Uppgjör: Hamilton með níu fingur á titlinum Bragi Þórðarson skrifar 9. október 2018 17:45 Hamilton fagnar í Japan. vísir/getty Sautjánda umferðin í Formúlu 1 fór fram um helgina er ekið var á Suzuka brautinni í Japan. Lewis Hamilton vann sinn níunda sigur á tímabilinu á sunnudaginn og hefur fyrir vikið 67 stiga forskot í keppni ökuþóra þegar aðeins fjórar keppnir eru eftir. Sebastian Vettel á Ferrari hefur verið að bítast við Bretann í allt sumar og hafði lengi vel forskot á Bretann. En nú lítur allt út fyrir að Hamilton nái að tryggja sér sinn fimmta titil í Formúlu 1. Rétt eins og Hamilton á Vettel að baki fjóra titla í greininni. Sá þeirra sem vinnur þann fimmta verður því svo sannarlega besti ökumaður þessarar kynslóðar. Þjóðverjinn á enn stærðfræðilega möguleika á titli. Hamilton getur hins vegar tryggt sér titilinn í næstu keppni með sigri, svo lengi sem Vettel verður ekki annar á eftir honum.Ferrari sökudólgur helgarinnar Seigja má að liðið hafi svikið Vettel strax í tímatökum á laugardeginum er það sendi Þjóðverjann út á þurra brautina á regndekkjum. Fyrir vikið ræsti Sebastian áttundi af stað í kappaksturinn. Lítið gekk hjá Vettel á sunnudaginn og var hann dottinn niður í síðasta sætið strax í byrjun keppninnar eftir samstuð við Max Verstappen. Þjóðverjanum tókst þó að lokum að keyra sig upp í sjötta sætið. Liðsfélagi hans hjá Ferrari, Kimi Raikkonen varð fimmti og svo komu Red Bull ökuþórarnir Daniel Ricciardo og Max Verstappen.Hamilton og Bottas ánægðir eftir keppnina í Japan.vísir/gettyMercedes fremstir enn og aftur Aðra keppnina í röð kom Lewis Hamilton í mark í fyrsta sætinu á undan liðsfélaga sínum Valtteri Bottas. Mercedes liðið hefur greinilega tekist að finna einhvern aukakraft í bílum sínum á lokametrum tímabilsins. „Formúla 1 er liðsíþrótt, ég er svo þakklátur að vera í besta liðinu,” sagði Hamilton eftir kappaksturinn. Bæði í byrjun tímabils og um það mitt var Ferrari liðið augljóslega með hraðari bíl í höndunum, en liðið nýtti tækifæri sín illa. Nú eru það þýsku bílarnir sem hafa hraðann og nýta sér það bæði í tímatökum og keppnum. Kappaksturinn í Japan var ansi líflegur fyrir aftan Mercedes bílana og þá sérstaklega um miðjan pakkann. Að lokum voru það Force India bílarnir sem stóð sig best í þeim slag og komu ökumenn liðsins sjöundu og níundu í mark. Magnaður árangur hjá liði sem fór á hausinn í ágúst. Næsta keppni fer fram í Texas fylki í Bandaríkjunum. Braut sem að Lewis Hamilton segist elska, enda er Bretinn farinn að eyða æ meiri tíma vestanhafs. Keppnin fer fram eftir tvær vikur og ef Mercedes liðið heldur áfram á sömu braut gæti vel farið svo að Lewis verður krýndur meistari í Texas. Formúla Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Sautjánda umferðin í Formúlu 1 fór fram um helgina er ekið var á Suzuka brautinni í Japan. Lewis Hamilton vann sinn níunda sigur á tímabilinu á sunnudaginn og hefur fyrir vikið 67 stiga forskot í keppni ökuþóra þegar aðeins fjórar keppnir eru eftir. Sebastian Vettel á Ferrari hefur verið að bítast við Bretann í allt sumar og hafði lengi vel forskot á Bretann. En nú lítur allt út fyrir að Hamilton nái að tryggja sér sinn fimmta titil í Formúlu 1. Rétt eins og Hamilton á Vettel að baki fjóra titla í greininni. Sá þeirra sem vinnur þann fimmta verður því svo sannarlega besti ökumaður þessarar kynslóðar. Þjóðverjinn á enn stærðfræðilega möguleika á titli. Hamilton getur hins vegar tryggt sér titilinn í næstu keppni með sigri, svo lengi sem Vettel verður ekki annar á eftir honum.Ferrari sökudólgur helgarinnar Seigja má að liðið hafi svikið Vettel strax í tímatökum á laugardeginum er það sendi Þjóðverjann út á þurra brautina á regndekkjum. Fyrir vikið ræsti Sebastian áttundi af stað í kappaksturinn. Lítið gekk hjá Vettel á sunnudaginn og var hann dottinn niður í síðasta sætið strax í byrjun keppninnar eftir samstuð við Max Verstappen. Þjóðverjanum tókst þó að lokum að keyra sig upp í sjötta sætið. Liðsfélagi hans hjá Ferrari, Kimi Raikkonen varð fimmti og svo komu Red Bull ökuþórarnir Daniel Ricciardo og Max Verstappen.Hamilton og Bottas ánægðir eftir keppnina í Japan.vísir/gettyMercedes fremstir enn og aftur Aðra keppnina í röð kom Lewis Hamilton í mark í fyrsta sætinu á undan liðsfélaga sínum Valtteri Bottas. Mercedes liðið hefur greinilega tekist að finna einhvern aukakraft í bílum sínum á lokametrum tímabilsins. „Formúla 1 er liðsíþrótt, ég er svo þakklátur að vera í besta liðinu,” sagði Hamilton eftir kappaksturinn. Bæði í byrjun tímabils og um það mitt var Ferrari liðið augljóslega með hraðari bíl í höndunum, en liðið nýtti tækifæri sín illa. Nú eru það þýsku bílarnir sem hafa hraðann og nýta sér það bæði í tímatökum og keppnum. Kappaksturinn í Japan var ansi líflegur fyrir aftan Mercedes bílana og þá sérstaklega um miðjan pakkann. Að lokum voru það Force India bílarnir sem stóð sig best í þeim slag og komu ökumenn liðsins sjöundu og níundu í mark. Magnaður árangur hjá liði sem fór á hausinn í ágúst. Næsta keppni fer fram í Texas fylki í Bandaríkjunum. Braut sem að Lewis Hamilton segist elska, enda er Bretinn farinn að eyða æ meiri tíma vestanhafs. Keppnin fer fram eftir tvær vikur og ef Mercedes liðið heldur áfram á sömu braut gæti vel farið svo að Lewis verður krýndur meistari í Texas.
Formúla Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira