Vara kjósendur við tómlæti Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. september 2018 08:00 Dyggir stuðningsmenn flokks Repúblikana verða að vara sig á tómlætinu, ef marka má orð frambjóðenda. Hér má sjá nokkra slíka stuðningsmenn sem sóttu Value Voters-fundinn í höfuðborginni Washington í gær. Vísir/AP Frambjóðendur Repúblikana og aðrir flokksmenn tóku margir í sama streng í gær og vöruðu íhaldssama kjósendur við tómlæti hvað varðar komandi þingkosningar. Fjölmargir flokksmenn sóttu hinn árlega Value Voters-fund í höfuðborginni Washington og sendu frá sér þessa viðvörun en á fundinum hittast alla jafna íhaldssamir áhrifamenn og kjörnir fulltrúar. Reuters greindi frá fundinum í gær. Viðvörunin er reyndar ekki ný af nálinni. Repúblikanar og stuðningsmenn flokksins hafa varað við andvaraleysi undanfarnar vikur. Óttinn við að kjósendur skili sér ekki á kjörstað vegna fullvissu um að Repúblikanar muni bera sigur úr býtum stafar að miklu leyti af því að heitir stuðningsmenn flokksins, og einkum Donalds Trump forseta, hafa upp til hópa hafnað skoðanakönnunum alfarið eftir að Hillary Clinton mældist með meira fylgi í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Clinton mældist til að mynda með þriggja prósentustiga forskot í könnunum Bloomberg og Reuters sem birtist degi fyrir kjördag og fjögurra prósentustiga forskot í könnunum CBS, Fox News og Economist svo fátt eitt sé nefnt. Sigur Trumps leiddi til þess að stuðningsmenn hans misstu trúna á könnunum þótt Clinton hafi reyndar fengið tveimur prósentustigum hærra hlutfall atkvæða en Trump. Tapaði sum sé á fjölda kjörmanna. Mark Harris, fulltrúadeildarframbjóðandi í Norður-Karólínu, sagði á fundinum að komandi kosningar væru mikilvægustu kosningarnar á miðju kjörtímabili (e. midterms) á ævi flestra kjósenda. „Við verðum að taka þessar kosningar alvarlega á komandi vikum.“ Samkvæmt klassískri útgáfu spálíkans tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight, sem byggir á vegnu meðaltali kannana, fyrri kosningum, stöðu efnahagsmála og sögulegum hefðum, eru 80 prósenta líkur á því að Demókratar nái meirihluta í fulltrúadeildinni. Nú hafa Repúblikanar þar meirihluta en kosið er um öll sætin. Öllu ólíklegra þykir að Demókratar nái meirihluta í öldungadeildinni. Þar er kjörtímabilið sex ár og er kosið um þriðjung sæta í senn. Eins og staðan er í dag hafa Repúblikanar 51 sæti og þar af er ekki kosið um 42 í nóvember. Demókratar þurfa sum sé að verja mun fleiri sæti en Repúblikanar, mörg í ríkjum sem Trump vann árið 2016. FiveThirtyEight gefur þeim 32 prósenta líkur á að ná meirihluta í öldungadeildinni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Innlent Fleiri fréttir Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Sjá meira
Frambjóðendur Repúblikana og aðrir flokksmenn tóku margir í sama streng í gær og vöruðu íhaldssama kjósendur við tómlæti hvað varðar komandi þingkosningar. Fjölmargir flokksmenn sóttu hinn árlega Value Voters-fund í höfuðborginni Washington og sendu frá sér þessa viðvörun en á fundinum hittast alla jafna íhaldssamir áhrifamenn og kjörnir fulltrúar. Reuters greindi frá fundinum í gær. Viðvörunin er reyndar ekki ný af nálinni. Repúblikanar og stuðningsmenn flokksins hafa varað við andvaraleysi undanfarnar vikur. Óttinn við að kjósendur skili sér ekki á kjörstað vegna fullvissu um að Repúblikanar muni bera sigur úr býtum stafar að miklu leyti af því að heitir stuðningsmenn flokksins, og einkum Donalds Trump forseta, hafa upp til hópa hafnað skoðanakönnunum alfarið eftir að Hillary Clinton mældist með meira fylgi í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Clinton mældist til að mynda með þriggja prósentustiga forskot í könnunum Bloomberg og Reuters sem birtist degi fyrir kjördag og fjögurra prósentustiga forskot í könnunum CBS, Fox News og Economist svo fátt eitt sé nefnt. Sigur Trumps leiddi til þess að stuðningsmenn hans misstu trúna á könnunum þótt Clinton hafi reyndar fengið tveimur prósentustigum hærra hlutfall atkvæða en Trump. Tapaði sum sé á fjölda kjörmanna. Mark Harris, fulltrúadeildarframbjóðandi í Norður-Karólínu, sagði á fundinum að komandi kosningar væru mikilvægustu kosningarnar á miðju kjörtímabili (e. midterms) á ævi flestra kjósenda. „Við verðum að taka þessar kosningar alvarlega á komandi vikum.“ Samkvæmt klassískri útgáfu spálíkans tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight, sem byggir á vegnu meðaltali kannana, fyrri kosningum, stöðu efnahagsmála og sögulegum hefðum, eru 80 prósenta líkur á því að Demókratar nái meirihluta í fulltrúadeildinni. Nú hafa Repúblikanar þar meirihluta en kosið er um öll sætin. Öllu ólíklegra þykir að Demókratar nái meirihluta í öldungadeildinni. Þar er kjörtímabilið sex ár og er kosið um þriðjung sæta í senn. Eins og staðan er í dag hafa Repúblikanar 51 sæti og þar af er ekki kosið um 42 í nóvember. Demókratar þurfa sum sé að verja mun fleiri sæti en Repúblikanar, mörg í ríkjum sem Trump vann árið 2016. FiveThirtyEight gefur þeim 32 prósenta líkur á að ná meirihluta í öldungadeildinni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Innlent Fleiri fréttir Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Sjá meira