Kim Larsen látinn Birgir Olgeirsson skrifar 30. september 2018 09:37 Kim Larsen á sviði Visir/getty Danski tónlistarmaðurinn Kim Larsen er látinn en greint er frá þessu á vef danska ríkisútvarpsins. Larsen var 72 ára en hann lést í morgun eftir langvinn veikindi. Í janúar síðastliðnum greindi Larsen frá því að hann hefði greinst með krabbamein í blöðurhálskirtli og þurfti að hætta við tónleikahald vegna veikindana. Hann ákvað síðan að halda nokkra lokatónleika í ár sem voru afar vel sóttir. Fjölmiðlafulltrúi Larsen greindi frá andlátinu á vef tónlistarmannsins. Eiginkona hans Lisoletta og sex börn voru hjá Larsen þegar hann andaðist. Mun útför hans fara fram í kyrrþey. Hann var mikil alþýðuhetja og þekktur fyrir að standa með smælingjum. Þrátt fyrir að auðgast talsvert á tónlist sinni var hann jafnan trúr sannfæringu sinni og mikil verkalýðshetja. Hann var ötull talsmaður þess að það þyrftu ekki allir að falla í hópinn. Titill fyrstu sólóplötu hans, sem kom út árið 1979, var einfaldlega kennitala Larsen, 230145-0637, sem var ádeila hans á kerfið og hvernig það safnar upplýsingum um einstaklinga. Hann var ein skærasta stjarna danskrar tónlistar. Hann stofnaði hljómsveitina Gasolin á áttunda árartug síðustu aldar sem náði miklum vinsældum með lögum á borð við Kvinde Minog Rabalderstræde. Larsen sagði síðar meir skilið við Gasolin og hóf sólóferil. Árið 1979 tók hann þátt í undankeppni Eurovision í Danmörku þar sem hann hafnaði í þriðja sæti með lagið Ud i det Blå.Hann reyndi fyrir sér í Bandaríkjunum upp úr 1980 en náði ekki vinsældum þar. Hann sneri aftur til Danmerkur nokkrum árum síðar þar sem hann átti hins vegar mikilli velgengni að fagna. Árið 1983 gaf hann út plötuna Midt om Natten en talið er að um 650 þúsund eintök hafi selst af þeirri plötu sem gerir hana þá söluhæstu í Danmörku. Hann hefur selt milljónir platna í heildina og spilaði nokkrum sinnum á Íslandi. Hér fyrir neðan má hlusta á nokkur af þekktustu lögum hans: Andlát Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Danski tónlistarmaðurinn Kim Larsen er látinn en greint er frá þessu á vef danska ríkisútvarpsins. Larsen var 72 ára en hann lést í morgun eftir langvinn veikindi. Í janúar síðastliðnum greindi Larsen frá því að hann hefði greinst með krabbamein í blöðurhálskirtli og þurfti að hætta við tónleikahald vegna veikindana. Hann ákvað síðan að halda nokkra lokatónleika í ár sem voru afar vel sóttir. Fjölmiðlafulltrúi Larsen greindi frá andlátinu á vef tónlistarmannsins. Eiginkona hans Lisoletta og sex börn voru hjá Larsen þegar hann andaðist. Mun útför hans fara fram í kyrrþey. Hann var mikil alþýðuhetja og þekktur fyrir að standa með smælingjum. Þrátt fyrir að auðgast talsvert á tónlist sinni var hann jafnan trúr sannfæringu sinni og mikil verkalýðshetja. Hann var ötull talsmaður þess að það þyrftu ekki allir að falla í hópinn. Titill fyrstu sólóplötu hans, sem kom út árið 1979, var einfaldlega kennitala Larsen, 230145-0637, sem var ádeila hans á kerfið og hvernig það safnar upplýsingum um einstaklinga. Hann var ein skærasta stjarna danskrar tónlistar. Hann stofnaði hljómsveitina Gasolin á áttunda árartug síðustu aldar sem náði miklum vinsældum með lögum á borð við Kvinde Minog Rabalderstræde. Larsen sagði síðar meir skilið við Gasolin og hóf sólóferil. Árið 1979 tók hann þátt í undankeppni Eurovision í Danmörku þar sem hann hafnaði í þriðja sæti með lagið Ud i det Blå.Hann reyndi fyrir sér í Bandaríkjunum upp úr 1980 en náði ekki vinsældum þar. Hann sneri aftur til Danmerkur nokkrum árum síðar þar sem hann átti hins vegar mikilli velgengni að fagna. Árið 1983 gaf hann út plötuna Midt om Natten en talið er að um 650 þúsund eintök hafi selst af þeirri plötu sem gerir hana þá söluhæstu í Danmörku. Hann hefur selt milljónir platna í heildina og spilaði nokkrum sinnum á Íslandi. Hér fyrir neðan má hlusta á nokkur af þekktustu lögum hans:
Andlát Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira