Innleysir 2,1 milljarðs tap við söluna Helgi Vífill Júlíusson skrifar 20. september 2018 08:00 Guðmundur Kristjánsson, aðaleigandi Brims og forstjóri HB Granda. Brim, sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar, mun innleysa bókfært tap sem nemur 2,1 milljarði króna við sölu á þriðjungshlut í Vinnslustöðinni til FISK-Seafood. Fram hefur komið að FISK-Seafood keypti bréfin á 9,4 milljarða króna en þau voru bókfærð í ársreikningi Brims á 11,5 milljarða króna í fyrra. Markaðurinn hefur greint frá því að eignarhluturinn í Vinnslustöðinni hafi verið metinn á yfirverði í bókum Brims miðað við verðmat sem nýlega var gert á Vinnslustöðinni. Í ársreikningi Brims segir að framkvæmt hafi verið virðismat á rekstrarvirði og upplausnarvirði Vinnslustöðvarinnar og að bókfært virði standi fyllilega undir því. Auk þess sé forsvarsmönnum Brims kunnugt um að meirihlutaeigendur Vinnslustöðvarinnar hafi keypt í félaginu á svipuðu gengi síðla árs 2016. Guðmundur og bróðir hans Hjálmar hófu að fjárfesta í útgerðinni árið 2005. Brim keypti 37 prósenta hlut í HB Granda í vor og sumar fyrir 23,6 milljarða króna. Til að fjármagna kaupin var hluturinn í Vinnslustöðinni seldur og Ögurvík seld til HB Granda fyrir 12,3 milljarða króna. Brim mun hagnast um 900 milljónir við söluna. Hluthafafundur HB Granda á enn eftir að samþykkja kaupin. Samanlagt nemur sala á eignum Brims 21,7 milljörðum króna. Það er sama fjárhæð og reiða þurfti fram fyrir 34,1 prósents hlut sem Brim keypti af tveimur félögum sem Kristján Loftsson er í forsvari fyrir. Guðmundur, sem tók nýverið við sem forstjóri HB Granda, sagði í viðtali við ViðskiptaMoggann, að hann vildi að aflaheimildir fyrirtækisins yrðu auknar í að minnsta kosti tólf prósent sem er hámarkseign lögum samkvæmt. Eftir kaupin á Ögurvík nemur aflahlutdeild HB Granda 11,2 prósentum. „Við munum án efa leita samstarfs við sjávarútvegsfyrirtæki í nágrannalöndunum og víðar. Og þá viljum við líka fjárfesta í sölu- og markaðsfyrirtæki erlendis,“ sagði hann þá. helgivifill@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Viðskipti Tengdar fréttir Guðmundur mögulega sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða "alvarleg brot“ á samkeppnislögum. 19. september 2018 06:00 Segir það ekki fara Guðmundi vel að umgangast sannleikann, lög og reglur með réttum hætti Formaður stjórnar útgáfufélags Fréttablaðsins segir Guðmund Kristjánsson gera lítið úr öllum blaðamönnum og ritstjórum Fréttablaðsins með orðum sínum. 19. september 2018 17:29 Guðmundur svarar fyrir sig Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, segir það rangt að hann hafi verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar í vor. 19. september 2018 12:56 FISK-Seafood kaupir í Vinnslustöðinni fyrir 9,4 milljarða Stjórn og stjórnendur FISK-Seafood ehf. vænta góðs samstarfs við eigendur og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar hf. og sjá mikil tækifæri í rekstri félagsins og samvinnu þessara tveggja sjávarútvegsfyrirtækja. 18. september 2018 23:07 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Brim, sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar, mun innleysa bókfært tap sem nemur 2,1 milljarði króna við sölu á þriðjungshlut í Vinnslustöðinni til FISK-Seafood. Fram hefur komið að FISK-Seafood keypti bréfin á 9,4 milljarða króna en þau voru bókfærð í ársreikningi Brims á 11,5 milljarða króna í fyrra. Markaðurinn hefur greint frá því að eignarhluturinn í Vinnslustöðinni hafi verið metinn á yfirverði í bókum Brims miðað við verðmat sem nýlega var gert á Vinnslustöðinni. Í ársreikningi Brims segir að framkvæmt hafi verið virðismat á rekstrarvirði og upplausnarvirði Vinnslustöðvarinnar og að bókfært virði standi fyllilega undir því. Auk þess sé forsvarsmönnum Brims kunnugt um að meirihlutaeigendur Vinnslustöðvarinnar hafi keypt í félaginu á svipuðu gengi síðla árs 2016. Guðmundur og bróðir hans Hjálmar hófu að fjárfesta í útgerðinni árið 2005. Brim keypti 37 prósenta hlut í HB Granda í vor og sumar fyrir 23,6 milljarða króna. Til að fjármagna kaupin var hluturinn í Vinnslustöðinni seldur og Ögurvík seld til HB Granda fyrir 12,3 milljarða króna. Brim mun hagnast um 900 milljónir við söluna. Hluthafafundur HB Granda á enn eftir að samþykkja kaupin. Samanlagt nemur sala á eignum Brims 21,7 milljörðum króna. Það er sama fjárhæð og reiða þurfti fram fyrir 34,1 prósents hlut sem Brim keypti af tveimur félögum sem Kristján Loftsson er í forsvari fyrir. Guðmundur, sem tók nýverið við sem forstjóri HB Granda, sagði í viðtali við ViðskiptaMoggann, að hann vildi að aflaheimildir fyrirtækisins yrðu auknar í að minnsta kosti tólf prósent sem er hámarkseign lögum samkvæmt. Eftir kaupin á Ögurvík nemur aflahlutdeild HB Granda 11,2 prósentum. „Við munum án efa leita samstarfs við sjávarútvegsfyrirtæki í nágrannalöndunum og víðar. Og þá viljum við líka fjárfesta í sölu- og markaðsfyrirtæki erlendis,“ sagði hann þá. helgivifill@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Viðskipti Tengdar fréttir Guðmundur mögulega sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða "alvarleg brot“ á samkeppnislögum. 19. september 2018 06:00 Segir það ekki fara Guðmundi vel að umgangast sannleikann, lög og reglur með réttum hætti Formaður stjórnar útgáfufélags Fréttablaðsins segir Guðmund Kristjánsson gera lítið úr öllum blaðamönnum og ritstjórum Fréttablaðsins með orðum sínum. 19. september 2018 17:29 Guðmundur svarar fyrir sig Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, segir það rangt að hann hafi verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar í vor. 19. september 2018 12:56 FISK-Seafood kaupir í Vinnslustöðinni fyrir 9,4 milljarða Stjórn og stjórnendur FISK-Seafood ehf. vænta góðs samstarfs við eigendur og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar hf. og sjá mikil tækifæri í rekstri félagsins og samvinnu þessara tveggja sjávarútvegsfyrirtækja. 18. september 2018 23:07 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Guðmundur mögulega sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða "alvarleg brot“ á samkeppnislögum. 19. september 2018 06:00
Segir það ekki fara Guðmundi vel að umgangast sannleikann, lög og reglur með réttum hætti Formaður stjórnar útgáfufélags Fréttablaðsins segir Guðmund Kristjánsson gera lítið úr öllum blaðamönnum og ritstjórum Fréttablaðsins með orðum sínum. 19. september 2018 17:29
Guðmundur svarar fyrir sig Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, segir það rangt að hann hafi verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar í vor. 19. september 2018 12:56
FISK-Seafood kaupir í Vinnslustöðinni fyrir 9,4 milljarða Stjórn og stjórnendur FISK-Seafood ehf. vænta góðs samstarfs við eigendur og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar hf. og sjá mikil tækifæri í rekstri félagsins og samvinnu þessara tveggja sjávarútvegsfyrirtækja. 18. september 2018 23:07