„Ekki auðvelt að standa uppi í hárinu á Weinstein“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. október 2018 10:32 Helena Bonham Carter er ein þekktasta leikkona Breta. vísir/getty Leikkonan Helena Bonham Carter segir að það hafi ekki verið auðvelt að neita kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um hluti þar sem hætt var við að hún myndi missa vinnuna. Í ítarlegu viðtali við The Guardian segist hún hafa vitað að hún væri að á hálum ís þegar hún sagði nei við Weinstein þó að hún sé ekki að vísa í kynferðisofbeldi heldur eineltistilburði framleiðandans. MeToo-byltingin hófst fyrir um ári síðan eftir að konur í skemmtanabransanum stigu fram í fjölmiðlum og sögðu frá kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni af hálfu Weinstein. Bonham Carter segir að henni MeToo-byltingin góð en að það þurfi að gæta varkárni. „Þú þarft að vera mjög nákvæm í því hvað viðkomandi hefur gert til að stíga fram og ásaka þá um eitthvað. Það þarf að bera virðingu fyrir #MeToo,“ segir Bonham Carter. Weinstein hefur verið sakaður um að brjóta gegn fjölda kvenna.Vísir/AP Sýndi enga virðingu í samskiptum Þegar blaðamaður Guardian spyr hana síðan um Weinstein segir hún: „Enginn er bara vondur og enginn er bara góður. Weinstein var snjall. Það eru margar ástæður fyrir því hvað hann var valdamikill. Hann vissi til dæmis hvernig hann ætti að færa þér Óskarstilnefningu. Báðar mínar tilnefningar eru vegna hans og svo er hann með frábæran smekk á kvikmyndum.“ Bonham Carter segir hins vegar að henni hafi þótt óhugnanlegt hvernig hann kom fram við sumt fólk. „Hann sýndi enga virðingu. Það voru atvik þar sem ég var ósátt við hegðun hans, og þá er ég ekki að meina kynferðislega,“ segir Bonham Carter og segist vera að vísa í eineltistilburði Weinstein. „Það voru stundir þar sem hann bað mig um að gera tiltekna hluti og ég sagði nei. Ég var á hálum ís. Það var ekki auðvelt að standa uppi í hárinu á Weinstein því ég vissi að ég gæti mögulega misst vinnuna.“ Hélt aldrei að hegðun Weinstein myndi koma honum í koll Aðspurð hvers vegna hún hafi getað staðið uppi í hárinu á honum þegar aðrir gátu það ekki segist hún hafa þá þegar átt feril. „Ég var í vinnu hjá öðrum. Ég þurfti ekki að stóla á hann.“ Bonham Carter segist ekki hafa talið að hegðun Weinstein myndi nokkurn tímann koma honum í koll, eins og raunin hefur verið, en hann var fyrr á árinu ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot af lögregluyfirvöldum í New York. Hann hafi verið of valdamikill. Hún segist hafa heyrt af því að hann hafi sofið hjá tilteknum leikkonum en segist hafa haldið að það hafi verið með samþykki kvennanna. Þá segir Bonham Carter að reynsla hennar hafi ekki orðið til þess að hana langaði ekki til þess að vinna með Weinstein. „Nei, þetta eru viðskipti.“ MeToo Mál Harvey Weinstein Hollywood Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Má ég daðra við þig?“: Nýtt myndband varpar ljósi á „ósæmilega hegðun“ Harvey Weinstein Sky News-fréttastofan birti í dag myndband af fundi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, sem fjölmargar konur hafa sakað um nauðgun og kynferðisofbeldi, og athafnakonunnar Melissu Thompson. 13. september 2018 22:16 Verjendur Weinstein vilja að máli gegn honum verði vísað frá Lögmennirnir hafa lagt fram pósta á milli Weinstein og konu sem sakar hann um nauðgun sem þeir fullyrða að sýni að samband þeirra hafi verið innilegt og með vilja þeirra beggja. 3. ágúst 2018 19:22 Umboðsmaður stjarnanna: „Metoo byltingin er löngu tímabær“ Orvitz var um langt skeið talinn valdamesti maður Hollywood en hann stofnaði CAA umboðsskrifstofuna með félaga sínum Ron Meyer. 25. september 2018 20:49 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Leikkonan Helena Bonham Carter segir að það hafi ekki verið auðvelt að neita kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um hluti þar sem hætt var við að hún myndi missa vinnuna. Í ítarlegu viðtali við The Guardian segist hún hafa vitað að hún væri að á hálum ís þegar hún sagði nei við Weinstein þó að hún sé ekki að vísa í kynferðisofbeldi heldur eineltistilburði framleiðandans. MeToo-byltingin hófst fyrir um ári síðan eftir að konur í skemmtanabransanum stigu fram í fjölmiðlum og sögðu frá kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni af hálfu Weinstein. Bonham Carter segir að henni MeToo-byltingin góð en að það þurfi að gæta varkárni. „Þú þarft að vera mjög nákvæm í því hvað viðkomandi hefur gert til að stíga fram og ásaka þá um eitthvað. Það þarf að bera virðingu fyrir #MeToo,“ segir Bonham Carter. Weinstein hefur verið sakaður um að brjóta gegn fjölda kvenna.Vísir/AP Sýndi enga virðingu í samskiptum Þegar blaðamaður Guardian spyr hana síðan um Weinstein segir hún: „Enginn er bara vondur og enginn er bara góður. Weinstein var snjall. Það eru margar ástæður fyrir því hvað hann var valdamikill. Hann vissi til dæmis hvernig hann ætti að færa þér Óskarstilnefningu. Báðar mínar tilnefningar eru vegna hans og svo er hann með frábæran smekk á kvikmyndum.“ Bonham Carter segir hins vegar að henni hafi þótt óhugnanlegt hvernig hann kom fram við sumt fólk. „Hann sýndi enga virðingu. Það voru atvik þar sem ég var ósátt við hegðun hans, og þá er ég ekki að meina kynferðislega,“ segir Bonham Carter og segist vera að vísa í eineltistilburði Weinstein. „Það voru stundir þar sem hann bað mig um að gera tiltekna hluti og ég sagði nei. Ég var á hálum ís. Það var ekki auðvelt að standa uppi í hárinu á Weinstein því ég vissi að ég gæti mögulega misst vinnuna.“ Hélt aldrei að hegðun Weinstein myndi koma honum í koll Aðspurð hvers vegna hún hafi getað staðið uppi í hárinu á honum þegar aðrir gátu það ekki segist hún hafa þá þegar átt feril. „Ég var í vinnu hjá öðrum. Ég þurfti ekki að stóla á hann.“ Bonham Carter segist ekki hafa talið að hegðun Weinstein myndi nokkurn tímann koma honum í koll, eins og raunin hefur verið, en hann var fyrr á árinu ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot af lögregluyfirvöldum í New York. Hann hafi verið of valdamikill. Hún segist hafa heyrt af því að hann hafi sofið hjá tilteknum leikkonum en segist hafa haldið að það hafi verið með samþykki kvennanna. Þá segir Bonham Carter að reynsla hennar hafi ekki orðið til þess að hana langaði ekki til þess að vinna með Weinstein. „Nei, þetta eru viðskipti.“
MeToo Mál Harvey Weinstein Hollywood Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Má ég daðra við þig?“: Nýtt myndband varpar ljósi á „ósæmilega hegðun“ Harvey Weinstein Sky News-fréttastofan birti í dag myndband af fundi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, sem fjölmargar konur hafa sakað um nauðgun og kynferðisofbeldi, og athafnakonunnar Melissu Thompson. 13. september 2018 22:16 Verjendur Weinstein vilja að máli gegn honum verði vísað frá Lögmennirnir hafa lagt fram pósta á milli Weinstein og konu sem sakar hann um nauðgun sem þeir fullyrða að sýni að samband þeirra hafi verið innilegt og með vilja þeirra beggja. 3. ágúst 2018 19:22 Umboðsmaður stjarnanna: „Metoo byltingin er löngu tímabær“ Orvitz var um langt skeið talinn valdamesti maður Hollywood en hann stofnaði CAA umboðsskrifstofuna með félaga sínum Ron Meyer. 25. september 2018 20:49 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
„Má ég daðra við þig?“: Nýtt myndband varpar ljósi á „ósæmilega hegðun“ Harvey Weinstein Sky News-fréttastofan birti í dag myndband af fundi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, sem fjölmargar konur hafa sakað um nauðgun og kynferðisofbeldi, og athafnakonunnar Melissu Thompson. 13. september 2018 22:16
Verjendur Weinstein vilja að máli gegn honum verði vísað frá Lögmennirnir hafa lagt fram pósta á milli Weinstein og konu sem sakar hann um nauðgun sem þeir fullyrða að sýni að samband þeirra hafi verið innilegt og með vilja þeirra beggja. 3. ágúst 2018 19:22
Umboðsmaður stjarnanna: „Metoo byltingin er löngu tímabær“ Orvitz var um langt skeið talinn valdamesti maður Hollywood en hann stofnaði CAA umboðsskrifstofuna með félaga sínum Ron Meyer. 25. september 2018 20:49