Sólrún Diego mælir með edikblöndu og raksápu í baráttunni við hélaðar bílrúður Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2018 20:30 Sólrún er alfræðiorðabók um allt sem viðkemur rekstri heimilisins. Mynd/Stöð 2 Haustið er komið og kólna hefur tekið í veðri, eins og Íslendingar með sköfuna á lofti hafa eflaust margir tekið eftir undanfarna morgna. Snapchat-stjarnan og snyrtipinninn Sólrún Diego býr yfir nokkrum ráðum til þess að fyrirbyggja hélu og móðu á bílrúðum komandi vetrar. Sólrún var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Stutt er síðan Sólrún flutti á nýjan stað og stendur hún nú frammi fyrir fyrsta vetrinum án bílakjallara. Hún hefur því kynnt sér hvað best sé að gera til þess að koma í veg fyrir að héla setjist innan á bílrúður og leggur til að notuð sé annað hvort raksápa eða Rain-X. „Ég hef alltaf verið með bílakjallara þannig að ég hef ekki rosalega mikla reynslu af þessu sjálf, en nú er fyrsti veturinn að ganga í garð þar sem ég fæ að prufa þetta á mínum miðlum líka,“ sagði Sólrún og bætti við að raksápuaðferðin hafi hingað til reynst henni vel til að fyrirbyggja móðu inni á baðherbergi. Sólrún sagði best að maka raksápunni eða Rain-X á bílrúðuna innan frá með hreinni tusku eða bréfi og leyfa efninu að sitja í nokkrar sekúndur áður en það er þurrkað af. Þetta eigi að fyrirbyggja að frost myndist á innanverðri rúðunni. „Þá skilur þetta eftir sig þessa húð á glerinu innan frá og kemur í veg fyrir að þessi móða myndist, sem frostið á til að festast í hinum megin frá. Þetta segja þeir að virki gríðarlega vel, hef ég allavega heyrt, og fólk er að mæla með þessu,“ sagði Sólrún. Þá hafði gamla, góða edikblandan reynst Sólrúnu vel í baráttu við hrím á bílrúðum. Það ætti ekki að koma aðdáendum hennar á óvart enda hefur Sólrún notast óspart við edik í þrifum sínum. „Það sem ég hef reyndar prufað, og það finnst örugglega mörgum fyndið að ég sé að taka upp edikið eins og í öllu, er að spreyja semsagt vatnsblönduðu ediki, reyndar með aðeins hærra hlutfalli af ediki en vatni, á frostið utan frá og það á að hjálpa frostinu að vera fyrr að þiðna af rúðunni,“ sagði Sólrún.Hlusta má á viðtal Reykjavík síðdegis við Sólrúnu í heild í spilaranum hér að neðan. Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Sólrún Diego gerir mikið fyrir heimili Sigríðar Andersen Mikið hefur verið fjallað um Sigríði Á. Andersen að undanförnu í íslenskum fjölmiðlum en hún er dómsmálaráðherra. 13. mars 2018 13:30 Sólrún Diego og Frans flytja Snapchat-stjarnan Sólrún Diego og Frans Veigar Garðarsson hafa ákveðið að færa sig um set og er íbúð þeirra við Þorrasalir í Kópavogi á sölu og er ásett verð 49,9 milljónir. 23. ágúst 2018 12:30 Sólrún Diego opnar sig: „Ekkert alltaf dans á rósum hjá öllum“ „Ég er búin að vera rosalega lítið hérna inni að undanförnu,“ segir þrifsnapparinn Sólrún Diego einlæg á Snapchat í gær. 27. mars 2018 10:00 Mest lesið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Már Gunnars genginn út Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Matur Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Haustið er komið og kólna hefur tekið í veðri, eins og Íslendingar með sköfuna á lofti hafa eflaust margir tekið eftir undanfarna morgna. Snapchat-stjarnan og snyrtipinninn Sólrún Diego býr yfir nokkrum ráðum til þess að fyrirbyggja hélu og móðu á bílrúðum komandi vetrar. Sólrún var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Stutt er síðan Sólrún flutti á nýjan stað og stendur hún nú frammi fyrir fyrsta vetrinum án bílakjallara. Hún hefur því kynnt sér hvað best sé að gera til þess að koma í veg fyrir að héla setjist innan á bílrúður og leggur til að notuð sé annað hvort raksápa eða Rain-X. „Ég hef alltaf verið með bílakjallara þannig að ég hef ekki rosalega mikla reynslu af þessu sjálf, en nú er fyrsti veturinn að ganga í garð þar sem ég fæ að prufa þetta á mínum miðlum líka,“ sagði Sólrún og bætti við að raksápuaðferðin hafi hingað til reynst henni vel til að fyrirbyggja móðu inni á baðherbergi. Sólrún sagði best að maka raksápunni eða Rain-X á bílrúðuna innan frá með hreinni tusku eða bréfi og leyfa efninu að sitja í nokkrar sekúndur áður en það er þurrkað af. Þetta eigi að fyrirbyggja að frost myndist á innanverðri rúðunni. „Þá skilur þetta eftir sig þessa húð á glerinu innan frá og kemur í veg fyrir að þessi móða myndist, sem frostið á til að festast í hinum megin frá. Þetta segja þeir að virki gríðarlega vel, hef ég allavega heyrt, og fólk er að mæla með þessu,“ sagði Sólrún. Þá hafði gamla, góða edikblandan reynst Sólrúnu vel í baráttu við hrím á bílrúðum. Það ætti ekki að koma aðdáendum hennar á óvart enda hefur Sólrún notast óspart við edik í þrifum sínum. „Það sem ég hef reyndar prufað, og það finnst örugglega mörgum fyndið að ég sé að taka upp edikið eins og í öllu, er að spreyja semsagt vatnsblönduðu ediki, reyndar með aðeins hærra hlutfalli af ediki en vatni, á frostið utan frá og það á að hjálpa frostinu að vera fyrr að þiðna af rúðunni,“ sagði Sólrún.Hlusta má á viðtal Reykjavík síðdegis við Sólrúnu í heild í spilaranum hér að neðan.
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Sólrún Diego gerir mikið fyrir heimili Sigríðar Andersen Mikið hefur verið fjallað um Sigríði Á. Andersen að undanförnu í íslenskum fjölmiðlum en hún er dómsmálaráðherra. 13. mars 2018 13:30 Sólrún Diego og Frans flytja Snapchat-stjarnan Sólrún Diego og Frans Veigar Garðarsson hafa ákveðið að færa sig um set og er íbúð þeirra við Þorrasalir í Kópavogi á sölu og er ásett verð 49,9 milljónir. 23. ágúst 2018 12:30 Sólrún Diego opnar sig: „Ekkert alltaf dans á rósum hjá öllum“ „Ég er búin að vera rosalega lítið hérna inni að undanförnu,“ segir þrifsnapparinn Sólrún Diego einlæg á Snapchat í gær. 27. mars 2018 10:00 Mest lesið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Már Gunnars genginn út Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Matur Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Sólrún Diego gerir mikið fyrir heimili Sigríðar Andersen Mikið hefur verið fjallað um Sigríði Á. Andersen að undanförnu í íslenskum fjölmiðlum en hún er dómsmálaráðherra. 13. mars 2018 13:30
Sólrún Diego og Frans flytja Snapchat-stjarnan Sólrún Diego og Frans Veigar Garðarsson hafa ákveðið að færa sig um set og er íbúð þeirra við Þorrasalir í Kópavogi á sölu og er ásett verð 49,9 milljónir. 23. ágúst 2018 12:30
Sólrún Diego opnar sig: „Ekkert alltaf dans á rósum hjá öllum“ „Ég er búin að vera rosalega lítið hérna inni að undanförnu,“ segir þrifsnapparinn Sólrún Diego einlæg á Snapchat í gær. 27. mars 2018 10:00