pistlana sem Khashoggi skrifaði fyrir Washington Post.
Tengdar fréttir Blaðamaður talinn hafa verið myrtur á ræðismannaskrifstofu heimalands síns Tyrkneska lögreglan telur að Sádí-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur á ræðismannaskrifsstofu Sádi-arabíu í Istanbúl þar sem síðast sást til hans. 6. október 2018 21:17 Erdogan fylgist náið með máli blaðamannsins Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segist hafa verið farinn að fylgjast með máli blaðamannsins Jamal Khashoggi þegar fréttir þess efnis að hann hefði verið myrtur voru birtar í gær. 7. október 2018 16:54 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Blaðamaður talinn hafa verið myrtur á ræðismannaskrifstofu heimalands síns Tyrkneska lögreglan telur að Sádí-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur á ræðismannaskrifsstofu Sádi-arabíu í Istanbúl þar sem síðast sást til hans. 6. október 2018 21:17
Erdogan fylgist náið með máli blaðamannsins Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segist hafa verið farinn að fylgjast með máli blaðamannsins Jamal Khashoggi þegar fréttir þess efnis að hann hefði verið myrtur voru birtar í gær. 7. október 2018 16:54