Nikki Haley segir upp Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. október 2018 14:21 Nikki Haley hefur sagt starfi sínu hjá Sameinuðu þjóðunum lausu. Vísir/afp Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, hefur sagt starfi sínu lausu. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, er sagður hafa móttekið og samþykkt uppsögn hennar.Vefmiðilinn Axios greindi fyrst frá málinu og vísaði í tvo heimildarmenn innan veggja Hvíta hússins. Haley á að hafa rætt við forsetann í liðinni viku en ekki liggur fyrir hvenær hún segir formlega skilið við sendiherrastöðuna. Uppsögnin er sögð hafa komið mörgum háttsettum starfsmönnum Hvíta hússins á óvart. Haley hefur átt undir högg að sækja að undanförnu eftir að fréttir bárust af því að hún hafi þegið hið minnsta 7 ferðir í einkaþotum sem greiddar voru úr vösum auðmanna frá heimaríki hennar, Suður-Karólínu. Samtök sem berjast fyrir aukinni siðferðisvitund í bandarískum stjórnmálum hafa kallað eftir því að flugferðirnar verði rannsakaðar. Þau segja að með því að þiggja flugferðirnar hafi sendiherrann brotið siðareglur, sem kveða á um að opinberir starfsmenn megi ekki taka við gjöfum í tengslum við störf sín. Ekki er vitað á þessari stundu hvort að afsögn hennar tengist téðum flugferðum en upplýsingafulltrúi Hvíta hússins greindi frá því á Twitter að Haley og Trump muni funda síðar í dag. Fundur þeirra verður opinn blaðamönnum.Uppfært 15:05Trump sagði á fundinum að Haley hafi tjáð honum fyrir hálfu ári síðan að hún vildi taka sér frí frá sendiherrastörfunum. Forsetinn sagði að hún væri alltaf velkomin aftur og að hún mætti þá „velja sér það starf sem hún vildi“ meðan hann væri við stjórnvölinn. Haley gaf auk þess lítið fyrir vangaveltur þess efnis að hún hefði í hyggju að bjóða sig fram til forseta árið 2020.Big announcement with my friend Ambassador Nikki Haley in the Oval Office at 10:30am.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 9, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Sjá meira
Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, hefur sagt starfi sínu lausu. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, er sagður hafa móttekið og samþykkt uppsögn hennar.Vefmiðilinn Axios greindi fyrst frá málinu og vísaði í tvo heimildarmenn innan veggja Hvíta hússins. Haley á að hafa rætt við forsetann í liðinni viku en ekki liggur fyrir hvenær hún segir formlega skilið við sendiherrastöðuna. Uppsögnin er sögð hafa komið mörgum háttsettum starfsmönnum Hvíta hússins á óvart. Haley hefur átt undir högg að sækja að undanförnu eftir að fréttir bárust af því að hún hafi þegið hið minnsta 7 ferðir í einkaþotum sem greiddar voru úr vösum auðmanna frá heimaríki hennar, Suður-Karólínu. Samtök sem berjast fyrir aukinni siðferðisvitund í bandarískum stjórnmálum hafa kallað eftir því að flugferðirnar verði rannsakaðar. Þau segja að með því að þiggja flugferðirnar hafi sendiherrann brotið siðareglur, sem kveða á um að opinberir starfsmenn megi ekki taka við gjöfum í tengslum við störf sín. Ekki er vitað á þessari stundu hvort að afsögn hennar tengist téðum flugferðum en upplýsingafulltrúi Hvíta hússins greindi frá því á Twitter að Haley og Trump muni funda síðar í dag. Fundur þeirra verður opinn blaðamönnum.Uppfært 15:05Trump sagði á fundinum að Haley hafi tjáð honum fyrir hálfu ári síðan að hún vildi taka sér frí frá sendiherrastörfunum. Forsetinn sagði að hún væri alltaf velkomin aftur og að hún mætti þá „velja sér það starf sem hún vildi“ meðan hann væri við stjórnvölinn. Haley gaf auk þess lítið fyrir vangaveltur þess efnis að hún hefði í hyggju að bjóða sig fram til forseta árið 2020.Big announcement with my friend Ambassador Nikki Haley in the Oval Office at 10:30am.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 9, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Sjá meira