Á Vettel möguleika á titlinum? Bragi Þórðarson skrifar 20. september 2018 19:30 Hamilton og Vettel hafa barist hart allt árið Vísir/Getty Sebastian Vettel hjá Ferrari er 40 stigum á eftir Lewis Hamilton hjá Mercedes í keppni ökuþóra í Formúlu 1. Einungis 150 stig eru eftir í pottinum nú þegar sex keppnir eru eftir af tímabilinu. Margir vilja meina að Þjóðverjinn eigi enga möguleika á titli með bilið svona mikið. Þó þarf Vettel ekki annað en að vinna allar þær keppnir sem eftir eru til að standa uppi sem heimsmeistari, jafnvel þó að Hamilton yrði alltaf annar á eftir honum. Ferrari bíllinn hefur verið hraðari en Mercedes í síðustu keppnum. En Vettel og Ferrari hafa verið að kasta frá sér sigrum og þar með fjölmörgum stigum. Til dæmis gerði Vettel mistök í heimakeppni sinni er hann fór útaf úr fyrsta sætinu. Þar glötuðust 25 stig auk þess að Hamilton græddi önnur sjö við að komast frítt upp í fyrsta sætið. Vettel vildi kenna liði sínu um taktísk mistök í tímatökum í Singapúr, braut sem að Mercedes liðið hefur ávalt átt erfitt uppdráttar á. Fyrir vikið byrjaði Vettel þriðji á ráspól og tapaði öðrum tíu stigum á keppinaut sinn í kappakstrinum. Næsti kappakstur fer fram á einni skemmtilegustu braut tímabilsins, Suzuka í Japan. Þar verður Vettel að vinna Hamilton ef Þjóðverjinn ætlar sér sinn fimmta titil. Formúla Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Ferrari er 40 stigum á eftir Lewis Hamilton hjá Mercedes í keppni ökuþóra í Formúlu 1. Einungis 150 stig eru eftir í pottinum nú þegar sex keppnir eru eftir af tímabilinu. Margir vilja meina að Þjóðverjinn eigi enga möguleika á titli með bilið svona mikið. Þó þarf Vettel ekki annað en að vinna allar þær keppnir sem eftir eru til að standa uppi sem heimsmeistari, jafnvel þó að Hamilton yrði alltaf annar á eftir honum. Ferrari bíllinn hefur verið hraðari en Mercedes í síðustu keppnum. En Vettel og Ferrari hafa verið að kasta frá sér sigrum og þar með fjölmörgum stigum. Til dæmis gerði Vettel mistök í heimakeppni sinni er hann fór útaf úr fyrsta sætinu. Þar glötuðust 25 stig auk þess að Hamilton græddi önnur sjö við að komast frítt upp í fyrsta sætið. Vettel vildi kenna liði sínu um taktísk mistök í tímatökum í Singapúr, braut sem að Mercedes liðið hefur ávalt átt erfitt uppdráttar á. Fyrir vikið byrjaði Vettel þriðji á ráspól og tapaði öðrum tíu stigum á keppinaut sinn í kappakstrinum. Næsti kappakstur fer fram á einni skemmtilegustu braut tímabilsins, Suzuka í Japan. Þar verður Vettel að vinna Hamilton ef Þjóðverjinn ætlar sér sinn fimmta titil.
Formúla Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira