Nikki Haley segir upp Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. október 2018 14:21 Nikki Haley hefur sagt starfi sínu hjá Sameinuðu þjóðunum lausu. Vísir/afp Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, hefur sagt starfi sínu lausu. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, er sagður hafa móttekið og samþykkt uppsögn hennar.Vefmiðilinn Axios greindi fyrst frá málinu og vísaði í tvo heimildarmenn innan veggja Hvíta hússins. Haley á að hafa rætt við forsetann í liðinni viku en ekki liggur fyrir hvenær hún segir formlega skilið við sendiherrastöðuna. Uppsögnin er sögð hafa komið mörgum háttsettum starfsmönnum Hvíta hússins á óvart. Haley hefur átt undir högg að sækja að undanförnu eftir að fréttir bárust af því að hún hafi þegið hið minnsta 7 ferðir í einkaþotum sem greiddar voru úr vösum auðmanna frá heimaríki hennar, Suður-Karólínu. Samtök sem berjast fyrir aukinni siðferðisvitund í bandarískum stjórnmálum hafa kallað eftir því að flugferðirnar verði rannsakaðar. Þau segja að með því að þiggja flugferðirnar hafi sendiherrann brotið siðareglur, sem kveða á um að opinberir starfsmenn megi ekki taka við gjöfum í tengslum við störf sín. Ekki er vitað á þessari stundu hvort að afsögn hennar tengist téðum flugferðum en upplýsingafulltrúi Hvíta hússins greindi frá því á Twitter að Haley og Trump muni funda síðar í dag. Fundur þeirra verður opinn blaðamönnum.Uppfært 15:05Trump sagði á fundinum að Haley hafi tjáð honum fyrir hálfu ári síðan að hún vildi taka sér frí frá sendiherrastörfunum. Forsetinn sagði að hún væri alltaf velkomin aftur og að hún mætti þá „velja sér það starf sem hún vildi“ meðan hann væri við stjórnvölinn. Haley gaf auk þess lítið fyrir vangaveltur þess efnis að hún hefði í hyggju að bjóða sig fram til forseta árið 2020.Big announcement with my friend Ambassador Nikki Haley in the Oval Office at 10:30am.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 9, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, hefur sagt starfi sínu lausu. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, er sagður hafa móttekið og samþykkt uppsögn hennar.Vefmiðilinn Axios greindi fyrst frá málinu og vísaði í tvo heimildarmenn innan veggja Hvíta hússins. Haley á að hafa rætt við forsetann í liðinni viku en ekki liggur fyrir hvenær hún segir formlega skilið við sendiherrastöðuna. Uppsögnin er sögð hafa komið mörgum háttsettum starfsmönnum Hvíta hússins á óvart. Haley hefur átt undir högg að sækja að undanförnu eftir að fréttir bárust af því að hún hafi þegið hið minnsta 7 ferðir í einkaþotum sem greiddar voru úr vösum auðmanna frá heimaríki hennar, Suður-Karólínu. Samtök sem berjast fyrir aukinni siðferðisvitund í bandarískum stjórnmálum hafa kallað eftir því að flugferðirnar verði rannsakaðar. Þau segja að með því að þiggja flugferðirnar hafi sendiherrann brotið siðareglur, sem kveða á um að opinberir starfsmenn megi ekki taka við gjöfum í tengslum við störf sín. Ekki er vitað á þessari stundu hvort að afsögn hennar tengist téðum flugferðum en upplýsingafulltrúi Hvíta hússins greindi frá því á Twitter að Haley og Trump muni funda síðar í dag. Fundur þeirra verður opinn blaðamönnum.Uppfært 15:05Trump sagði á fundinum að Haley hafi tjáð honum fyrir hálfu ári síðan að hún vildi taka sér frí frá sendiherrastörfunum. Forsetinn sagði að hún væri alltaf velkomin aftur og að hún mætti þá „velja sér það starf sem hún vildi“ meðan hann væri við stjórnvölinn. Haley gaf auk þess lítið fyrir vangaveltur þess efnis að hún hefði í hyggju að bjóða sig fram til forseta árið 2020.Big announcement with my friend Ambassador Nikki Haley in the Oval Office at 10:30am.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 9, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira