Sólrún Diego mælir með edikblöndu og raksápu í baráttunni við hélaðar bílrúður Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2018 20:30 Sólrún er alfræðiorðabók um allt sem viðkemur rekstri heimilisins. Mynd/Stöð 2 Haustið er komið og kólna hefur tekið í veðri, eins og Íslendingar með sköfuna á lofti hafa eflaust margir tekið eftir undanfarna morgna. Snapchat-stjarnan og snyrtipinninn Sólrún Diego býr yfir nokkrum ráðum til þess að fyrirbyggja hélu og móðu á bílrúðum komandi vetrar. Sólrún var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Stutt er síðan Sólrún flutti á nýjan stað og stendur hún nú frammi fyrir fyrsta vetrinum án bílakjallara. Hún hefur því kynnt sér hvað best sé að gera til þess að koma í veg fyrir að héla setjist innan á bílrúður og leggur til að notuð sé annað hvort raksápa eða Rain-X. „Ég hef alltaf verið með bílakjallara þannig að ég hef ekki rosalega mikla reynslu af þessu sjálf, en nú er fyrsti veturinn að ganga í garð þar sem ég fæ að prufa þetta á mínum miðlum líka,“ sagði Sólrún og bætti við að raksápuaðferðin hafi hingað til reynst henni vel til að fyrirbyggja móðu inni á baðherbergi. Sólrún sagði best að maka raksápunni eða Rain-X á bílrúðuna innan frá með hreinni tusku eða bréfi og leyfa efninu að sitja í nokkrar sekúndur áður en það er þurrkað af. Þetta eigi að fyrirbyggja að frost myndist á innanverðri rúðunni. „Þá skilur þetta eftir sig þessa húð á glerinu innan frá og kemur í veg fyrir að þessi móða myndist, sem frostið á til að festast í hinum megin frá. Þetta segja þeir að virki gríðarlega vel, hef ég allavega heyrt, og fólk er að mæla með þessu,“ sagði Sólrún. Þá hafði gamla, góða edikblandan reynst Sólrúnu vel í baráttu við hrím á bílrúðum. Það ætti ekki að koma aðdáendum hennar á óvart enda hefur Sólrún notast óspart við edik í þrifum sínum. „Það sem ég hef reyndar prufað, og það finnst örugglega mörgum fyndið að ég sé að taka upp edikið eins og í öllu, er að spreyja semsagt vatnsblönduðu ediki, reyndar með aðeins hærra hlutfalli af ediki en vatni, á frostið utan frá og það á að hjálpa frostinu að vera fyrr að þiðna af rúðunni,“ sagði Sólrún.Hlusta má á viðtal Reykjavík síðdegis við Sólrúnu í heild í spilaranum hér að neðan. Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Sólrún Diego gerir mikið fyrir heimili Sigríðar Andersen Mikið hefur verið fjallað um Sigríði Á. Andersen að undanförnu í íslenskum fjölmiðlum en hún er dómsmálaráðherra. 13. mars 2018 13:30 Sólrún Diego og Frans flytja Snapchat-stjarnan Sólrún Diego og Frans Veigar Garðarsson hafa ákveðið að færa sig um set og er íbúð þeirra við Þorrasalir í Kópavogi á sölu og er ásett verð 49,9 milljónir. 23. ágúst 2018 12:30 Sólrún Diego opnar sig: „Ekkert alltaf dans á rósum hjá öllum“ „Ég er búin að vera rosalega lítið hérna inni að undanförnu,“ segir þrifsnapparinn Sólrún Diego einlæg á Snapchat í gær. 27. mars 2018 10:00 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira
Haustið er komið og kólna hefur tekið í veðri, eins og Íslendingar með sköfuna á lofti hafa eflaust margir tekið eftir undanfarna morgna. Snapchat-stjarnan og snyrtipinninn Sólrún Diego býr yfir nokkrum ráðum til þess að fyrirbyggja hélu og móðu á bílrúðum komandi vetrar. Sólrún var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Stutt er síðan Sólrún flutti á nýjan stað og stendur hún nú frammi fyrir fyrsta vetrinum án bílakjallara. Hún hefur því kynnt sér hvað best sé að gera til þess að koma í veg fyrir að héla setjist innan á bílrúður og leggur til að notuð sé annað hvort raksápa eða Rain-X. „Ég hef alltaf verið með bílakjallara þannig að ég hef ekki rosalega mikla reynslu af þessu sjálf, en nú er fyrsti veturinn að ganga í garð þar sem ég fæ að prufa þetta á mínum miðlum líka,“ sagði Sólrún og bætti við að raksápuaðferðin hafi hingað til reynst henni vel til að fyrirbyggja móðu inni á baðherbergi. Sólrún sagði best að maka raksápunni eða Rain-X á bílrúðuna innan frá með hreinni tusku eða bréfi og leyfa efninu að sitja í nokkrar sekúndur áður en það er þurrkað af. Þetta eigi að fyrirbyggja að frost myndist á innanverðri rúðunni. „Þá skilur þetta eftir sig þessa húð á glerinu innan frá og kemur í veg fyrir að þessi móða myndist, sem frostið á til að festast í hinum megin frá. Þetta segja þeir að virki gríðarlega vel, hef ég allavega heyrt, og fólk er að mæla með þessu,“ sagði Sólrún. Þá hafði gamla, góða edikblandan reynst Sólrúnu vel í baráttu við hrím á bílrúðum. Það ætti ekki að koma aðdáendum hennar á óvart enda hefur Sólrún notast óspart við edik í þrifum sínum. „Það sem ég hef reyndar prufað, og það finnst örugglega mörgum fyndið að ég sé að taka upp edikið eins og í öllu, er að spreyja semsagt vatnsblönduðu ediki, reyndar með aðeins hærra hlutfalli af ediki en vatni, á frostið utan frá og það á að hjálpa frostinu að vera fyrr að þiðna af rúðunni,“ sagði Sólrún.Hlusta má á viðtal Reykjavík síðdegis við Sólrúnu í heild í spilaranum hér að neðan.
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Sólrún Diego gerir mikið fyrir heimili Sigríðar Andersen Mikið hefur verið fjallað um Sigríði Á. Andersen að undanförnu í íslenskum fjölmiðlum en hún er dómsmálaráðherra. 13. mars 2018 13:30 Sólrún Diego og Frans flytja Snapchat-stjarnan Sólrún Diego og Frans Veigar Garðarsson hafa ákveðið að færa sig um set og er íbúð þeirra við Þorrasalir í Kópavogi á sölu og er ásett verð 49,9 milljónir. 23. ágúst 2018 12:30 Sólrún Diego opnar sig: „Ekkert alltaf dans á rósum hjá öllum“ „Ég er búin að vera rosalega lítið hérna inni að undanförnu,“ segir þrifsnapparinn Sólrún Diego einlæg á Snapchat í gær. 27. mars 2018 10:00 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira
Sólrún Diego gerir mikið fyrir heimili Sigríðar Andersen Mikið hefur verið fjallað um Sigríði Á. Andersen að undanförnu í íslenskum fjölmiðlum en hún er dómsmálaráðherra. 13. mars 2018 13:30
Sólrún Diego og Frans flytja Snapchat-stjarnan Sólrún Diego og Frans Veigar Garðarsson hafa ákveðið að færa sig um set og er íbúð þeirra við Þorrasalir í Kópavogi á sölu og er ásett verð 49,9 milljónir. 23. ágúst 2018 12:30
Sólrún Diego opnar sig: „Ekkert alltaf dans á rósum hjá öllum“ „Ég er búin að vera rosalega lítið hérna inni að undanförnu,“ segir þrifsnapparinn Sólrún Diego einlæg á Snapchat í gær. 27. mars 2018 10:00